Karen Knúts um Theu Imani: Yfirburðarleikmaður í þessari deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 12:01 Thea Imani Sturludóttir í leik með Val á móti Fram. Vísir/Hulda Margrét Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær þar sem farið var yfir gang mála í fimmtu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Karen er lykilmaður í Fram og íslenska landsliðinu en hún er nú í barneignarleyfi fram á næsta sumar hið minnsta. Karen á von á barni um páskana. Thea Imani Sturludóttir átti stórleik í toppslag deildarinnar en hún skoraði sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar þegar Valur vann 25-23 sigur á Stjörnunni. Það sem meira er að Thea klikkaði bara á einu skoti og tapaði bara einum bolta. Karen þekkir Theu vel enda hefur hún margoft spilað á móti henni með Fram og auðvitað hafa þær einnig spilað saman í íslenska landsliðinu. Theu hornið komið til að vera Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar, bauð upp á Theu hornið enda að nóg að taka af tilþrifum frá Theu Imani. Klippa: Seinni bylgjan: Theu hornið „Hér er Theu hornið. Við hótuðum því í síðasta þætti og það lítur út fyrir að við verðum bara með Theu hornið í þessum þætti í vetur. Hún gefur ekkert eftir. Karen, hvernig leikmaður er þetta,“ spurði Svava Kristín. „Hún er yfirburðar besti alhliða leikmaðurinn finnst mér í þessari deild. Hún er með mikið meiri kraft geldur en við hinar. Hún er fljót á löppunum, getur fintað í báðar áttir,“ sagði Karen Knútsdóttir. Heldur með henni þótt hún sé í Val „Ég þekki hana líka með landsliðinu og hún er frábær karakter. Hún er alltaf hundrað prósent. Þetta er svona týpa sem er mjög pirrandi að maður heldur með henni þótt hún sé í Val,“ sagði Karen. „Þótt ég hafi verið að keppa á móti henni þá þykir manni svo vænt um hana. Hún er svo frábær karakter. Hún er alltaf jákvæð og gefur af sér,“ sagði Karen sem sagðist hafa áttað sig á því þegar hún horfði á leik Fram og Val hvað Thea skýtur fast. Betri í ár heldur en í fyrra „Þetta eru þvílíkar neglur hjá henni upp í samskeytin. Markmennirnir eru bara ekkert að ná þessu,“ spurði Svava Kristín. „Mér finnst hún betri í ár heldur en í fyrra. Það er betri holning á henni og hún er í betra standi. Skotin hennar eru miklu öflugri, hreyfingarnar kraftmeiri og það er betri ára yfir henni finnst mér,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Það má sjá alla umfjölluna um Theu hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
Karen er lykilmaður í Fram og íslenska landsliðinu en hún er nú í barneignarleyfi fram á næsta sumar hið minnsta. Karen á von á barni um páskana. Thea Imani Sturludóttir átti stórleik í toppslag deildarinnar en hún skoraði sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar þegar Valur vann 25-23 sigur á Stjörnunni. Það sem meira er að Thea klikkaði bara á einu skoti og tapaði bara einum bolta. Karen þekkir Theu vel enda hefur hún margoft spilað á móti henni með Fram og auðvitað hafa þær einnig spilað saman í íslenska landsliðinu. Theu hornið komið til að vera Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar, bauð upp á Theu hornið enda að nóg að taka af tilþrifum frá Theu Imani. Klippa: Seinni bylgjan: Theu hornið „Hér er Theu hornið. Við hótuðum því í síðasta þætti og það lítur út fyrir að við verðum bara með Theu hornið í þessum þætti í vetur. Hún gefur ekkert eftir. Karen, hvernig leikmaður er þetta,“ spurði Svava Kristín. „Hún er yfirburðar besti alhliða leikmaðurinn finnst mér í þessari deild. Hún er með mikið meiri kraft geldur en við hinar. Hún er fljót á löppunum, getur fintað í báðar áttir,“ sagði Karen Knútsdóttir. Heldur með henni þótt hún sé í Val „Ég þekki hana líka með landsliðinu og hún er frábær karakter. Hún er alltaf hundrað prósent. Þetta er svona týpa sem er mjög pirrandi að maður heldur með henni þótt hún sé í Val,“ sagði Karen. „Þótt ég hafi verið að keppa á móti henni þá þykir manni svo vænt um hana. Hún er svo frábær karakter. Hún er alltaf jákvæð og gefur af sér,“ sagði Karen sem sagðist hafa áttað sig á því þegar hún horfði á leik Fram og Val hvað Thea skýtur fast. Betri í ár heldur en í fyrra „Þetta eru þvílíkar neglur hjá henni upp í samskeytin. Markmennirnir eru bara ekkert að ná þessu,“ spurði Svava Kristín. „Mér finnst hún betri í ár heldur en í fyrra. Það er betri holning á henni og hún er í betra standi. Skotin hennar eru miklu öflugri, hreyfingarnar kraftmeiri og það er betri ára yfir henni finnst mér,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Það má sjá alla umfjölluna um Theu hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni