„Vonandi að Rúnar fái bara að halda áfram með okkur á næsta ári“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2022 08:01 Gengi Leipzig hefur snúist við eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við félaginu. Getty/Leipzig Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson segir mikinn mun á félagsliði hans, Leipzig, eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við liðinu. Viggó samdi við Laipzig í sumar og hafði félagið háleit markmið fyrir leiktíðina. Það fjaraði hins vegar hratt undan því þar sem liðið vann einungsi tvo af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Viggó segir ástandið hafa verið orðið býsna súrt. „Það voru farnar að heyrast kannski svona óeðlilegar raddir í klefanum og í kringum liðið og svona hvort þetta væri ekki komið gott. Hann er búinn að vera mjög lengi hjá klúbbnum, búinn að vera aðalþjálfari í fimm ár og aðstoðarþjálfari einhver fimm ár þar á undan,“ sagði Viggó um ástandið hjá Leipzig áður en Rúnar tók við liðinu. „En auðvitað er aldrei gaman þegar einhver missir vinnuna sína, en eftir á að hyggja þá var þetta bara nauðsynlegt.“ Eftir þetta urðu þjálfaraskipti og Rúnar Sigtryggsson yfirgaf Hauka hér heima til að taka við Leipzig. Síðan þá hefur gengi liðsins umturnast og það unni alla fjóra leiki sína undir hans stjórn og þrefaldað stigafjölda sinn í deildinni. „Rúnar kom bara með ferska mynd inn í þetta og liðið tók bara mjög vel í það. Það hefur eiginlega gengið framar vonum í seinustu leikjum. Auðvitað snérist þetta um að safna bara sem flestum punktum strax og hingað til hefur það gengið frábærlega.“ „Ég spila með Andra syni hans í Stuttgart í fyrra þannig ég hafði talað nokkrum sinnum við hann. Rúnar var með gott orð á sér þegar hann var hérna með Aue sem er næsti bær við Leipzig þannig þeir hjá klúbbnum þekktu hann og vita fyrir hvað hann stendur. Hann hefur svo sannarlega sýnt það núna í fyrstu leikjunum og náð að snúa okkar gengi alfarið við. Þannig að vonandi að Rúnar fái bara að halda áfram með okkur á næsta ári, það væri skemmtilegt,“ sagði Viggó að lokum. Þýski handboltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Viggó samdi við Laipzig í sumar og hafði félagið háleit markmið fyrir leiktíðina. Það fjaraði hins vegar hratt undan því þar sem liðið vann einungsi tvo af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Viggó segir ástandið hafa verið orðið býsna súrt. „Það voru farnar að heyrast kannski svona óeðlilegar raddir í klefanum og í kringum liðið og svona hvort þetta væri ekki komið gott. Hann er búinn að vera mjög lengi hjá klúbbnum, búinn að vera aðalþjálfari í fimm ár og aðstoðarþjálfari einhver fimm ár þar á undan,“ sagði Viggó um ástandið hjá Leipzig áður en Rúnar tók við liðinu. „En auðvitað er aldrei gaman þegar einhver missir vinnuna sína, en eftir á að hyggja þá var þetta bara nauðsynlegt.“ Eftir þetta urðu þjálfaraskipti og Rúnar Sigtryggsson yfirgaf Hauka hér heima til að taka við Leipzig. Síðan þá hefur gengi liðsins umturnast og það unni alla fjóra leiki sína undir hans stjórn og þrefaldað stigafjölda sinn í deildinni. „Rúnar kom bara með ferska mynd inn í þetta og liðið tók bara mjög vel í það. Það hefur eiginlega gengið framar vonum í seinustu leikjum. Auðvitað snérist þetta um að safna bara sem flestum punktum strax og hingað til hefur það gengið frábærlega.“ „Ég spila með Andra syni hans í Stuttgart í fyrra þannig ég hafði talað nokkrum sinnum við hann. Rúnar var með gott orð á sér þegar hann var hérna með Aue sem er næsti bær við Leipzig þannig þeir hjá klúbbnum þekktu hann og vita fyrir hvað hann stendur. Hann hefur svo sannarlega sýnt það núna í fyrstu leikjunum og náð að snúa okkar gengi alfarið við. Þannig að vonandi að Rúnar fái bara að halda áfram með okkur á næsta ári, það væri skemmtilegt,“ sagði Viggó að lokum.
Þýski handboltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira