Eftir að hafa spilað með KR í fimmtán ár gekk Óskar í raðir Stjörnuna fyrir síðasta tímabil. Hann átti ekki fast sæti í liði Garðbæinga en spilaði 26 leiki í deild og bikar með Stjörnunni og skoraði þrjú mörk.
Auk Óskars hafa Einar Karl Ingvarsson og Ólafur Karl Finsen yfirgefið Stjörnuna sem endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar á nýafstöðnu tímabili.
Óskar, sem er 38 ára, hefur leikið 373 leiki í efstu deild og skorað 88 mörk. Hann bætti leikjamet Birkis Kristinssonar í efstu deild fyrir tveimur árum. Óskar er bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu KR.
Óskar varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari með KR. Þar áður lék hann með Njarðvík og Grindavík. Hann spilaði einnig um tíma sem atvinnumaður í Noregi og Kanada.

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.