Til að bannið taki gildi þurfa þrjár birtingarmyndir ESB að vera sammála, það eru Framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþingið og svo þurfa öll aðildarfélög ESB að samþykkja innleiðingu á „Fit for 55“ lagabálknum sem er ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu um 55% fyrir lok árs 2030, og svo hætta alveg losun árið 2035.

Með þessari mögulegu sögulegu lagasetningu vill ESB draga verulega úr flutnings afleiddri mengun fyrir árið 2050 og hvetja til annarra leiða en sprengihreyfla. Sprengihreyflar í bílum eru um 61% af mengum sem vegsamgöngur valda og um 15% af heildarmengun.
Einu framleiðendurnir sem munu fá að framleiða og selja sprengihreyfilsbíla eru þeir sem framleiða færri en 10.000 eintök á ári. Þessi undanþága er í daglegu tali kölluð „Ferrari undanþágan“ en það eru nokkrir framleiðendur sem falla undir hana.