Sex þúsund argentínskir fótboltaáhugamenn á bannlista á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2022 23:30 Argentínskur stuðningsmaður. Getty/Marcelo Endelli Argentínumenn ætla að passa upp á það að argentínskar fótboltabullur verði hvergi sjáanlegar þegar heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar. Argentínska landsliðið er til alls líklegt á þessu síðasta heimsmeistaramóti snillingsins Lionel Messi og gríðarlegur áhugi er á landsliðinu í heimalandinu. Margir trúa því að eins og guð gaf Maradona mikilvægt mark á HM í Mexíkó þá sé komið að því að Messi uppskeri með því að landa langþráðum heimsmeistaratitli. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at #QatarWorldCup2022 https://t.co/YQ4689jaz3— Gulf News (@gulf_news) November 8, 2022 Stjórnvöld í Argentínu tilkynntu í gær að sex þúsund argentínskir fótboltáhugamenn væru komnir á bannlista á HM í Katar. Þeir mega ekki stíga fæti inn á leikvang í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Bannið nær ekki aðeins yfir bullurnar sem hafa verið með ofbeldi og annars konar óeirðir á fótboltaleikjum heldur einnig yfir þá skulda pening fyrir mat eða jafnvel skulda meðlög. „Ofbeldismennirnir eru bæði hér og í Katar. Við viljum koma með frið aftur inn í fótboltann og sjá til þess að ofbeldisseggirnir verði fyrir utan leikvanganna,“ sagði argentínski dómsmálaráðherrann Marcelo D'Alessandro í útvarpsviðtali. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at Qatar World Cup https://t.co/aICel1U7Lv pic.twitter.com/uMJ85Qmi6B— Reuters (@Reuters) November 8, 2022 Fólk sem hefur stundað ólöglegar sölur á götum eða skulda aðrar greiðslur til ríkisins er líka sett á bannlistann. Öryggismálaráðuneytið gekk frá samningi í júní við stjórnvöld í Katar um að útiloka ofbeldisseggina frá heimsmeistaramótinu. Helmingurinn af þessum sex þúsund eru svokallaðar "barrabravas" fótboltabullur en þeir mega heldur ekki mæta á leiki í Argentínu. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Argentínska landsliðið er til alls líklegt á þessu síðasta heimsmeistaramóti snillingsins Lionel Messi og gríðarlegur áhugi er á landsliðinu í heimalandinu. Margir trúa því að eins og guð gaf Maradona mikilvægt mark á HM í Mexíkó þá sé komið að því að Messi uppskeri með því að landa langþráðum heimsmeistaratitli. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at #QatarWorldCup2022 https://t.co/YQ4689jaz3— Gulf News (@gulf_news) November 8, 2022 Stjórnvöld í Argentínu tilkynntu í gær að sex þúsund argentínskir fótboltáhugamenn væru komnir á bannlista á HM í Katar. Þeir mega ekki stíga fæti inn á leikvang í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Bannið nær ekki aðeins yfir bullurnar sem hafa verið með ofbeldi og annars konar óeirðir á fótboltaleikjum heldur einnig yfir þá skulda pening fyrir mat eða jafnvel skulda meðlög. „Ofbeldismennirnir eru bæði hér og í Katar. Við viljum koma með frið aftur inn í fótboltann og sjá til þess að ofbeldisseggirnir verði fyrir utan leikvanganna,“ sagði argentínski dómsmálaráðherrann Marcelo D'Alessandro í útvarpsviðtali. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at Qatar World Cup https://t.co/aICel1U7Lv pic.twitter.com/uMJ85Qmi6B— Reuters (@Reuters) November 8, 2022 Fólk sem hefur stundað ólöglegar sölur á götum eða skulda aðrar greiðslur til ríkisins er líka sett á bannlistann. Öryggismálaráðuneytið gekk frá samningi í júní við stjórnvöld í Katar um að útiloka ofbeldisseggina frá heimsmeistaramótinu. Helmingurinn af þessum sex þúsund eru svokallaðar "barrabravas" fótboltabullur en þeir mega heldur ekki mæta á leiki í Argentínu.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira