Hljómsveitina skipa þau Birgitta Björg Guðmarsdóttir á trompeti, Eydís Egilsdóttir Kvaran á gítar, Guðný Margrét Eyjólfsdóttir á bassa, Iðunn Gígja Kristjánsdóttir á hljómborði og Sævar Andri Sigurðsson á trommum. Eitt af aðaleinkennum hljómsveitarinnar er að hún hefur engan aðalsöngvara, heldur skiptast meðlimir á að syngja.
Sjá: Mark Ruffalo aftur á bak stimplar sig inn af krafti
Platan Ekki treysta fiskunum inniheldur ellefu lög. Bandið segir sérstaka áherslu hafa verið lagða á textagerð við vinnslu plötunnar sem tekin var upp í Sundlaug Studio. Lögin hafa öll sinn sérstaka blæ og fer það eftir stemmingu hvers lags hver sér um sönginn að hverju sinni.
Hljóðblöndun var í höndum Árna Hjörvars Árnasonar og Gregg Dylan Janman masteraði plötuna.
Bandið tók til starfa árið 2019 og vakti mikla athygli þegar þau sigruðu Músíktilraunir árið 2021. Þá þykir nafn sveitarinnar sérstaklega frumlegt, en þetta er nafn Hollywood leikarans Mark Ruffalo stafað aftur á bak.
Hér að neðan má hlusta á og sjá einstakt tónlistarmyndband við lagið AUMINGJA ÞURÍÐUR.