„Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 12:00 Ragnar Hermannsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, ræðir við sínar stelpur í leikhléi. Vísir/Diego Seinni bylgjan tók sérstaklega fyrir þjálfara Haukakvenna í síðasta þætti sínum en það leit út fyrir að reynsluboltinn Ragnar Hermannsson hefði verið allt of seinn að bregðast við þegar Haukar misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik. Haukakonur hafa verið inn í flestum leikjum í Olís deild kvenna í vetur og oft tapað naumlega en að þessu sinni létu þær Stjörnuvagninn keyra yfir sig eftir hálfleik. Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks, komst fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, og vann síðan fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins, 10-2. Ragnar tók ekki leikhlé fyrr en þegar tíu mínútur voru eftir og Haukaliðið tíu mörkum undir, 30-20. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar vildi frá að vita hvort þjálfarinn Einar Jónsson hefði ekki alltaf tekið leikhléið miklu fyrr. „Ég myndi halda það að það hefði kannski verið rétt. Voru þetta ekki nánast tíu mörk í röð. Þær eru bara í basli og þeim vantaði einhverja hjálp,“ sagði Einar Jónsson. Verður að stöðva blæðinguna „Það eru tíu mínútur eftir af leiknum, þær tíu mörkum undir, og þá tekur hann allt í einu leikhlé,“ skaut Svava Kristín inn í. „Þetta er engin spurning. Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum. Þetta hefði átt að koma miklu miklu fyrr. Þú verður að stöðva blæðinguna. Þetta er orðið allt of stórt forskot og þú ert ekki að fara að saxa á þetta forskot á móti Stjörnunni eða ekki neinu liði,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Það er bara galið að vera ekki búinn að taka leikhlé og ég er ekki þjálfari Einar,“ bætti Sigurlaug við. Þetta er svo ungt lið „Þetta er svo ungt lið og með mjög ungan leikstjórnanda [ Elín Klara Þorkelsdóttir]. Hún getur ekki verið að rúlla þessu og svo ertu með Natösjö [Hammer] þarna og hún er líka mjög ung. Hún spilaði mjög vel í þessum leik. Þú verður að reyna að hjálpa leikmönnunum eitthvað,“ sagði Einar. Svava benti á að Stjörnukonum tókst að loka vel á Elínu Klöru. „Ragnar gefur það út í byrjun tímabilsins að hann sé með breytingar og þegar þú ert með breytingar þá tekur það alltaf tíma. Þegar það kemur svona katastrófa þá þarftu einhvern veginn að stoppa þetta. Hann þarf að stoppa og sjá hvort ekki sé hægt að búa til einhverjar aðrar breytingar til þess að stoppa þessa blæðingu. Það er aðalmálið því þær eiga ekki séns eftir þetta,“ sagði Sigurlaug. Það má horfa á allt spjallið um Hauka og þjálfarann þeirra hér fyrir neðan en þar svarar Ragnar því af hverju hann tók ekki leikhlé. Klippa: Seinni bylgjan: Þegar ungu Haukastelpurnar áttu að bjarga sér sjálfar Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira
Haukakonur hafa verið inn í flestum leikjum í Olís deild kvenna í vetur og oft tapað naumlega en að þessu sinni létu þær Stjörnuvagninn keyra yfir sig eftir hálfleik. Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks, komst fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, og vann síðan fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins, 10-2. Ragnar tók ekki leikhlé fyrr en þegar tíu mínútur voru eftir og Haukaliðið tíu mörkum undir, 30-20. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar vildi frá að vita hvort þjálfarinn Einar Jónsson hefði ekki alltaf tekið leikhléið miklu fyrr. „Ég myndi halda það að það hefði kannski verið rétt. Voru þetta ekki nánast tíu mörk í röð. Þær eru bara í basli og þeim vantaði einhverja hjálp,“ sagði Einar Jónsson. Verður að stöðva blæðinguna „Það eru tíu mínútur eftir af leiknum, þær tíu mörkum undir, og þá tekur hann allt í einu leikhlé,“ skaut Svava Kristín inn í. „Þetta er engin spurning. Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum. Þetta hefði átt að koma miklu miklu fyrr. Þú verður að stöðva blæðinguna. Þetta er orðið allt of stórt forskot og þú ert ekki að fara að saxa á þetta forskot á móti Stjörnunni eða ekki neinu liði,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Það er bara galið að vera ekki búinn að taka leikhlé og ég er ekki þjálfari Einar,“ bætti Sigurlaug við. Þetta er svo ungt lið „Þetta er svo ungt lið og með mjög ungan leikstjórnanda [ Elín Klara Þorkelsdóttir]. Hún getur ekki verið að rúlla þessu og svo ertu með Natösjö [Hammer] þarna og hún er líka mjög ung. Hún spilaði mjög vel í þessum leik. Þú verður að reyna að hjálpa leikmönnunum eitthvað,“ sagði Einar. Svava benti á að Stjörnukonum tókst að loka vel á Elínu Klöru. „Ragnar gefur það út í byrjun tímabilsins að hann sé með breytingar og þegar þú ert með breytingar þá tekur það alltaf tíma. Þegar það kemur svona katastrófa þá þarftu einhvern veginn að stoppa þetta. Hann þarf að stoppa og sjá hvort ekki sé hægt að búa til einhverjar aðrar breytingar til þess að stoppa þessa blæðingu. Það er aðalmálið því þær eiga ekki séns eftir þetta,“ sagði Sigurlaug. Það má horfa á allt spjallið um Hauka og þjálfarann þeirra hér fyrir neðan en þar svarar Ragnar því af hverju hann tók ekki leikhlé. Klippa: Seinni bylgjan: Þegar ungu Haukastelpurnar áttu að bjarga sér sjálfar
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira