Þórir tók Evrópumetið af Bengt og Breivik og heimsmetið af Onesta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 10:01 Þórir Hergeirsson er sá sigursæltasti af landsliðsþjálfurum á stórmótum í handbolta. AP/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson tók til sína alls konar met með frábærum árangri sínum á Evrópumóti kvenna í handbolta sem lauk í gær. Þórir gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fimmta sinn í gær þegar Noregur vann 27-25 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Norska liðið var fjórum mörkum undir, 18-22, þegar seinni hálfleikur var um það til hálfnaður en vann síðustu sextán mínútur leiksins 9-3 og tryggði sér gullið. Þórir bætti með þessu Evrópumet sem var áður í eigu tveggja kunna þjálfara en fyrir þetta mót var Þórir jafn þeim Bengt Johansson og Marit Breivik. Bengt Johansson gerði sænska karlalandsliðið fjórum sinnum að Evrópumeisturum frá 1994 til 2002 en sænska landsliðið vann fjögur af fyrstu fimm Evrópumótum karla. Marit Breivik jafnaði afrek Bengt þegar hún gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fjórða sinn árið 2008. Það var jafnframt hennar síðasta mót með norska liðið. Þórir hafði verið aðstoðarþjálfari Breivik frá 2001 og tók því beinan þátt í að vinna þrjú af þessum Evrópumótagullum. Þórir jafnaði met þeirra Bengt og Breivik fyrir tveimur árum og bætti það í gær þegar norsku stelpurnar vörðu Evrópumeistaratitilinn sinn. Þetta voru líka fjórtándu verðlaun norska kvennalandsliðsins á stórmótum undir stjórn Þóris og með því fór hann fram úr verðlaunasafni umræddar Marit Breivik. Á meðan níu af fjórtán verðlaunum Þóris hafa verið gull þá voru bara sex af þrettán verðlaunum norska liðsins undir stjórn Breivik gullverðlaun. Þórir er nú sá þjálfari sem hefur unnið flest gullverðlaun á stórmótum eða níu. Þórir fór nefnilega fram úr Frakkanum Claude Oneste sem vann átta gullverðlaun sem þjálfari franska landsliðsins frá 2001 til 2016. Norsku stelpurnar fagna sigri með því að lyfta Evrópubikarnum í gær.AP/Zsolt Czegledi Flestir Evrópumeistaratitlar þjálfara: 5 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs 2010, 2014, 2016, 2020, 2022) 4 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar 1994, 1998, 2000 og 2002) 4 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs 1998, 2004, 2006, 2008) 3 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands 2006, 2010 og 2014) - Flest gullverðlaun þjálfara á stórmótum: 9 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs á HM (3), EM (5) og ÓL (1)) 8 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands á HM (3), EM (3) og ÓL (2)) 6 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar á HM (2) og EM (4)) 6 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) 6 - Ulrik Wilbek (Karlalið Dana og kvennalið Dana á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) - Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 9 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020, HM 2021, EM 2022) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 3 brons (HM 2009, ÓL 2016, ÓL 2021) Samtals 14 verðlaun EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Þórir gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fimmta sinn í gær þegar Noregur vann 27-25 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Norska liðið var fjórum mörkum undir, 18-22, þegar seinni hálfleikur var um það til hálfnaður en vann síðustu sextán mínútur leiksins 9-3 og tryggði sér gullið. Þórir bætti með þessu Evrópumet sem var áður í eigu tveggja kunna þjálfara en fyrir þetta mót var Þórir jafn þeim Bengt Johansson og Marit Breivik. Bengt Johansson gerði sænska karlalandsliðið fjórum sinnum að Evrópumeisturum frá 1994 til 2002 en sænska landsliðið vann fjögur af fyrstu fimm Evrópumótum karla. Marit Breivik jafnaði afrek Bengt þegar hún gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fjórða sinn árið 2008. Það var jafnframt hennar síðasta mót með norska liðið. Þórir hafði verið aðstoðarþjálfari Breivik frá 2001 og tók því beinan þátt í að vinna þrjú af þessum Evrópumótagullum. Þórir jafnaði met þeirra Bengt og Breivik fyrir tveimur árum og bætti það í gær þegar norsku stelpurnar vörðu Evrópumeistaratitilinn sinn. Þetta voru líka fjórtándu verðlaun norska kvennalandsliðsins á stórmótum undir stjórn Þóris og með því fór hann fram úr verðlaunasafni umræddar Marit Breivik. Á meðan níu af fjórtán verðlaunum Þóris hafa verið gull þá voru bara sex af þrettán verðlaunum norska liðsins undir stjórn Breivik gullverðlaun. Þórir er nú sá þjálfari sem hefur unnið flest gullverðlaun á stórmótum eða níu. Þórir fór nefnilega fram úr Frakkanum Claude Oneste sem vann átta gullverðlaun sem þjálfari franska landsliðsins frá 2001 til 2016. Norsku stelpurnar fagna sigri með því að lyfta Evrópubikarnum í gær.AP/Zsolt Czegledi Flestir Evrópumeistaratitlar þjálfara: 5 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs 2010, 2014, 2016, 2020, 2022) 4 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar 1994, 1998, 2000 og 2002) 4 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs 1998, 2004, 2006, 2008) 3 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands 2006, 2010 og 2014) - Flest gullverðlaun þjálfara á stórmótum: 9 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs á HM (3), EM (5) og ÓL (1)) 8 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands á HM (3), EM (3) og ÓL (2)) 6 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar á HM (2) og EM (4)) 6 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) 6 - Ulrik Wilbek (Karlalið Dana og kvennalið Dana á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) - Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 9 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020, HM 2021, EM 2022) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 3 brons (HM 2009, ÓL 2016, ÓL 2021) Samtals 14 verðlaun
Flestir Evrópumeistaratitlar þjálfara: 5 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs 2010, 2014, 2016, 2020, 2022) 4 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar 1994, 1998, 2000 og 2002) 4 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs 1998, 2004, 2006, 2008) 3 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands 2006, 2010 og 2014) - Flest gullverðlaun þjálfara á stórmótum: 9 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs á HM (3), EM (5) og ÓL (1)) 8 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands á HM (3), EM (3) og ÓL (2)) 6 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar á HM (2) og EM (4)) 6 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) 6 - Ulrik Wilbek (Karlalið Dana og kvennalið Dana á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) - Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 9 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020, HM 2021, EM 2022) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 3 brons (HM 2009, ÓL 2016, ÓL 2021) Samtals 14 verðlaun
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni