Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2022 17:06 Daníel Örn Einarsson er einn þeirra sem rekur nýjasta skemmtistað miðbæjarins, Exit. Vísir/Vilhelm Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. Daníel Örn Einarsson er einn þeirra sem rekur Exit en hann kom einnig að rekstri 203 Club. Í samtali við fréttastofu segir hann staðinn hafa fengið ákveðna andlitslyftingu í breytingunum. „Það sem við gerðum er að við settum ný ljós og spegla, máluðum og fleira. Þetta er góð breyting. Staðurinn opnast vel og mikið. Þetta er ekki eins og sami staðurinn þegar þú labbar inn núna. Það má segja að það hafi verið blásið nýju lífi í staðinn. Við settum smá bótox í staðinn,“ segir Daníel kankvíslega. Passar vel inn í flóruna 203 Club var lokað þann 7. október og var Exit opnaður 11. nóvember, rúmum mánuði síðar. Nafnið á staðnum á sér enga sérstaka sögu að sögn Daníels. „Ég eiginlega skaut því út í loftið. Það mallaði í hausnum á okkur í nokkrar vikur og svo var það eiginlega bara ákveðið að negla nafnið. Mér finnst þetta helvíti flott nafn. Passar vel inni í flóruna af nöfnum í miðbænum,“ segir Daníel. Staðurinn verður eins og aðrir hefðbundnir skemmtistaðir, hægt að kaupa drykki, flöskuborð, dansa og hafa gaman. Aldurstakmark á staðinn er 22 ára en eigendurnir fara inn í verkefnið af fullum krafti. Sami hópur rak skemmtistaðinn Spot í Kópavogi sem var lokað fyrr í haust. „Eftir að við lokuðum Spot ákváðum við að fara svolítið í þessa stemningu. Við förum vel af krafti í þennan stað. Svo erum við með efri hæð sem hefur verið í útleigu fyrir einkaviðburði. Til fyrirtækja og fleira. Það eru afmæli, veislur og aðrir viðburðir. Við höfum haldið áttatíu ára afmæli, brúðkaup og allt heila klabbið,“ segir Daníel. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir 203 Club lokað og Exit tekur við Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu. 30. nóvember 2022 10:42 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Daníel Örn Einarsson er einn þeirra sem rekur Exit en hann kom einnig að rekstri 203 Club. Í samtali við fréttastofu segir hann staðinn hafa fengið ákveðna andlitslyftingu í breytingunum. „Það sem við gerðum er að við settum ný ljós og spegla, máluðum og fleira. Þetta er góð breyting. Staðurinn opnast vel og mikið. Þetta er ekki eins og sami staðurinn þegar þú labbar inn núna. Það má segja að það hafi verið blásið nýju lífi í staðinn. Við settum smá bótox í staðinn,“ segir Daníel kankvíslega. Passar vel inn í flóruna 203 Club var lokað þann 7. október og var Exit opnaður 11. nóvember, rúmum mánuði síðar. Nafnið á staðnum á sér enga sérstaka sögu að sögn Daníels. „Ég eiginlega skaut því út í loftið. Það mallaði í hausnum á okkur í nokkrar vikur og svo var það eiginlega bara ákveðið að negla nafnið. Mér finnst þetta helvíti flott nafn. Passar vel inni í flóruna af nöfnum í miðbænum,“ segir Daníel. Staðurinn verður eins og aðrir hefðbundnir skemmtistaðir, hægt að kaupa drykki, flöskuborð, dansa og hafa gaman. Aldurstakmark á staðinn er 22 ára en eigendurnir fara inn í verkefnið af fullum krafti. Sami hópur rak skemmtistaðinn Spot í Kópavogi sem var lokað fyrr í haust. „Eftir að við lokuðum Spot ákváðum við að fara svolítið í þessa stemningu. Við förum vel af krafti í þennan stað. Svo erum við með efri hæð sem hefur verið í útleigu fyrir einkaviðburði. Til fyrirtækja og fleira. Það eru afmæli, veislur og aðrir viðburðir. Við höfum haldið áttatíu ára afmæli, brúðkaup og allt heila klabbið,“ segir Daníel.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir 203 Club lokað og Exit tekur við Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu. 30. nóvember 2022 10:42 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
203 Club lokað og Exit tekur við Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu. 30. nóvember 2022 10:42