Öruggir sigrar hjá Svíum og Hollendingum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 18:30 Sænska liðið missti af sæti í undanúrslitum. Vísir/Getty Svíar og Hollendingar unnu örugga sigra í leikjum sínum í lokaumferð milliriðla á Evrópumótinu í handknattleik. Hvorugt liðið á möguleika á því að komast í undanúrslit keppninnar. Fyrir leikina í dag var ljóst að hvorugt liðanna ætti möguleika á að ná sæti í undanúrslitum mótsins. Von Svía dó endanlega eftir sigur Ungverja á Slóvenum í dag en með sigri Slóvena í þeim leik og sigri Noregs gegn Dönum í kvöld hefðu Svíar farið áfram. Það var þó ekki að sjá að það hefði áhrif á Svía því liðið vann nokkuð þægilegan sigur á Króötum í leik sem lauk rétt í þessu. Sænsku stelpurnar tóku frumkvæðið snemma og náðu mest níu marka forskoti í fyrri hálfleik. Króatar bitu aðeins frá sér undir lokin en voru þó aldrei nálægt því að ógna sænska liðinu að ráði. Lokatölur 31-27 en með sigrinum tryggðu Svíar sér þriðja sætið í A-riðli og sæti í leik um 5.sætið á EM. Sigur þar eykur möguleika á sæti á handknattleikskeppni næstu Ólympíuleika. Nathalie Hagman skoraði átta mörk fyrir Svía og Tina Petika sex fyrir Króatíu. Hollenska liðið fer ekki í undanúrslit EM.Vísir/Getty Einnig er nýlokið leik Hollands gegn Svartfjallalandi. Leikurinn hafði litla þýðingu, Svartfellingar voru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum en með sigri gat Holland tryggt sér leikinn um 5.sætið. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en góður endasprettur Hollendinga í fyrri hálfleik tryggði þeim sex marka forskot í hálfleik. Staðan þá 20-14. Í síðari hálfleik keyrðu Hollendingar síðan yfir Svartfellinga. Hollenska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleik gegn aðeins níu mörkum Svartfjallalands og tryggði sér ótrúlegan sautján marka sigur, lokatölur 42-25. Markahæst hjá Hollendingum var Inger Smits með sjö mörk og þær Laura Van Der Heijden og Meril Freriks skoruðu sex mörk. Djurdjina Jaukovic var langmarkahæst hjá Svartfjallalandi með ellefu mörk. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira
Fyrir leikina í dag var ljóst að hvorugt liðanna ætti möguleika á að ná sæti í undanúrslitum mótsins. Von Svía dó endanlega eftir sigur Ungverja á Slóvenum í dag en með sigri Slóvena í þeim leik og sigri Noregs gegn Dönum í kvöld hefðu Svíar farið áfram. Það var þó ekki að sjá að það hefði áhrif á Svía því liðið vann nokkuð þægilegan sigur á Króötum í leik sem lauk rétt í þessu. Sænsku stelpurnar tóku frumkvæðið snemma og náðu mest níu marka forskoti í fyrri hálfleik. Króatar bitu aðeins frá sér undir lokin en voru þó aldrei nálægt því að ógna sænska liðinu að ráði. Lokatölur 31-27 en með sigrinum tryggðu Svíar sér þriðja sætið í A-riðli og sæti í leik um 5.sætið á EM. Sigur þar eykur möguleika á sæti á handknattleikskeppni næstu Ólympíuleika. Nathalie Hagman skoraði átta mörk fyrir Svía og Tina Petika sex fyrir Króatíu. Hollenska liðið fer ekki í undanúrslit EM.Vísir/Getty Einnig er nýlokið leik Hollands gegn Svartfjallalandi. Leikurinn hafði litla þýðingu, Svartfellingar voru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum en með sigri gat Holland tryggt sér leikinn um 5.sætið. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en góður endasprettur Hollendinga í fyrri hálfleik tryggði þeim sex marka forskot í hálfleik. Staðan þá 20-14. Í síðari hálfleik keyrðu Hollendingar síðan yfir Svartfellinga. Hollenska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleik gegn aðeins níu mörkum Svartfjallalands og tryggði sér ótrúlegan sautján marka sigur, lokatölur 42-25. Markahæst hjá Hollendingum var Inger Smits með sjö mörk og þær Laura Van Der Heijden og Meril Freriks skoruðu sex mörk. Djurdjina Jaukovic var langmarkahæst hjá Svartfjallalandi með ellefu mörk.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira