Stelpurnar mættu mun betur og fengu gullskóinn, gullhanskann og gullboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Jasmín Erla Ingadóttir með verðlaun sín. Instagram/@bestadeildin Íslenskur Toppfótbolti gerði upp fyrstu Bestu deildina með nýjum verðlaunum og þau voru afhent á dögunum. Í fyrsta sinn voru opinber verðlaun hjá deildinni fyrir bæði stoðsendingar og bestu tölfræði markvarðar. Verðlaunin voru að sjálfsögðu veitt fyrir bæði Bestu deild karla og Bestu deild kvenna en þau eru afhenti í samvinnu við Nike á Íslandi. Markahæstu leikmennirnir fá afhentan NIKE gullskó, Bestu markmennirnir fá gullhanska NIKE og leikmenn með flestar stoðsendingar fá gullbolta NIKE. Á samfélagsmiðlum Bestu deildarinnar má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Stelpurnar voru með hundrað prósent mætingu en það vantaði aftur á móti tvo af þremur hjá strákunum en þeir fá verðlaun sín afhent seinna. Adam Ægir Pálsson, fyrsti handhafi gullbolta NIKE, lét sig ekki vanta. KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með sautján mörk en hann var ekki á svæðinu enda upptekinn í atvinnumennsku með belgíska félaginu Beerschot. Guðmundur Magnússon skoraði jafnmörg mörk en missir af skónum af því að hann spilaði fleiri leiki. Hann fær heldur ekki silfurskó því menn eru hættir að afhenta silfur- og bronsskó. Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir var markahæst í Bestu deild kvenna með ellefu mörk eða tveimur fleiri en þær Danielle Julia Marcano, Katrín Ásbjörnsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir Stjarnan. Valskonan Sandra Sigurðardóttir var besti markvörður Bestu deildar kvenna en hún fékk aðeins 9 mörk á sig í 17 leikjum og hélt níu sinnum marki sínu hreinu. Blikinn Anton Ari Einarsson var besti markvörður Bestu deildar karla en hann fékk 27 mörk á sig í 27 leikjum og hélt Blikamarkinu tólf sinnum hreinu. Valskonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild kvenna eða tíu sem var einni fleiri en liðsfélagi sinn Ásdís Karen Halldórsdóttir og tveimur fleiri en Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir. Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild karla eða þrettán sem var einni fleiri en þeir Tiago Fernandes hjá Fram og Höskuldur Gunnlaugsson hjá Breiðabliki. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Í fyrsta sinn voru opinber verðlaun hjá deildinni fyrir bæði stoðsendingar og bestu tölfræði markvarðar. Verðlaunin voru að sjálfsögðu veitt fyrir bæði Bestu deild karla og Bestu deild kvenna en þau eru afhenti í samvinnu við Nike á Íslandi. Markahæstu leikmennirnir fá afhentan NIKE gullskó, Bestu markmennirnir fá gullhanska NIKE og leikmenn með flestar stoðsendingar fá gullbolta NIKE. Á samfélagsmiðlum Bestu deildarinnar má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Stelpurnar voru með hundrað prósent mætingu en það vantaði aftur á móti tvo af þremur hjá strákunum en þeir fá verðlaun sín afhent seinna. Adam Ægir Pálsson, fyrsti handhafi gullbolta NIKE, lét sig ekki vanta. KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með sautján mörk en hann var ekki á svæðinu enda upptekinn í atvinnumennsku með belgíska félaginu Beerschot. Guðmundur Magnússon skoraði jafnmörg mörk en missir af skónum af því að hann spilaði fleiri leiki. Hann fær heldur ekki silfurskó því menn eru hættir að afhenta silfur- og bronsskó. Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir var markahæst í Bestu deild kvenna með ellefu mörk eða tveimur fleiri en þær Danielle Julia Marcano, Katrín Ásbjörnsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir Stjarnan. Valskonan Sandra Sigurðardóttir var besti markvörður Bestu deildar kvenna en hún fékk aðeins 9 mörk á sig í 17 leikjum og hélt níu sinnum marki sínu hreinu. Blikinn Anton Ari Einarsson var besti markvörður Bestu deildar karla en hann fékk 27 mörk á sig í 27 leikjum og hélt Blikamarkinu tólf sinnum hreinu. Valskonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild kvenna eða tíu sem var einni fleiri en liðsfélagi sinn Ásdís Karen Halldórsdóttir og tveimur fleiri en Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir. Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson gaf flestar stoðsendingar í Bestu deild karla eða þrettán sem var einni fleiri en þeir Tiago Fernandes hjá Fram og Höskuldur Gunnlaugsson hjá Breiðabliki. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin)
Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira