Ágætis veiðitímabil á enda Karl Lúðvíksson skrifar 24. október 2022 09:10 Helga Gísladóttir með væna hrygnu síðasta daginn í Ytri Rangá Nú eru aðeins nokkrir dagar í að síðustu árnar loki fyrir veiðimönnum og þegar tölur eru skoðaðar er töluverður bati milli ára. Þetta veiðisumar fer ekki í neinar bækur fyrir met en engu að síður er ánægjulegt að sjá batan á milli ára og að sumar árnar áttu bara nokkuð gott tímabil. Ytri Rangá er hæst á listanum yfir aflahæstu árnar og fór hún í 5.086 laxa. Eystri Rangá var svo önnur með 3.691 lax en veiði í henni lýkur þó ekki fyrr en um næstu helgi. Hún á þess vegna góða möguleika á að ná nær 4.000 löxum þó það sé ólíklegt að hún fari yfir það en vonandi nálægt því. Miðfjarðará er svo hæst náttúrulegu ánna en þar veiddust 1.522 laxar á tímabilinu. Nokkur bati var í mörgum ánum og ef við skoðum veiðitölur sumarsins í nokkrum ánum og veiðitölur í fyrra er þetta ekkert annað en gleðifréttir. Nokkrar af ánum sem áttu viðsnúning voru til dæmis Þverá/Kjarrá, Hofsá en þar var tvöföldun á milli ára, Selá, Langá, Affallið, Stóra Laxá, Jökla, Elliðaár og Leirvogsá bara svo nokkrar séu nefndar. Alls fóru tíu ár yfir 1.000 laxa og fjórtán ár yfir 500 laxa. Listinn í heild sinni er inná www.angling.is Stangveiði Mest lesið Vel á annað hundrað nemendur í Íslensku fluguveiðiakademíunni Veiði "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Hrannar Pétursson býður sig fram til stjórnar SVFR Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Frábær veiði í Ytri Rangá Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Sportveiðiblaðið: Breytingar í Þverá - Kjarrá Veiði
Þetta veiðisumar fer ekki í neinar bækur fyrir met en engu að síður er ánægjulegt að sjá batan á milli ára og að sumar árnar áttu bara nokkuð gott tímabil. Ytri Rangá er hæst á listanum yfir aflahæstu árnar og fór hún í 5.086 laxa. Eystri Rangá var svo önnur með 3.691 lax en veiði í henni lýkur þó ekki fyrr en um næstu helgi. Hún á þess vegna góða möguleika á að ná nær 4.000 löxum þó það sé ólíklegt að hún fari yfir það en vonandi nálægt því. Miðfjarðará er svo hæst náttúrulegu ánna en þar veiddust 1.522 laxar á tímabilinu. Nokkur bati var í mörgum ánum og ef við skoðum veiðitölur sumarsins í nokkrum ánum og veiðitölur í fyrra er þetta ekkert annað en gleðifréttir. Nokkrar af ánum sem áttu viðsnúning voru til dæmis Þverá/Kjarrá, Hofsá en þar var tvöföldun á milli ára, Selá, Langá, Affallið, Stóra Laxá, Jökla, Elliðaár og Leirvogsá bara svo nokkrar séu nefndar. Alls fóru tíu ár yfir 1.000 laxa og fjórtán ár yfir 500 laxa. Listinn í heild sinni er inná www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Vel á annað hundrað nemendur í Íslensku fluguveiðiakademíunni Veiði "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Hrannar Pétursson býður sig fram til stjórnar SVFR Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Frábær veiði í Ytri Rangá Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Sportveiðiblaðið: Breytingar í Þverá - Kjarrá Veiði