Stuðningsmenn Kiel spenntir fyrir Viktori Gísla: „Þurfum við að bíða til 2025?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2022 07:31 Viktor Gísli Hallgrímsson lék stórvel með Nantes í sjö marka sigri á Álaborg í gær, 35-28. epa/Anne-Christine Poujoulat Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er orðaður við þýska stórliðið Kiel. Stuðningsmenn liðsins eru afar spenntir fyrir honum. Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin yfirgefur Kiel eftir þetta tímabil og gengur í raðir Álaborgar í heimalandinu. Samkvæmt staðarblaðinu í Kiel, Kieler Nachrichten, rennir félagið hýru auga til Viktors og íhugar að fá hann til að fylla skarð Landins. Benjamin Buric, markvörður Flensburg, er einnig undir smásjá Kiel. Viktor átti stórleik þegar Nantes vann Álaborg í Meistaradeild Evrópu í gær, 35-28. Á meðan leik stóð sögðust nokkrir stuðningsmenn Kiel vera spenntir fyrir Viktori og spurðu hversu lengi hann væri samningsbundinn Nantes. Svarið við því er til 2025 en einum stuðningsmanni fannst full langt að bíða þangað til. Viktor Gísli með stórleik gegn Aroni Pálmarssyni, Mikkel Hansen og félögum í Álaborg í kvöld. Stuðningsmenn Kiel spyrja einfaldlega: "Hversu lengi er hann samningsbundinn Nantes????" "Þurfum við að bíða til 2025??" #handbolti @handboltiis @handkastid @Seinnibylgjan pic.twitter.com/qpua2oHZZr— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) December 1, 2022 Viktor kom til Nantes frá Danmerkurmeisturum GOG fyrir tímabilið. Hann hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2019. Viktor hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og var valinn í úrvalslið Evrópumótsins í byrjun þessa árs. Franski handboltinn Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin yfirgefur Kiel eftir þetta tímabil og gengur í raðir Álaborgar í heimalandinu. Samkvæmt staðarblaðinu í Kiel, Kieler Nachrichten, rennir félagið hýru auga til Viktors og íhugar að fá hann til að fylla skarð Landins. Benjamin Buric, markvörður Flensburg, er einnig undir smásjá Kiel. Viktor átti stórleik þegar Nantes vann Álaborg í Meistaradeild Evrópu í gær, 35-28. Á meðan leik stóð sögðust nokkrir stuðningsmenn Kiel vera spenntir fyrir Viktori og spurðu hversu lengi hann væri samningsbundinn Nantes. Svarið við því er til 2025 en einum stuðningsmanni fannst full langt að bíða þangað til. Viktor Gísli með stórleik gegn Aroni Pálmarssyni, Mikkel Hansen og félögum í Álaborg í kvöld. Stuðningsmenn Kiel spyrja einfaldlega: "Hversu lengi er hann samningsbundinn Nantes????" "Þurfum við að bíða til 2025??" #handbolti @handboltiis @handkastid @Seinnibylgjan pic.twitter.com/qpua2oHZZr— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) December 1, 2022 Viktor kom til Nantes frá Danmerkurmeisturum GOG fyrir tímabilið. Hann hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2019. Viktor hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og var valinn í úrvalslið Evrópumótsins í byrjun þessa árs.
Franski handboltinn Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira