Athafnakonan, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Birgitta Líf á leik næst en hún deildi sínum fimm uppáhalds íslensku og fimm uppáhalds erlendu lögum frá árinu.
Íslensk lög:
Bízt – Issi
Ef þeir vilja beef – Daniil & Joey Christ
Vakta Svæðið – Issi, Ízleifur, Gísli Pálmi & Yung Nigo Drippin‘
MEIRA SH!T – Issi
Morgunsólin – Aron Can
„Ég hlusta vandræðalega mikið á íslenskt hiphop enda verður það bara betra með hverju árinu. Það er svo mikið af ungum tónlistarmönnum að koma upp og hasla sér völl í senunni. Issi er augljóslega í miklu uppáhaldi hjá mér en hann gaf út plötu á árinu og nokkur öflug lög. Aron Can slær svo alltaf í gegn en Morgunsólin er algjört feel good lag.“
Erlend lög:
Rich Flex – Drake, 21 Savage
Massive – Drake
Bbycakes – Mura Masa, Lil Uzi Vert, PinkPantheress, Shygirl
Ready – Fredo, Summer Walker
First Class – Jack Harlow
„Drake á alltaf hjarta mitt en Rich Flex og Massive eru mín uppáhalds af þeim sem hann sendi frá sér á árinu. Bbycakes og Ready voru hátt spiluð í bílnum í sumar enda algjörir skvísu-sumar-slagarar og First Class var vinsælt hjá mér fyrri hluta ársins.
Þessi þrjú lög eiga það öll sameiginlegt að vísa í gömul lög svo það er líklega einhver nostalgía sem fær mig til að elska þau enn meira.“