21 hljómsveit og listamenn tilnefnd til Kraumsverðlaunanna í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. desember 2022 10:54 Frá Kraumsverðlaununum 2022. Aðsent Tilkynnt var um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna á Degi íslenskrar tónlistar,1. desember. Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóð, verða afhent í fimmtánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr ár árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 eru; Ásgeir, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Ólöf Arnalds, Retro Stefson og Sóley. Margir með fyrstu breiðskífu Kraumsverðlaunum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa hátt í áttatíu listamenn og hljómsveitir hlotið verðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferli sínum. „Dómnefnd verðlaunanna í ár hefur nú valið þær plötur er hljóta tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár, hinn eina sanna Kraumslista. Það sem einkennir tilnefningarnar í ár er sá fjöldi listamanna sem nú kemur fram á sjónarsviðið með sínum fyrstu breiðskífum. Einnig er sú mikla gróska er ríkir í rafskotinni popp-, pönk- og danstónlist ábrandi í tilnefningum ársins. Annars ræður fjölbreynin för og listinn inniheldur verk af ýmsum togar, meðal annars popp og þungarokk, fönk og reggí, jazz og house, tónverka- og tilraunatónlist,“ segir í tilkynningu um tilnefningarnar.n Það er Aurora velgerðarsjóður sem stendur að Kraumsverðlaununum. Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2022, Kraumslistann, má sjá hér fyrir neðan. Alfreð Drexler - Drexler’s Lab Ari Árelíus - Hiatus Terræ Ástþór Örn - A machine that runs on blood Final Boss Type ZERO - 1000 Cuts Fríða Dís Guðmundsdóttir - Lipstick On Guðir hins nýja tíma - Ég er ekki pervert, ég er spæjari gugusar - 12:48 Kraftgalli – Kúlomb Kruklið - SAMHERJI: The musical KUSK - Skvaldur Kvelja - Andþrot Kvikindi - Ungfrú Ísland Lilja María Ásmundsdóttir & Ines Zinho - Internal Human Oh Mama - Hamraborg Óskar Kjartansson - Gork Ronja - 00000 Siggi Olafsson (Berglind Ágústsdóttir) - Lost at war Skurken - Dagur Stirnir - Beautiful Summer, Big Stjarna Ultraflex - Infinite Wellness Una Torfa – Flækt og týnd og einmana Kraumsverðlaunin 2022 eru valin af átta manna dómnefnd skipuð fólki með margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina skipa; Árni Matthíasson (formaður dómnefndar), Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Meðal Kraumsverðlaunhafa fyrri ára má nefna: Auður, ADHD, Agent Fresco, Amiina, Anna Þorvaldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Ásgeir, Between Mountains, Bjarki, BSÍ, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, GDRN, GKR, Grísalappalísa, Gunnar Andreas Kristinsson, Gyða Valtýsdóttir, Hafdís Bjarnadóttir, Helgi Hrafn Jónsson, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit, JDFR, Kælan mikla, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Misþyrming, Ojba Rasta, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Samaris, Sin Fang, Skrattar, Sóley og fjölmargir fleiri. Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóð, verða afhent í fimmtánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr ár árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 eru; Ásgeir, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Ólöf Arnalds, Retro Stefson og Sóley. Margir með fyrstu breiðskífu Kraumsverðlaunum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa hátt í áttatíu listamenn og hljómsveitir hlotið verðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferli sínum. „Dómnefnd verðlaunanna í ár hefur nú valið þær plötur er hljóta tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár, hinn eina sanna Kraumslista. Það sem einkennir tilnefningarnar í ár er sá fjöldi listamanna sem nú kemur fram á sjónarsviðið með sínum fyrstu breiðskífum. Einnig er sú mikla gróska er ríkir í rafskotinni popp-, pönk- og danstónlist ábrandi í tilnefningum ársins. Annars ræður fjölbreynin för og listinn inniheldur verk af ýmsum togar, meðal annars popp og þungarokk, fönk og reggí, jazz og house, tónverka- og tilraunatónlist,“ segir í tilkynningu um tilnefningarnar.n Það er Aurora velgerðarsjóður sem stendur að Kraumsverðlaununum. Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna 2022, Kraumslistann, má sjá hér fyrir neðan. Alfreð Drexler - Drexler’s Lab Ari Árelíus - Hiatus Terræ Ástþór Örn - A machine that runs on blood Final Boss Type ZERO - 1000 Cuts Fríða Dís Guðmundsdóttir - Lipstick On Guðir hins nýja tíma - Ég er ekki pervert, ég er spæjari gugusar - 12:48 Kraftgalli – Kúlomb Kruklið - SAMHERJI: The musical KUSK - Skvaldur Kvelja - Andþrot Kvikindi - Ungfrú Ísland Lilja María Ásmundsdóttir & Ines Zinho - Internal Human Oh Mama - Hamraborg Óskar Kjartansson - Gork Ronja - 00000 Siggi Olafsson (Berglind Ágústsdóttir) - Lost at war Skurken - Dagur Stirnir - Beautiful Summer, Big Stjarna Ultraflex - Infinite Wellness Una Torfa – Flækt og týnd og einmana Kraumsverðlaunin 2022 eru valin af átta manna dómnefnd skipuð fólki með margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina skipa; Árni Matthíasson (formaður dómnefndar), Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Meðal Kraumsverðlaunhafa fyrri ára má nefna: Auður, ADHD, Agent Fresco, Amiina, Anna Þorvaldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Ásgeir, Between Mountains, Bjarki, BSÍ, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, GDRN, GKR, Grísalappalísa, Gunnar Andreas Kristinsson, Gyða Valtýsdóttir, Hafdís Bjarnadóttir, Helgi Hrafn Jónsson, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit, JDFR, Kælan mikla, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Misþyrming, Ojba Rasta, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Samaris, Sin Fang, Skrattar, Sóley og fjölmargir fleiri.
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“