„Reynsla sem mælist í árþúsundum kemur saman í Borgarleikhúsinu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 15:05 Reynsluboltar sameina krafta sína í þessu verki. Þorlákur Lúðvíksson „Það lá spenna í loftinu og eftirvæntingin var áþreifanleg þegar á annað þúsund ár af reynslu og þekking kom saman fimmtudaginn 17. nóvember til að lesa verkið Marat Sade,“ segir í tilkynningu frá framleiðanda verksins. Tilefnið var upplestur á verkinu sem er eftir þýska leikskáldið og listamanninn Peter Weiss. „Þetta eru merkileg tímamót í leikhússögunni og verður gríðarlega gaman að fylgjast með þessu stórbrotna listafólki takast á við þetta margslungna verk sem frumsýnt verður 20. janúar 2023 á Nýja sviði Borgarleikhússins,“ segir í tilkynningunni. Verkið er í þýðingu Árna Björnssonar og leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Það er einstaklega skemmtilegt að meðalaldur leikara sýningarinnar er mun hærri en gengur og gerist í svona stórum uppsetningum. „Reynsla sem mælist í árþúsundum kemur saman í Borgarleikhúsinu,“ segja aðstandendur sýningarinnar stoltir. Með reynslumestu leikurum þjóðarinnar taka þátt í sýningunni en með hlutverk fara Arnar Jónsson, Árni Pétur Guðjónsson, Eggert Þorleifsson, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Harald G. Haraldsson, Helga Elínborg Jónsdóttir, Jón Hjartarson, Jórunn Sigurðardóttir, Júlía Hannam, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason, Viðar Eggertsson, Þórhallur Sigurðsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Reynir Jónasson og Reynir Sigurðsson. Þorlákur Lúðvíksson „Bæling og losti, kúgun og uppreisn, hinir jaðarsettu gegn valdinu! Marat/Sade, öðru nafni Ofsóknin og morðið á Jean Paul Marat sýnt af vistmönnum geðveikrahælisins í Charenton undir stjórn De Sade markgreifa, er eitt af öndvegisverkum 20. aldarinnar – marglaga og margslungið í efni og formi. Verkið, sem er eftir þýska leikskáldið Peter Weiss, var fyrst frumsýnt árið 1963 og hefur frá upphafi verið umdeilt og vakið sterk viðbrögð. Hér er leikrit inni í leikriti – vistmenn geðveikrahælisins í Charenton setja á svið verk undir stjórn hins alræmda markgreifa De Sade,“ segir um verkið. Verkið verður frumsýnt í janúar á næsta ári. Þorlákur Lúðvíksson „De Sade er einnig höfundur leikritsins og sjálfur vistmaður á hælinu. Verkið hverfist um frönsku byltinguna og er þrungið átökum og andstæðum sem endurspeglast í hinum týndu sálum hælisins. Í uppfærslu Lab Loka og Borgarleikhússins á þessu kraftmikla leikriti verður til mögnuð sýning þar sem Nýja sviðið fyllist af mörgum dáðustu en jafnframt elstu listamönnum íslensku þjóðarinnar en þau yngstu eru um sjötugt og þau elstu fast að níræðu. Hér er óhætt að lofa einstakri upplifun og sjónarspili sem seint gleymist.“ Frá samlestri í Borgarleikhúsinu í síðustu viku.Þorlákur Lúðvíksson Verkefnið er stutt af menningarráðuneytinu, bæði úr sviðslistasjóði og launasjóði sviðslistafólks. Leikhús Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tilefnið var upplestur á verkinu sem er eftir þýska leikskáldið og listamanninn Peter Weiss. „Þetta eru merkileg tímamót í leikhússögunni og verður gríðarlega gaman að fylgjast með þessu stórbrotna listafólki takast á við þetta margslungna verk sem frumsýnt verður 20. janúar 2023 á Nýja sviði Borgarleikhússins,“ segir í tilkynningunni. Verkið er í þýðingu Árna Björnssonar og leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Það er einstaklega skemmtilegt að meðalaldur leikara sýningarinnar er mun hærri en gengur og gerist í svona stórum uppsetningum. „Reynsla sem mælist í árþúsundum kemur saman í Borgarleikhúsinu,“ segja aðstandendur sýningarinnar stoltir. Með reynslumestu leikurum þjóðarinnar taka þátt í sýningunni en með hlutverk fara Arnar Jónsson, Árni Pétur Guðjónsson, Eggert Þorleifsson, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Harald G. Haraldsson, Helga Elínborg Jónsdóttir, Jón Hjartarson, Jórunn Sigurðardóttir, Júlía Hannam, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason, Viðar Eggertsson, Þórhallur Sigurðsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Reynir Jónasson og Reynir Sigurðsson. Þorlákur Lúðvíksson „Bæling og losti, kúgun og uppreisn, hinir jaðarsettu gegn valdinu! Marat/Sade, öðru nafni Ofsóknin og morðið á Jean Paul Marat sýnt af vistmönnum geðveikrahælisins í Charenton undir stjórn De Sade markgreifa, er eitt af öndvegisverkum 20. aldarinnar – marglaga og margslungið í efni og formi. Verkið, sem er eftir þýska leikskáldið Peter Weiss, var fyrst frumsýnt árið 1963 og hefur frá upphafi verið umdeilt og vakið sterk viðbrögð. Hér er leikrit inni í leikriti – vistmenn geðveikrahælisins í Charenton setja á svið verk undir stjórn hins alræmda markgreifa De Sade,“ segir um verkið. Verkið verður frumsýnt í janúar á næsta ári. Þorlákur Lúðvíksson „De Sade er einnig höfundur leikritsins og sjálfur vistmaður á hælinu. Verkið hverfist um frönsku byltinguna og er þrungið átökum og andstæðum sem endurspeglast í hinum týndu sálum hælisins. Í uppfærslu Lab Loka og Borgarleikhússins á þessu kraftmikla leikriti verður til mögnuð sýning þar sem Nýja sviðið fyllist af mörgum dáðustu en jafnframt elstu listamönnum íslensku þjóðarinnar en þau yngstu eru um sjötugt og þau elstu fast að níræðu. Hér er óhætt að lofa einstakri upplifun og sjónarspili sem seint gleymist.“ Frá samlestri í Borgarleikhúsinu í síðustu viku.Þorlákur Lúðvíksson Verkefnið er stutt af menningarráðuneytinu, bæði úr sviðslistasjóði og launasjóði sviðslistafólks.
Leikhús Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira