Fyrsta verk dagsins að þagga niður nöldurvælið í frú Sigríði Jósafínu Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. desember 2022 10:01 Brynhildur Ólafsdóttir útiþjálfari og leiðsögumaður með frú Sigríði Jósafínu í fanginu, sem er fjörgömul og heyrnarlaus og man ekkert hvenær hún er búin að borða. Brynhildur afrekaði margt sem fréttamaður en hefur bara gaman að því að það sem fólk man helst eftir er hið sívinsæla hláturskast hennar sem fréttaþulur á Stöð 2 og sjá má á Youtube. Vísir/Vilhelm Brynhildur Ólafsdóttir útiþjálfari og leiðsögumaður segist markvisst vera að temja sér meira kæruleysi. Enda sé það skemmtilegra, afslappaðra og heilbrigðara fyrir taugakerfið. Brynhildur byrjar daginn á að sinna kettinum frú Sigríði Jósefínu sem hefur enga þolinmæði gagnvart eiganda sem fer seint á fætur. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Eins seint og ég kemst upp með og helst ekki fyrr en vel upp úr klukkan átta. Ég hef komist að því að ég þarf meiri svefn en flestir og fer létt með að sofa níu til tíu klukkustundir í beit. Og þar sem ég er ekki nógu öguð til að fara snemma að sofa á kvöldin, þá reyni ég að lengja svefninn í hina áttina í staðinn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Oftast er fyrsta verkið að gefa kettinum frú Sigríði Jósefínu að borða til að þagga niður í skerandi, ámátlegu nöldurvælinu sem hún gefur frá sér, þegar henni finnst hún vera afskipt. Hún er fjörgömul, vita heyrnalaus og hefur enga þolinmæði gagnvart eiganda sem fer seint á fætur. Aðrir fjölskyldumeðlimir eru þó oftast löngu búnir að gefa henni að borða þegar ég skreiðist fram úr rúminu. En af því að Jósefína er líka pínu heilabiluð þá man hún ekkert hvort hún er búin að borða eða ekki! Ein sígildasta og sívinsæla klippa sem sjá má á veraldarvefnum er hláturskastið þitt fræga sem fréttaþulur Stöðvar 2. Getur þú nefnt eitthvað annað dæmi sem þú manst eftir og er þér minnistætt sem kvíðvænlegasta, furðulegasta eða fyndnasta atvikið þitt sem sjónvarpskona eða er hláturskastið það atvik sem stendur upp úr? „Ég vann lengi sem blaða- og fréttakona og flakkaði víðs vegar um heiminn. Eyddi meðal annars tíma meðal skæruliða í Mexíkó og vann sem stríðsfréttaritari bæði í Bosníu og Afganistan. Ég hef því lent alls konar uppákomum. Tapaði nærri lífi mínu þegar ég álpaðist út á jarðsprengjusvæði til að pissa og eyddi einni skelfilegri andvökunótt á meðan sprengjur féllu með drunum allt um kring. Ég hef líka hitt og tekið viðtöl við alls konar fólk og jafnvel fengið verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku sem ég er mjög stolt af. En mér finnst það skemmtilegt og doldið fallegt að það eina sem lifir frá þessum tíma sé hláturskastið. Hláturinn lengir lífið og ég er helsátt við að þetta standi upp úr.“ Brynhildur er útiþjálfari hjá fyrirtæki sem heitir Útihreyfingin en þar er hjartað í hreyfingunni ævintýramiðuð krossþjálfun, en aðalmarkmiðið þó að hafa gaman. Brynhildur segist eitt sinn hafa verið mjög skipulögð en í dag sé hún þvert á móti að reyna að temja sér að vera hæfilega kærulaus.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Það heitir Útihreyfingin og er útivistarfyrirtæki sem var hleypt af stokkunum í haust. Hjartað í hreyfingunni er ævintýramiðuð krossþjálfun tvisvar til þrisvar í viku. Þar er blandað saman æfingum og þjálfun í mismunandi hreyfingu svo sem hlaupum, skíðagöngu, hjólreiðum, fjallaskíðum, styrktarþjálfun, fjallgöngum, kajakróðri og sundi svo eitthvað sé nefnt. Aðalmarkmiðið er að hafa gaman og leika sér úti við. Þannig komum við okkur í gott form og viðhöldum líkamlegri getu, þoli og þreki fyrir margvíslega útivist og ævintýramennsku. Lokatakmarkið er að geta alltaf hikstalaust sagt já, þegar okkur býðst að stökkva í alls konar skemmtileg ævintýri.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég var einu sinni rosalega skipulögð en hef markvisst verið að reyna að temja mér meira kæruleysi. Það er ekki bara skemmtilegra að vera hæfilega kærulaus, afslappaður og áhyggjulaus, það er líka mun heilbrigðara og betra fyrir taugakerfið. Og svo fæ ég ekki séð að það komi að neinu marki niður á afköstunum. Í þessu þroskaferli mínu hefur todo listunum fækkað til muna og fundir hafa styst. Allt er það til bóta.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er búin að finna út að ég hvílist best ef ég fer að sofa á milli klukkan tíu og ellefu. En auðvitað fer ég ekki að sofa þá. Í staðinn hangi ég í alls konar óþarfa, horfi alltof mikið á Netflix og get ekki sofnað án þess að lesa eða hlusta á bækur. Oftast sofna ég því einhvern tíma upp úr miðnætti. Nema þegar ég hef neyðst til að vakna óheyrilega snemma nokkra daga í röð, um klukkan sjö, þá á ég það til að velta út af um klukkan níu.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Fréttasjúklingur sem hefur borðað hundahamborgara, hestaheila, lifandi orma og drukkið snákablóð Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari og fyrrverandi forseti Heimssamtaka Matreiðslumanna, Klúbbs matreiðslumanna og Kokkablúbbs Norðurlanda, segist í dag fyrst og fremst vera ævintýramaður. Og húsmóðir í Frakklandi. Sem þó er að setja á laggirnar fyrsta kokkalandsliðið í Indlandi. 26. nóvember 2022 10:00 „Það er galið að segja það en ég gæti mögulega drepist úr áhuga“ Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, viðurkennir að hún gæti verið röskari í að koma sér fram úr á morgnana. Andrea er í átaki að fara fyrr upp í rúm á kvöldin en einnig að hætta að segja að það sé „brjálað“ að gera en segja þess í stað að það sé „nóg“ að gera. 19. nóvember 2022 10:00 Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00 Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. 12. nóvember 2022 10:01 Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. 29. október 2022 10:01 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Eins seint og ég kemst upp með og helst ekki fyrr en vel upp úr klukkan átta. Ég hef komist að því að ég þarf meiri svefn en flestir og fer létt með að sofa níu til tíu klukkustundir í beit. Og þar sem ég er ekki nógu öguð til að fara snemma að sofa á kvöldin, þá reyni ég að lengja svefninn í hina áttina í staðinn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Oftast er fyrsta verkið að gefa kettinum frú Sigríði Jósefínu að borða til að þagga niður í skerandi, ámátlegu nöldurvælinu sem hún gefur frá sér, þegar henni finnst hún vera afskipt. Hún er fjörgömul, vita heyrnalaus og hefur enga þolinmæði gagnvart eiganda sem fer seint á fætur. Aðrir fjölskyldumeðlimir eru þó oftast löngu búnir að gefa henni að borða þegar ég skreiðist fram úr rúminu. En af því að Jósefína er líka pínu heilabiluð þá man hún ekkert hvort hún er búin að borða eða ekki! Ein sígildasta og sívinsæla klippa sem sjá má á veraldarvefnum er hláturskastið þitt fræga sem fréttaþulur Stöðvar 2. Getur þú nefnt eitthvað annað dæmi sem þú manst eftir og er þér minnistætt sem kvíðvænlegasta, furðulegasta eða fyndnasta atvikið þitt sem sjónvarpskona eða er hláturskastið það atvik sem stendur upp úr? „Ég vann lengi sem blaða- og fréttakona og flakkaði víðs vegar um heiminn. Eyddi meðal annars tíma meðal skæruliða í Mexíkó og vann sem stríðsfréttaritari bæði í Bosníu og Afganistan. Ég hef því lent alls konar uppákomum. Tapaði nærri lífi mínu þegar ég álpaðist út á jarðsprengjusvæði til að pissa og eyddi einni skelfilegri andvökunótt á meðan sprengjur féllu með drunum allt um kring. Ég hef líka hitt og tekið viðtöl við alls konar fólk og jafnvel fengið verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku sem ég er mjög stolt af. En mér finnst það skemmtilegt og doldið fallegt að það eina sem lifir frá þessum tíma sé hláturskastið. Hláturinn lengir lífið og ég er helsátt við að þetta standi upp úr.“ Brynhildur er útiþjálfari hjá fyrirtæki sem heitir Útihreyfingin en þar er hjartað í hreyfingunni ævintýramiðuð krossþjálfun, en aðalmarkmiðið þó að hafa gaman. Brynhildur segist eitt sinn hafa verið mjög skipulögð en í dag sé hún þvert á móti að reyna að temja sér að vera hæfilega kærulaus.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Það heitir Útihreyfingin og er útivistarfyrirtæki sem var hleypt af stokkunum í haust. Hjartað í hreyfingunni er ævintýramiðuð krossþjálfun tvisvar til þrisvar í viku. Þar er blandað saman æfingum og þjálfun í mismunandi hreyfingu svo sem hlaupum, skíðagöngu, hjólreiðum, fjallaskíðum, styrktarþjálfun, fjallgöngum, kajakróðri og sundi svo eitthvað sé nefnt. Aðalmarkmiðið er að hafa gaman og leika sér úti við. Þannig komum við okkur í gott form og viðhöldum líkamlegri getu, þoli og þreki fyrir margvíslega útivist og ævintýramennsku. Lokatakmarkið er að geta alltaf hikstalaust sagt já, þegar okkur býðst að stökkva í alls konar skemmtileg ævintýri.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég var einu sinni rosalega skipulögð en hef markvisst verið að reyna að temja mér meira kæruleysi. Það er ekki bara skemmtilegra að vera hæfilega kærulaus, afslappaður og áhyggjulaus, það er líka mun heilbrigðara og betra fyrir taugakerfið. Og svo fæ ég ekki séð að það komi að neinu marki niður á afköstunum. Í þessu þroskaferli mínu hefur todo listunum fækkað til muna og fundir hafa styst. Allt er það til bóta.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er búin að finna út að ég hvílist best ef ég fer að sofa á milli klukkan tíu og ellefu. En auðvitað fer ég ekki að sofa þá. Í staðinn hangi ég í alls konar óþarfa, horfi alltof mikið á Netflix og get ekki sofnað án þess að lesa eða hlusta á bækur. Oftast sofna ég því einhvern tíma upp úr miðnætti. Nema þegar ég hef neyðst til að vakna óheyrilega snemma nokkra daga í röð, um klukkan sjö, þá á ég það til að velta út af um klukkan níu.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Fréttasjúklingur sem hefur borðað hundahamborgara, hestaheila, lifandi orma og drukkið snákablóð Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari og fyrrverandi forseti Heimssamtaka Matreiðslumanna, Klúbbs matreiðslumanna og Kokkablúbbs Norðurlanda, segist í dag fyrst og fremst vera ævintýramaður. Og húsmóðir í Frakklandi. Sem þó er að setja á laggirnar fyrsta kokkalandsliðið í Indlandi. 26. nóvember 2022 10:00 „Það er galið að segja það en ég gæti mögulega drepist úr áhuga“ Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, viðurkennir að hún gæti verið röskari í að koma sér fram úr á morgnana. Andrea er í átaki að fara fyrr upp í rúm á kvöldin en einnig að hætta að segja að það sé „brjálað“ að gera en segja þess í stað að það sé „nóg“ að gera. 19. nóvember 2022 10:00 Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00 Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. 12. nóvember 2022 10:01 Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. 29. október 2022 10:01 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fréttasjúklingur sem hefur borðað hundahamborgara, hestaheila, lifandi orma og drukkið snákablóð Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari og fyrrverandi forseti Heimssamtaka Matreiðslumanna, Klúbbs matreiðslumanna og Kokkablúbbs Norðurlanda, segist í dag fyrst og fremst vera ævintýramaður. Og húsmóðir í Frakklandi. Sem þó er að setja á laggirnar fyrsta kokkalandsliðið í Indlandi. 26. nóvember 2022 10:00
„Það er galið að segja það en ég gæti mögulega drepist úr áhuga“ Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, viðurkennir að hún gæti verið röskari í að koma sér fram úr á morgnana. Andrea er í átaki að fara fyrr upp í rúm á kvöldin en einnig að hætta að segja að það sé „brjálað“ að gera en segja þess í stað að það sé „nóg“ að gera. 19. nóvember 2022 10:00
Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. 5. nóvember 2022 10:00
Væri líklegast uppátækjasamur starfsmaður á plani í Næturvaktinni Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, er í því átaki núna að lesa meira á kvöldin en leggja símann frá sér. Ef hún væri karakter í Næturvaktinni telur hún líklegt að hún væri uppátækjasamur starfsmaður á plani. 12. nóvember 2022 10:01
Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. 29. október 2022 10:01