Smart#1 með fimm stjörnur í Euro NCAP Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. desember 2022 07:00 Smart #1 í pastel-myntu-grænum. Kristinn Ásgeir Gylfason Smart#1 var kynntur til leiks fyrr á árinu og er áætlaður á götuna á meginlandi Evrópu í byrjun árs 2023. Bíllinn var nýlega settur í gegnum öryggisprófanir hjá Euro NCAP. Þar sem hann hlaut fimm stjörnur, hæstu einkunn. Það sem kom kannski helst á óvart var að þrátt fyrir að bíllinn sé í smærri kantinum fékk hann 96% öryggiseinkunn í verndun fullorðinna farþega. Bíllinn fékk 89% í öryggi barna innanborðs og akstursaðstoðarkerfin fá 88%. Smart leggur mikla áherslu á öryggi viðskiptavina sinna og ánægjulegt er að sjá að þessar frábæru niðurstöður endurspegla það. Smart#1 er smíðaður úr sérstyrktu stáli sem myndar trausta umgjörð utan um ökumann og farþega. Bíllinn er búinn nýjustu akstursaðstoðartækni en eins hefur Smart innleitt framúrskarandi öryggisvörn fyrir akstursrafhlöðuna, sem meðal annars felst í jöfnum hita í rafhlöðukjarna, hitaeinangrun og styrkingu. Vangasvipur Smart #1.Kristinn Ásgeir Gylfason Smart#1 er samstarfsverkefni Mercedes-Benz og kínverska bílaframleiðandans Geely. Bíllinn er hannaður af Benz en framleiddur af Geely og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að verða leiðandi framleiðandi lúxusrafbíla. Forpöntun á Íslandi hefst næsta vor og fyrstu bílarnir eru áætlaðir til landsins í lok sumars. Vistvænir bílar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Það sem kom kannski helst á óvart var að þrátt fyrir að bíllinn sé í smærri kantinum fékk hann 96% öryggiseinkunn í verndun fullorðinna farþega. Bíllinn fékk 89% í öryggi barna innanborðs og akstursaðstoðarkerfin fá 88%. Smart leggur mikla áherslu á öryggi viðskiptavina sinna og ánægjulegt er að sjá að þessar frábæru niðurstöður endurspegla það. Smart#1 er smíðaður úr sérstyrktu stáli sem myndar trausta umgjörð utan um ökumann og farþega. Bíllinn er búinn nýjustu akstursaðstoðartækni en eins hefur Smart innleitt framúrskarandi öryggisvörn fyrir akstursrafhlöðuna, sem meðal annars felst í jöfnum hita í rafhlöðukjarna, hitaeinangrun og styrkingu. Vangasvipur Smart #1.Kristinn Ásgeir Gylfason Smart#1 er samstarfsverkefni Mercedes-Benz og kínverska bílaframleiðandans Geely. Bíllinn er hannaður af Benz en framleiddur af Geely og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að verða leiðandi framleiðandi lúxusrafbíla. Forpöntun á Íslandi hefst næsta vor og fyrstu bílarnir eru áætlaðir til landsins í lok sumars.
Vistvænir bílar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent