Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 24. október 2022 09:22 Einn af stórlöxunum sem veiddust í Stóru Laxá í sumar Veiðin í Stóru Laxá var mjög góð í sumar og í kjölfar þess er ásókn mikil í leyfi í ánni fyrir veiðisumarið 2023. Nú er nýr leigutaki að byggja nýtt veiðihús fyrir neðra svæðið og er reiknað með að það verði tekið í notkun seinni part sumars 2023. Veiðihúsið sem er í notkun í dag fékk engu að síður góða yfirhalningu og sama með veiðihúsið á efra svæðinu. Nú er búið að taka saman veiðitölur eftir svæðum og hyljum fyrir árið 2022. Alls veiddust 934 laxar, 40 urriðar og 4 bleikjur, alls 978 fiskar. Á neðra svæði veiddust 730 laxar, 37 urriðar og 4 bleikjur. Mest veiddist í Stekkjarnefi 163 laxar, Laxárholti 138, Bergsnös 115, Kálfhagahylur 100, Ófærustrengur 36, Kóngsbakki 20, Járnhylur 20, Flatistrengur 17, Heljarþröm 14, Neseyjaroddi 14, Sveinssker 10, Katlar 10 og minna í öðrum. 302 laxar voru yfir 70 cm og þar af tveir 100 cm, einn 101 cm og einn 102 cm. Á efra svæði veiddust 202 laxar og 3 urriðar. Mest veiddist í Hólmabreiðu 29, Klapparnef 24, Bláhyl 21, Flatarbúð 20, Heimahyljir 16, Dagmálahylur 16, Nálarhylur 9, Kambhylur 9, Ármót 8 og minna í öðrum. 142 laxar voru yfir 70 cm og þ.a. einn 100 cm. Samtals voru því 444 laxar 70 cm og stærri. Öllu var sleppt aftur. Stangveiði Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði
Nú er nýr leigutaki að byggja nýtt veiðihús fyrir neðra svæðið og er reiknað með að það verði tekið í notkun seinni part sumars 2023. Veiðihúsið sem er í notkun í dag fékk engu að síður góða yfirhalningu og sama með veiðihúsið á efra svæðinu. Nú er búið að taka saman veiðitölur eftir svæðum og hyljum fyrir árið 2022. Alls veiddust 934 laxar, 40 urriðar og 4 bleikjur, alls 978 fiskar. Á neðra svæði veiddust 730 laxar, 37 urriðar og 4 bleikjur. Mest veiddist í Stekkjarnefi 163 laxar, Laxárholti 138, Bergsnös 115, Kálfhagahylur 100, Ófærustrengur 36, Kóngsbakki 20, Járnhylur 20, Flatistrengur 17, Heljarþröm 14, Neseyjaroddi 14, Sveinssker 10, Katlar 10 og minna í öðrum. 302 laxar voru yfir 70 cm og þar af tveir 100 cm, einn 101 cm og einn 102 cm. Á efra svæði veiddust 202 laxar og 3 urriðar. Mest veiddist í Hólmabreiðu 29, Klapparnef 24, Bláhyl 21, Flatarbúð 20, Heimahyljir 16, Dagmálahylur 16, Nálarhylur 9, Kambhylur 9, Ármót 8 og minna í öðrum. 142 laxar voru yfir 70 cm og þ.a. einn 100 cm. Samtals voru því 444 laxar 70 cm og stærri. Öllu var sleppt aftur.
Stangveiði Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði