Jóladagatal Vísis: Besta lag Baggalúts er eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. desember 2022 07:00 Það er ekki annað hægt en að hrífast með og komast í gírinn þegar Baggalútur er annars vegar Aðsend Að fara á tónleika með snillingunum í Baggalút er fyrir mörgum orðinn ómissandi partur af aðventunni. Því miður komast alltaf færri að en vilja en Vísir bætir það upp með þessu lagi í Jóladagatalinu. Lag dagsins er Kósýheit Par exelens með Baggalút. Um er að ræða upptöku frá árinu 2010 þar sem strákarnir í sveitinni taka lagið Kósíheitr par exelans í þættinum Logi í beinni. Laginu, sem kom út árið 2004, er á heimasíðu Baggalúts lýst sem sennilega besta lagi hljómsveitarinnar. „Og ætti það að duga ágætlega sem hressandi lystauki í byrjun aðventu og afbragðs forréttur jólalagsins sem kemur út í desember.“ Þar segir jafnframt að lagið sé eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara sem gat sér gott orð á áttunda áratugnum fyrir smellnar diskólummur. „En það var upprunalega flutt af hinum grásprengda Kenny Rogers og hinni barmtroðnu Dolly Parton.“ Þá er ekkert annað í boði en að hækka duglega í græjunum! Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Jól „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Jóladagatal Vísis: Svona var FM95BLÖ kynntur til leiks fyrir átta árum Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Stekkjastaur er háður Instagram og Ketkrókur breytti sér í Ketó krók Jól Jóladagatal - 6. desember - Jólamynd í ramma Jól Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól Jóladagatal - 5. desember - Jólaföndursveinar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Jól
Lag dagsins er Kósýheit Par exelens með Baggalút. Um er að ræða upptöku frá árinu 2010 þar sem strákarnir í sveitinni taka lagið Kósíheitr par exelans í þættinum Logi í beinni. Laginu, sem kom út árið 2004, er á heimasíðu Baggalúts lýst sem sennilega besta lagi hljómsveitarinnar. „Og ætti það að duga ágætlega sem hressandi lystauki í byrjun aðventu og afbragðs forréttur jólalagsins sem kemur út í desember.“ Þar segir jafnframt að lagið sé eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara sem gat sér gott orð á áttunda áratugnum fyrir smellnar diskólummur. „En það var upprunalega flutt af hinum grásprengda Kenny Rogers og hinni barmtroðnu Dolly Parton.“ Þá er ekkert annað í boði en að hækka duglega í græjunum!
Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Jól „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Jóladagatal Vísis: Svona var FM95BLÖ kynntur til leiks fyrir átta árum Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Stekkjastaur er háður Instagram og Ketkrókur breytti sér í Ketó krók Jól Jóladagatal - 6. desember - Jólamynd í ramma Jól Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól Jóladagatal - 5. desember - Jólaföndursveinar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Jól