Tölvuflaga í boltanum að trufla stelpurnar á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 11:00 Nora Mörk er ein af þeim leikmönnum sem hefur kvartað yfir boltanum og þá aðallega tölvuflögunni sem er á honum. Getty/Sanjin Strukic Leikmenn á Evrópumóti kvenna í handbolta kvarta yfir tölvuflögu sem er í boltanum sem þær spila með á mótinu sem stendur yfir í Norður Makedóníu. Evrópumótið hófst fyrir helgi og klárast um aðra helgi en það fer nú fram fyrr en oft áður vegna komandi heimsmeistaramóti í fótbolta karla. Ein nýjung á mótinu í ár er ekki beint að slá í gegnum sjá sumum leikmönnum. Alþjóða handboltasambandið er að auka upplýsingaöflun sína um leiki á stórmótum með því að setja tölvuflögu í boltann. Þessi tölvuflaga á að auðvelda að mæla hraðann á boltanum í sendingum, skotum sem og að vita nákvæmlega stöðu hans á vellinum. Hergeirsson advarer mot for mye «overvåking»: Det er jo inngripende https://t.co/wCBHsgBNhP— VG (@vgnett) November 6, 2022 Boltinn er hins vegar ekki sá sami og áður og leikmenn finna fyrir því. Í leik Noregs og Frakklands þá losnaði flagan og samkvæmt norsku stórstjörnunni Noru Mörk þá hagaði boltinn sé skringilega í framhaldinu. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska liðsins, var spurður út í þetta líka. „Þetta er allt önnur umræða þegar við förum að ræða þessa tækniþróun í íþróttum. Allt er nú mælt. Spurningin er bara hvenær þú ferð að setja mælitæki á fólk til að fylgjast með hvað þau gera utan íþróttsalsins,“ sagði Þórir Hergeirsson. Hann hefur gagnrýnt breytingar á boltanum, bæði þessa flögu sem og áætlun um að taka harpix út úr leiknum. Þórir bendir líka á það að leikmenn eru með flögu í kraga keppnistreyjunnar sem er líka skylda. Hann er hins vegar fylgjandi því. „Tölvuflagan er þarna til að komast að einhverju um íþróttina og ég styð það. Það eru samt mörk. Það er allt í lagi að vera með flögu í boltanum og það getur verið skemmtilegt og áhugavert ekki síst fyrir þá sem eru áhugafólk um tölfræði og rannsóknir. Ég styð rannsóknir á íþróttinni okkar en það er bara farið að rannsaka allt og ekkert í dag,“ sagði Þórir. Nora er ekki sú eina af leikmönnum Evrópumótsins sem kvartar því það gerði hin danska Simone Petersen líka. „Ef þú dripplar boltanum og hittir staðinn þar sem flagan er þá getur boltinn breitt um stefnu og það er auðvitað mjög krefjandi,“ sagði Simone Petersen. „Það getur skipt miklu máli að eiga við svona óútreiknanlega bolta og það er mjög pirrandi,“ sagði Simone. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH Sjá meira
Evrópumótið hófst fyrir helgi og klárast um aðra helgi en það fer nú fram fyrr en oft áður vegna komandi heimsmeistaramóti í fótbolta karla. Ein nýjung á mótinu í ár er ekki beint að slá í gegnum sjá sumum leikmönnum. Alþjóða handboltasambandið er að auka upplýsingaöflun sína um leiki á stórmótum með því að setja tölvuflögu í boltann. Þessi tölvuflaga á að auðvelda að mæla hraðann á boltanum í sendingum, skotum sem og að vita nákvæmlega stöðu hans á vellinum. Hergeirsson advarer mot for mye «overvåking»: Det er jo inngripende https://t.co/wCBHsgBNhP— VG (@vgnett) November 6, 2022 Boltinn er hins vegar ekki sá sami og áður og leikmenn finna fyrir því. Í leik Noregs og Frakklands þá losnaði flagan og samkvæmt norsku stórstjörnunni Noru Mörk þá hagaði boltinn sé skringilega í framhaldinu. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska liðsins, var spurður út í þetta líka. „Þetta er allt önnur umræða þegar við förum að ræða þessa tækniþróun í íþróttum. Allt er nú mælt. Spurningin er bara hvenær þú ferð að setja mælitæki á fólk til að fylgjast með hvað þau gera utan íþróttsalsins,“ sagði Þórir Hergeirsson. Hann hefur gagnrýnt breytingar á boltanum, bæði þessa flögu sem og áætlun um að taka harpix út úr leiknum. Þórir bendir líka á það að leikmenn eru með flögu í kraga keppnistreyjunnar sem er líka skylda. Hann er hins vegar fylgjandi því. „Tölvuflagan er þarna til að komast að einhverju um íþróttina og ég styð það. Það eru samt mörk. Það er allt í lagi að vera með flögu í boltanum og það getur verið skemmtilegt og áhugavert ekki síst fyrir þá sem eru áhugafólk um tölfræði og rannsóknir. Ég styð rannsóknir á íþróttinni okkar en það er bara farið að rannsaka allt og ekkert í dag,“ sagði Þórir. Nora er ekki sú eina af leikmönnum Evrópumótsins sem kvartar því það gerði hin danska Simone Petersen líka. „Ef þú dripplar boltanum og hittir staðinn þar sem flagan er þá getur boltinn breitt um stefnu og það er auðvitað mjög krefjandi,“ sagði Simone Petersen. „Það getur skipt miklu máli að eiga við svona óútreiknanlega bolta og það er mjög pirrandi,“ sagði Simone.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni