Fótbolti

Stríðinn hrafn fluttur á Laugar­dals­völl

Þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta vill fullan völl þegar Ís­land tekur á móti Frakk­landi á nýju grasi á Laugar­dals­velli í næsta mánuði. Völlurinn verður klár, óvæntir eftir­lits­menn fylgjast með störfum vallar­starfs­manna og stríða þeim

Fótbolti

Bikarævintýri Fram heldur á­fram

Eftir að slá FH út í 32-liða úrslitum fór Fram til Akureyrar og lagði bikarmeistara KA. Fram er þar með komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á meðan lánlaust lið KA er úr leik.

Íslenski boltinn

Barcelona Spánar­meistari

Barcelona er Spánarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Espanyol. Það var við hæfi að Lamine Yamal, nýjasta ofurstjarna Börsunga, var allt í öllu með mark og stoðsendingu.

Fótbolti

„Elska að horfa á FH“

FH hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabils og er í 2. sæti Bestu deildar kvenna með þrettán stig eftir fimm umferðir. Í uppgjörsþætti Bestu markanna voru FH-ingar hlaðnir lofi.

Íslenski boltinn

Ís­lendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar

Fyrir mánuði síðan virtist Ajax svo gott sem búið að tryggja sér hollenska meistaratitilinn í fótbolta. Keppinautarnir í PSV höfðu játað sig sigraða. Við tók ævintýralegt, sögulega slæmt klúður Ajax-manna sem nú þurfa að treysta á hjálp Íslendinga í lokaumferðinni.

Fótbolti

Um­boðs­menn Huijsen mættir til Madrídar

Hinn tvítugi Dean Huijsen, miðvörður Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni, virðist vera á leið til Real Madrid, sem vill ganga frá félagaskiptum fyrir HM félagsliða. Umboðsmenn Huijsen eru sagðir mættir til Madrídar til að ganga frá samningum.

Fótbolti

Asencio verður á­kærður fyrir að dreifa barna­klámi

Raúl Asencio og þrír leikmenn sem spiluðu með honum í ungmennaliði Real Madrid, Ferran Ruiz, Andres Martin og Juan Rodriguez eru ásakaðir um að hafa í leyfisleysi tekið upp og dreift kynferðislegu myndefni af tveimur konum. Önnur þeirra var undir lögaldri. Rannsókn málsins er lokið og ákærur verða gefnar út á næstunni.

Fótbolti