„Manni líður eins og maður sé bara heima“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 22:47 Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson á Lauga-Ási Vísir/Egill „Tíminn er bara kominn. Það tekur allt sinn endi,“ segir Ragnar Guðmundsson stofnandi veitingastaðarins Lauga-Ás á Laugarásvegi í Reykjavík en staðnum verður lokað í næsta mánuði. Lauga-Ás hefur verið starfræktur síðan árið 1979 og hafa fastagestir staðarins tekið þessum tíðindum óstinnt upp. „Nú er minn tími kominn. Ég verð að hætta. Mig langar að hætta á toppnum,“ sagði Ragnar í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ragnar er nú orðinn áttræður og segir að margt standi upp úr eftir 43 ár í rekstri og þá ekki síst dásamlegt starfsfólk. Ákvörðunin um að skella í lás hefur fengið misjöfn viðbrögð. „Yfirleitt eru allir mjög óhressir með að við séum að fara að loka,“ segir Ragnar sem sjálfur er sáttur við ákvörðunina og hyggst hafa opið fram að Þorláksmessu. „Ég er ánægður og allir kúnnar ánægðir, hvað á maður að gera meira?“ Sorgardagur hjá mörgum Torfi Vestmann er einn af fastakúnnum Lauga-Ás og var að gæða sér á dýrindis vínarsnitsel þegar fréttastofa tók hann tali. Hann er allt annað en sáttur við væntanlega lokun og telur daginn vera sorgardag hjá íslensku þjóðinni. „Mér finnst þetta bara mjög slæm ákvörðun. Við erum búin að koma hérna í áraraðir með fjölskylduna og börnin og ég er bara að vona að þeir skipti um skoðun. Og ég bið þá um það, með kveðju frá þjóðinni.“ En hvað skyldi það vera sem stendur upp úr eftir öll þessi ár? „Geggjaður matur, frábær þjónusta, yndislegt starfsfólk, og bara einhvern veginn andinn í húsinu, manni líður eins og maður sé bara heima. Annað heimili.“ Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
„Nú er minn tími kominn. Ég verð að hætta. Mig langar að hætta á toppnum,“ sagði Ragnar í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ragnar er nú orðinn áttræður og segir að margt standi upp úr eftir 43 ár í rekstri og þá ekki síst dásamlegt starfsfólk. Ákvörðunin um að skella í lás hefur fengið misjöfn viðbrögð. „Yfirleitt eru allir mjög óhressir með að við séum að fara að loka,“ segir Ragnar sem sjálfur er sáttur við ákvörðunina og hyggst hafa opið fram að Þorláksmessu. „Ég er ánægður og allir kúnnar ánægðir, hvað á maður að gera meira?“ Sorgardagur hjá mörgum Torfi Vestmann er einn af fastakúnnum Lauga-Ás og var að gæða sér á dýrindis vínarsnitsel þegar fréttastofa tók hann tali. Hann er allt annað en sáttur við væntanlega lokun og telur daginn vera sorgardag hjá íslensku þjóðinni. „Mér finnst þetta bara mjög slæm ákvörðun. Við erum búin að koma hérna í áraraðir með fjölskylduna og börnin og ég er bara að vona að þeir skipti um skoðun. Og ég bið þá um það, með kveðju frá þjóðinni.“ En hvað skyldi það vera sem stendur upp úr eftir öll þessi ár? „Geggjaður matur, frábær þjónusta, yndislegt starfsfólk, og bara einhvern veginn andinn í húsinu, manni líður eins og maður sé bara heima. Annað heimili.“
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent