Hilmar Oddsson leikstýrir myndinni sem fjallar um umskipti í lífi manns eftir að móðir hans fellur frá. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. Myndin er svört kómedía.
Myndin er framleidd af Hlín Jóhannesdóttur fyrir Ursus Parvus og með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Tómas Lemarquis og Hera Hilmars. Eins og áður sagði er Hilmar Oddsson leikstjóri myndarinnar og kvikmyndatöku stýrði Óttar Guðnason.

Fimm íslenskar myndir voru sýndar á Pöff í ár en Á ferð með mömmu var sú eina sem keppti í aðalkeppninni.