Hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Veðmál í gangi hjá KA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 13:31 Hilmar Bjarki Gíslason, Dagur Árni Heimisson og Skarphéðinn Ívar Einarsson eru ungir strákar sem fá að spila hjá KA. S2 Sport Stefán Árni Pálsson og Ingvi Þór Sæmundsson fóru saman yfir umferð helgarinnar í Olís deild karla í handbolta í nýjasta hlaðvarpþætti Seinni bylgjunnar. Tíunda umferðin hefst annað kvöld með leik Vals og Stjörnunnar og klárast síðan með tveimur leikjum á mánudagskvöldið. Fjórir leikir verða sýndir beint á stöðvum Stöð 2 Sport en það eru leikir Vals og Stjörnunnar á föstudaginn (Kl. 19.30), leikur Fram og KA annars vegar (Kl. 16.15) og leikur Hauka og ÍBV hins vegar (Kl. 17.30) á laugardaginn og loks leiksins Aftureldingar og Selfoss á mánudagskvöldið (Kl. 19.30). „Níunda umferðin var algjörlega geggjuð. Leikur Selfoss og Stjörnunnar var ekki spennandi en aðrir leikir voru frekar frábærir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunarinnar um tíundu umferðina. „Enn og aftur fullt af útisigrum. Heimavöllurinn ekki að gefa mikið í deildinni. Þetta lítur mjög vel út og hefur verið mjög skemmtilegt hingað til,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson. Stefán Árni og Ingvi fóru yfir alla leiki umferðarinnar og þar á meðal leik Fram og KA sem hefst klukkan 16.15 á laugardaginn. „Á laugardaginn þá erum við með flottan leik á Stöð 2 Sport á milli Fram og KA klukkan fjögur á laugardegi. Framarar voru í basli á móti Herði í síðasta leik og KA-menn eru bara í basli yfirleitt,“ sagði Stefán Árni. „Ég skil KA-menn. Þeir eru með ákveðið veðmál í gangi. Í staðinn fyrir að spila á fínum leikmönnum eins og Patreki og Arnóri Ísaki þá eru þeir að spila á leikmönnum sem eru mjög ungir en geta orðið mjög góðir. Dagur Árni, Hilmar á línunni og Skarphéðinn. Ég er hrifinn af þessu í staðinn fyrir að vera í einhverri meðalmennsku að taka bara þetta ár, það geta komið vaxtarverkir en ég held að þetta geti líka orðið gott til framtíðar,“ sagði Ingvi. „Bara fjárfesting,“ skaut Stefán inn í. „Þetta er fjárfesting til framtíðar og svo verður KA að hætta að hugsa þannig að það lagist allt þegar Óli Gúst kemur aftur. Við vitum ekki hvenær hann kemur aftur og í hvernig ástandi hann verður. Svo meiðist hann alltaf fljótt eftir að hann kemur til baka,“ sagði Ingvi. Það má hlusta á þá félaga fara yfir alla leikina hér fyrir ofan. Seinni bylgjan fylgist vel með öllum leikjunum og gerir svo umferðina upp á mánudagskvöldið. Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira
Tíunda umferðin hefst annað kvöld með leik Vals og Stjörnunnar og klárast síðan með tveimur leikjum á mánudagskvöldið. Fjórir leikir verða sýndir beint á stöðvum Stöð 2 Sport en það eru leikir Vals og Stjörnunnar á föstudaginn (Kl. 19.30), leikur Fram og KA annars vegar (Kl. 16.15) og leikur Hauka og ÍBV hins vegar (Kl. 17.30) á laugardaginn og loks leiksins Aftureldingar og Selfoss á mánudagskvöldið (Kl. 19.30). „Níunda umferðin var algjörlega geggjuð. Leikur Selfoss og Stjörnunnar var ekki spennandi en aðrir leikir voru frekar frábærir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í upphafi umfjöllunarinnar um tíundu umferðina. „Enn og aftur fullt af útisigrum. Heimavöllurinn ekki að gefa mikið í deildinni. Þetta lítur mjög vel út og hefur verið mjög skemmtilegt hingað til,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson. Stefán Árni og Ingvi fóru yfir alla leiki umferðarinnar og þar á meðal leik Fram og KA sem hefst klukkan 16.15 á laugardaginn. „Á laugardaginn þá erum við með flottan leik á Stöð 2 Sport á milli Fram og KA klukkan fjögur á laugardegi. Framarar voru í basli á móti Herði í síðasta leik og KA-menn eru bara í basli yfirleitt,“ sagði Stefán Árni. „Ég skil KA-menn. Þeir eru með ákveðið veðmál í gangi. Í staðinn fyrir að spila á fínum leikmönnum eins og Patreki og Arnóri Ísaki þá eru þeir að spila á leikmönnum sem eru mjög ungir en geta orðið mjög góðir. Dagur Árni, Hilmar á línunni og Skarphéðinn. Ég er hrifinn af þessu í staðinn fyrir að vera í einhverri meðalmennsku að taka bara þetta ár, það geta komið vaxtarverkir en ég held að þetta geti líka orðið gott til framtíðar,“ sagði Ingvi. „Bara fjárfesting,“ skaut Stefán inn í. „Þetta er fjárfesting til framtíðar og svo verður KA að hætta að hugsa þannig að það lagist allt þegar Óli Gúst kemur aftur. Við vitum ekki hvenær hann kemur aftur og í hvernig ástandi hann verður. Svo meiðist hann alltaf fljótt eftir að hann kemur til baka,“ sagði Ingvi. Það má hlusta á þá félaga fara yfir alla leikina hér fyrir ofan. Seinni bylgjan fylgist vel með öllum leikjunum og gerir svo umferðina upp á mánudagskvöldið.
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira