Eini sinnar tegundar á landinu Bjarki Sigurðsson skrifar 6. desember 2022 08:00 Polestar 1 bíllinn er svo sannarlega sjaldgæf sjón. Vísir/James Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í níunda þætti er Polestar 1 tekinn fyrir. James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Polestar 1 bíllinn sem hann prófar í þættinum er sá eini sem til er á landinu. Einungis fimmtán hundruð eintök voru framleidd á heimsvísu. Sumir sem hafa keypt bílinn hafa ekki einu sinni prófað að keyra hann vegna fágætis hans. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér. Klippa: Tork gaur - Polestar 1 Polestar er dótturfyrirtæki Volvo og fengu hönnuðir Polestar mikla aðstoð frá Volvo-mönnum við gerð bílsins. James segir að þó innréttingin sé mjög „Volvo-leg“ þá sé hún algjörlega úr efstu hillu. James segir Polestar 1 bílinn vera svokallaðan „halo-bíl“, það er að hann er allt sem fólk dreymir um ef það ætti nægilega mikinn pening. Svo þegar fólk mætir í bílaumboðið og sér annan svipaðan bíl, Polestar 2, sem kostar einn þriðja af verði halo-bílsins, þá er það líklegra til að kaupa hann. Polestar 1 er tengiltvinnbíll með áttatíu kílómetra drægni á rafmagninu einu. Vélin er 620 hestöfl en James segist aldrei nokkurn tímann hafa keyrt jafn kraftmikinn bíl. Hann líkir keyrsluupplifuninni við að vera barn í sælgætisverslun. Tork gaur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent
James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Polestar 1 bíllinn sem hann prófar í þættinum er sá eini sem til er á landinu. Einungis fimmtán hundruð eintök voru framleidd á heimsvísu. Sumir sem hafa keypt bílinn hafa ekki einu sinni prófað að keyra hann vegna fágætis hans. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér. Klippa: Tork gaur - Polestar 1 Polestar er dótturfyrirtæki Volvo og fengu hönnuðir Polestar mikla aðstoð frá Volvo-mönnum við gerð bílsins. James segir að þó innréttingin sé mjög „Volvo-leg“ þá sé hún algjörlega úr efstu hillu. James segir Polestar 1 bílinn vera svokallaðan „halo-bíl“, það er að hann er allt sem fólk dreymir um ef það ætti nægilega mikinn pening. Svo þegar fólk mætir í bílaumboðið og sér annan svipaðan bíl, Polestar 2, sem kostar einn þriðja af verði halo-bílsins, þá er það líklegra til að kaupa hann. Polestar 1 er tengiltvinnbíll með áttatíu kílómetra drægni á rafmagninu einu. Vélin er 620 hestöfl en James segist aldrei nokkurn tímann hafa keyrt jafn kraftmikinn bíl. Hann líkir keyrsluupplifuninni við að vera barn í sælgætisverslun.
Tork gaur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent