Jón Ragnar Jónsson, söngvari og fyrrum Íslandsmeistari með FH, stýrir þættinum en í honum svara liðin spurningum um sitt félag og reyna svo að safna fleiri stigum með því að sparka bolta í gegnum göt á segldúk sem er búið að strengja yfir mark.
Fulltrúar Aftureldingar í Besta þættinum að þessu sinni voru Steindi jr. og Hildur Karítas Gunnarsdóttir. Þau öttu kappi við Víkingana Loga Tómasson og Tómas Þór Þórðarson.
Besta þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.