Mikið jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik og þau skiptust á að hafa forystuna. Í stöðunni 10-10 tóku heimamenn í Bergischer þó við sér og náðu þriggja marka forystu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 15-12 þegar gengið var til búningsherbergja.
Heimamenn í Bergischer héldu forskoti sínu það sem eftir lifði leiks og hleyptu gestunum í raun aldrei nálægt sér. Liðið náði loks sjö marka forskoti í stöðunni 30-23 og vann að lokum öruggan sex marka sigur, 32-26.
Arnór Þór og félagar eru því á leið í 16-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Hamm-Westfalen.