Ætlaði alls ekki að verða þjálfari en er nú tekinn við uppeldisfélaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 14:06 Ásgeir Örn Hallgrímsson er orðinn þjálfari hjá uppeldisfélaginu. stöð 2 sport Þótt Haukar hafi áður leitað til Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar segir hann að nú hafi hann ekki getað sagt nei við uppeldisfélagið. Haukar tilkynntu í hádeginu að Ásgeir hefði verið ráðinn þjálfari liðsins í stað Rúnars Sigtryggssonar sem er farinn til Leipzig í Þýskalandi. Samningur Ásgeirs við Hauka gildir til 2025. „Mér fannst þetta tækifæri sem var erfitt að hafna og ætla að taka þetta að mér,“ sagði Ásgeir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem möguleikinn á að taka við Haukum hefur verið viðraður við Ásgeir. „Það voru óformlegar þreifingar áður. Ég er svo sem að þjálfa 7. flokk þarna svo ég er þjálfari í félaginu nú þegar. Svo var þetta aðeins öðruvísi núna. Þjálfaradraumurinn hjá mér hefur vaxið undanfarið, sérstaklega síðasta ár. Eftir að ferlinum lauk ætlaði ég alls ekki að vera þjálfari og fannst það ekkert spennandi. En þetta hefur aukist og að þjálfa uppeldisfélagið er eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn Aðeins tvö ár eru síðan hann lagði skóna á hilluna og hann hefur því spilað með leikmönnum sem skipa Haukaliðið í dag. „Örugglega verður það skrítið fyrir þá og mig til að byrja með. En ég held að við venjumst því fljótt og komum því í faglegan farveg,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir að Haukar hafi tapað með samtals tólf marka mun fyrir liði frá Kýpur um helgina og séu í 10. sæti Olís-deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti hefur Ásgeir mikla trú á sínum mönnum. „Þetta er frábært lið og frábærir einstaklingar sem eru fáránlega góðir í handbolta. Liðið á svakalega mikið inni. Ef þú ætlar einhvern tímann að vera í 10. sæti er það ágætt á þessum tíma því nú liggur leiðin bara upp. Við ætlum að líta vel hressilega inn á við og vinna í okkar málum. Við förum upp töfluna. Það er engin spurning,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á viðtalið við Ásgeir í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Haukar tilkynntu í hádeginu að Ásgeir hefði verið ráðinn þjálfari liðsins í stað Rúnars Sigtryggssonar sem er farinn til Leipzig í Þýskalandi. Samningur Ásgeirs við Hauka gildir til 2025. „Mér fannst þetta tækifæri sem var erfitt að hafna og ætla að taka þetta að mér,“ sagði Ásgeir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem möguleikinn á að taka við Haukum hefur verið viðraður við Ásgeir. „Það voru óformlegar þreifingar áður. Ég er svo sem að þjálfa 7. flokk þarna svo ég er þjálfari í félaginu nú þegar. Svo var þetta aðeins öðruvísi núna. Þjálfaradraumurinn hjá mér hefur vaxið undanfarið, sérstaklega síðasta ár. Eftir að ferlinum lauk ætlaði ég alls ekki að vera þjálfari og fannst það ekkert spennandi. En þetta hefur aukist og að þjálfa uppeldisfélagið er eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn Aðeins tvö ár eru síðan hann lagði skóna á hilluna og hann hefur því spilað með leikmönnum sem skipa Haukaliðið í dag. „Örugglega verður það skrítið fyrir þá og mig til að byrja með. En ég held að við venjumst því fljótt og komum því í faglegan farveg,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir að Haukar hafi tapað með samtals tólf marka mun fyrir liði frá Kýpur um helgina og séu í 10. sæti Olís-deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti hefur Ásgeir mikla trú á sínum mönnum. „Þetta er frábært lið og frábærir einstaklingar sem eru fáránlega góðir í handbolta. Liðið á svakalega mikið inni. Ef þú ætlar einhvern tímann að vera í 10. sæti er það ágætt á þessum tíma því nú liggur leiðin bara upp. Við ætlum að líta vel hressilega inn á við og vinna í okkar málum. Við förum upp töfluna. Það er engin spurning,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á viðtalið við Ásgeir í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni