Utan vallar: Kaupa aftur hlutabréf í Heimi í sögulegu lágmarki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 12:30 Eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum á fyrsta tímabili sínu með Val voru næstu tvö tímabil mikil vonbrigði. vísir/hulda margrét Síðast þegar FH keypti hlutabréfin í Heimi Guðjónssyni í sögulegu lágmarki reyndist það snilldarráð. En geta FH-ingar endurtekið leikinn? „Það er aðeins einn Heimir Guðjóns,“ kyrjuðu viðstaddir á enn einum samstöðufundinum í Kaplakrika þegar Heimir Guðjónsson gekk inn í salinn. Kóngurinn í Krikanum var kominn aftur. Líklega er enginn einstaklingur tengdur blómaskeiði FH með jafn sterkum hætti og Heimir. Hann var aðalpersónan í gullöld Fimleikafélagsins. Fyrst sem leikmaður, svo fyrirliði, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari. Heimir var hjá FH í sautján ár og á þeim tíma varð liðið átta sinnum Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, náði góðum árangri í Evrópukeppnum og endaði annað hvort í 1. eða 2. sæti fjórtán ár í röð. Heimir varð það á að enda í 3. sæti FH 2017 og var í kjölfarið rekinn. Sú ákvörðun reyndist ekki heillavænleg fyrir Fimleikafélagið. FH fékk aðeins 25 stig í 27 leikjum í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili.vísir/hulda margrét Síðan þá hefur FH aldrei verið í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og í sumar bjargaði liðið sér frá falli á markatölu. Aðeins eitt lið (Leiknir) fékk færri stig en FH í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það er af sem áður var. Fyrst í stað virtist Heimir spjara sig betur án FH en FH án Heimis. Hann vann tvo stóra titla á tveimur árum sem þjálfari HB í Færeyjum. Heimir var svo ráðinn til Vals og gerði liðið að Íslandsmeisturum á fyrsta tímabili. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið erfið fyrir Heimi. Þrátt fyrir fína byrjun 2021 þótti spilamennska Valsmanna ekki góð og loftið fór svo hressilega úr blöðrunni undir lok tímabilsins. Heimir fékk samt að halda áfram með Val en tókst ekki að snúa genginu við og var látinn taka pokann sinn um miðjan júlí. Heimir hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla allra þjálfara í seinni tíð.vísir/hulda margrét Miðað við umræðuna mætti halda að Heimir sé orðin hálfgerð risaeðla sem hafi verið skilin eftir af mönnum á borð við Arnari Gunnlaugssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Samt eru bara tvö ár síðan lið Heimis varð Íslandsmeistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann hefur þjálfað í efstu deild á Íslandi í þrettán tímabil og orðið meistari á sex þeirra. Og það er ekki eins og þessir titlar hafi unnist áður en litasjónvarpið kom til sögunnar. En hlutabréfin í Heimi hafa sennilega ekki verið jafn lág og eftir tímabilið 1999. Þá tók FH sénsinn og keypti og það breytti sögu félagsins. FH-ingar vonast eftir svipaðri niðurstöðu núna. Fréttin um að Heimir Guðjónsson væri á leið til FH fékk ekki stórt pláss á íþróttasíðum íslensku blaðanna. En þetta reyndust mikilvægustu félagaskipti í sögu FH.úrklippa úr dv 6. janúar 2000 Staða FH hefur samt líklega heldur ekki verið jafn slæm og síðan um aldamótin. FH-ingar voru vandræðalega slakir í sumar, unnu aðeins einn útileik, ekkert lið sem var í efri hlutanum og héldu sér uppi á markatölu eins og áður sagði. Eftir að hafa verið með tvo þjálfara á árunum 2003-17 hefur FH skipt sex sinnum um þjálfara á síðustu þremur árum. Leikmannahópurinn er líka skringilega samsettur eins og margoft hefur verið fjallað um. Í honum er bara leikmenn sem voru einu sinni góðir og svo leikmenn sem verða (kannski) góðir í framtíðinni. Enginn í hópnum er á toppaldri. Svo eru það blessuðu endurkomurnar sem eru ekki alltaf góð hugmynd og hafa heppnast misvel. Fyrir hverja 2003 endurkomu hjá Ólafi Jóhannessyni er George Kirby endurkoma 1990. En tilfinningin er að FH og Heimir Guðjónsson þurfi á hvort öðru að halda á þessum tíma. Eftir skilnað taki þau saman aftur, barnanna vegna. Það getur farið í allar áttir en það er þess virði að láta á það reyna. Besta deild karla FH Utan vallar Hafnarfjörður Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
„Það er aðeins einn Heimir Guðjóns,“ kyrjuðu viðstaddir á enn einum samstöðufundinum í Kaplakrika þegar Heimir Guðjónsson gekk inn í salinn. Kóngurinn í Krikanum var kominn aftur. Líklega er enginn einstaklingur tengdur blómaskeiði FH með jafn sterkum hætti og Heimir. Hann var aðalpersónan í gullöld Fimleikafélagsins. Fyrst sem leikmaður, svo fyrirliði, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari. Heimir var hjá FH í sautján ár og á þeim tíma varð liðið átta sinnum Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, náði góðum árangri í Evrópukeppnum og endaði annað hvort í 1. eða 2. sæti fjórtán ár í röð. Heimir varð það á að enda í 3. sæti FH 2017 og var í kjölfarið rekinn. Sú ákvörðun reyndist ekki heillavænleg fyrir Fimleikafélagið. FH fékk aðeins 25 stig í 27 leikjum í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili.vísir/hulda margrét Síðan þá hefur FH aldrei verið í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og í sumar bjargaði liðið sér frá falli á markatölu. Aðeins eitt lið (Leiknir) fékk færri stig en FH í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það er af sem áður var. Fyrst í stað virtist Heimir spjara sig betur án FH en FH án Heimis. Hann vann tvo stóra titla á tveimur árum sem þjálfari HB í Færeyjum. Heimir var svo ráðinn til Vals og gerði liðið að Íslandsmeisturum á fyrsta tímabili. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið erfið fyrir Heimi. Þrátt fyrir fína byrjun 2021 þótti spilamennska Valsmanna ekki góð og loftið fór svo hressilega úr blöðrunni undir lok tímabilsins. Heimir fékk samt að halda áfram með Val en tókst ekki að snúa genginu við og var látinn taka pokann sinn um miðjan júlí. Heimir hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla allra þjálfara í seinni tíð.vísir/hulda margrét Miðað við umræðuna mætti halda að Heimir sé orðin hálfgerð risaeðla sem hafi verið skilin eftir af mönnum á borð við Arnari Gunnlaugssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Samt eru bara tvö ár síðan lið Heimis varð Íslandsmeistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann hefur þjálfað í efstu deild á Íslandi í þrettán tímabil og orðið meistari á sex þeirra. Og það er ekki eins og þessir titlar hafi unnist áður en litasjónvarpið kom til sögunnar. En hlutabréfin í Heimi hafa sennilega ekki verið jafn lág og eftir tímabilið 1999. Þá tók FH sénsinn og keypti og það breytti sögu félagsins. FH-ingar vonast eftir svipaðri niðurstöðu núna. Fréttin um að Heimir Guðjónsson væri á leið til FH fékk ekki stórt pláss á íþróttasíðum íslensku blaðanna. En þetta reyndust mikilvægustu félagaskipti í sögu FH.úrklippa úr dv 6. janúar 2000 Staða FH hefur samt líklega heldur ekki verið jafn slæm og síðan um aldamótin. FH-ingar voru vandræðalega slakir í sumar, unnu aðeins einn útileik, ekkert lið sem var í efri hlutanum og héldu sér uppi á markatölu eins og áður sagði. Eftir að hafa verið með tvo þjálfara á árunum 2003-17 hefur FH skipt sex sinnum um þjálfara á síðustu þremur árum. Leikmannahópurinn er líka skringilega samsettur eins og margoft hefur verið fjallað um. Í honum er bara leikmenn sem voru einu sinni góðir og svo leikmenn sem verða (kannski) góðir í framtíðinni. Enginn í hópnum er á toppaldri. Svo eru það blessuðu endurkomurnar sem eru ekki alltaf góð hugmynd og hafa heppnast misvel. Fyrir hverja 2003 endurkomu hjá Ólafi Jóhannessyni er George Kirby endurkoma 1990. En tilfinningin er að FH og Heimir Guðjónsson þurfi á hvort öðru að halda á þessum tíma. Eftir skilnað taki þau saman aftur, barnanna vegna. Það getur farið í allar áttir en það er þess virði að láta á það reyna.
Besta deild karla FH Utan vallar Hafnarfjörður Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn