„Lélegasta tölfræði sem aðstoðarmaður hefur skilað af sér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2022 11:31 Óskar Bjarni Óskarsson segir Valsmenn fagna fríinu. Lukkulega virðist þá stutt í að sonur hans snúi aftur á völlinn, þar sem hann var slappur í tölfræðiskráningu á bekknum um helgina. Vísir/Daníel Þór Karlalið Vals í handbolta fagnar fríinu eftir mikið álag síðustu vikur. Meiðsli hafa hrjáð liðið síðustu vikur en liðið er þrátt fyrir það efst í Olís-deildinni, komið áfram í bikarnum og á góðan möguleika á áframhaldi í Evrópudeildinni á nýju ári. Mikið hefur mætt á Völsurum síðustu vikur þar sem þeir hafa að jafnaði spilað tvisvar til þrisvar sinnum í viku vegna þátttöku þeirra í Evrópudeildinni. Þá hafa þeir ferðast til Búdapest, Benidorm og Parísar á milli útileikja á Ísafirði og í Vestmannaeyjum hér heima. Meiðsli hafa gert vart við sig en þeir Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert hafa þjösnast meiddir í gegnum leiki undanfarið. Báðir spiluðu þeir gegn ÍBV í bikarnum um helgina og var Magnús markahæstur þrátt fyrir að glíma við erfið bakmeiðsli. „Hann er með brjósklos,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Vals, sem stýrði liðinu í fjarveru Snorra Steins Guðjónssonar. „Það er búið aðeins að hvíla hann og vinna með hann til að hann gæti allavega hjálpað okkur í einhverjar mínútur hérna. Hann spilaði alltof mikið, það er örugglega mér að kenna,“ „Svo var Aron Dagur kominn með tvisvar tvær mínútur svo hann þurfti að spila meiri vörn. En hálfur Magnús er náttúrulega bara gæðaleikmaður og Róbert Aron hjálpaði okkur líka, en hann mátti ekki spila,“ segir Óskar Bjarni. Slakur í tölfræðinni en þarf ekki að sinna henni lengi Sonur Óskars, Benedikt Gunnar Óskarsson, var þá frá í leiknum vegna meiðsla. Hann var í staðinn föður sínum til aðstoðar á bekknum. Benedikt Gunnar er öflugri innan vallar en í tölfræðinni.Vísir/Diego „Hann var með tölfræðina. En tölfræðin, eins og hann er nú góður leikmaður, þá er þetta lélegasta tölfræði sem aðstoðarmaður hefur skilað af sér,“ segir Óskar kíminn en meiðsli Benedikts eru lukkulega ekki eins alvarleg og útlit var fyrir. „En það eru jákvæðar fréttir. Hann er ekki ristarbrotinn, þetta eru liðböndin í ristinni og það er ekkert eitthvað slitið eða vesen í þeim. Þannig að það lítur út fyrir að þetta séu tvær vikur í staðinn fyrir tólf til sextán“. Langþráð frí Valsmenn fagna því fríinu en líkt og önnur innlend lið spila þeir ekki fyrr en í febrúar vegna komandi heimsmeistaramóts í handbolta, sem hefst snemma á nýju ári. „Strákarnir þurfa frí. Við þurfum að ná að koma þeim í gírinn og það væri rosalega gaman að hafa þá heila, þessa snillinga, í febrúar þegar við förum aftur í pakkann,“ segir Óskar Bjarni. Besta liðið og besti þjálfarinn Valsmenn tryggðu sæti sitt í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar með sigrinum á laugardaginn var og eru efstir í Olís-deildinni. Liðið hefur unnið alla titla sem í boði eru síðustu tvö ár og eiga enn góða möguleika á áframhaldi í Evrópudeildinni sem heldur áfram eftir áramót. Þjálfari ársins samkvæmt Óskari Bjarna Óskarssyni.Vísir/Hulda Margrét Óskar segir liðið vera það besta á landinu, burt séð frá íþróttagrein. „Ég held að þegar þeir ert búinn að vinna dálítið af titlum, þá eru þetta orðnir miklir sigurvegarar. Það hefur komið okkur í gegnum ansi mikið. Maður fann það á leikmönnum að þeir ætluðu bara að koma sér í gegnum leikinn,“ „Ég held þeir séu búnir að taka einhverja sjö titla í röð. Að mínu mati er þetta bara lið ársins og Snorri Steinn er þjálfari ársins á Íslandi. Þannig að ég er mjög stoltur af Snorra og strákunum,“ segir Óskar Bjarni. Valur Olís-deild karla Coca-Cola bikarinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Mikið hefur mætt á Völsurum síðustu vikur þar sem þeir hafa að jafnaði spilað tvisvar til þrisvar sinnum í viku vegna þátttöku þeirra í Evrópudeildinni. Þá hafa þeir ferðast til Búdapest, Benidorm og Parísar á milli útileikja á Ísafirði og í Vestmannaeyjum hér heima. Meiðsli hafa gert vart við sig en þeir Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert hafa þjösnast meiddir í gegnum leiki undanfarið. Báðir spiluðu þeir gegn ÍBV í bikarnum um helgina og var Magnús markahæstur þrátt fyrir að glíma við erfið bakmeiðsli. „Hann er með brjósklos,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Vals, sem stýrði liðinu í fjarveru Snorra Steins Guðjónssonar. „Það er búið aðeins að hvíla hann og vinna með hann til að hann gæti allavega hjálpað okkur í einhverjar mínútur hérna. Hann spilaði alltof mikið, það er örugglega mér að kenna,“ „Svo var Aron Dagur kominn með tvisvar tvær mínútur svo hann þurfti að spila meiri vörn. En hálfur Magnús er náttúrulega bara gæðaleikmaður og Róbert Aron hjálpaði okkur líka, en hann mátti ekki spila,“ segir Óskar Bjarni. Slakur í tölfræðinni en þarf ekki að sinna henni lengi Sonur Óskars, Benedikt Gunnar Óskarsson, var þá frá í leiknum vegna meiðsla. Hann var í staðinn föður sínum til aðstoðar á bekknum. Benedikt Gunnar er öflugri innan vallar en í tölfræðinni.Vísir/Diego „Hann var með tölfræðina. En tölfræðin, eins og hann er nú góður leikmaður, þá er þetta lélegasta tölfræði sem aðstoðarmaður hefur skilað af sér,“ segir Óskar kíminn en meiðsli Benedikts eru lukkulega ekki eins alvarleg og útlit var fyrir. „En það eru jákvæðar fréttir. Hann er ekki ristarbrotinn, þetta eru liðböndin í ristinni og það er ekkert eitthvað slitið eða vesen í þeim. Þannig að það lítur út fyrir að þetta séu tvær vikur í staðinn fyrir tólf til sextán“. Langþráð frí Valsmenn fagna því fríinu en líkt og önnur innlend lið spila þeir ekki fyrr en í febrúar vegna komandi heimsmeistaramóts í handbolta, sem hefst snemma á nýju ári. „Strákarnir þurfa frí. Við þurfum að ná að koma þeim í gírinn og það væri rosalega gaman að hafa þá heila, þessa snillinga, í febrúar þegar við förum aftur í pakkann,“ segir Óskar Bjarni. Besta liðið og besti þjálfarinn Valsmenn tryggðu sæti sitt í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar með sigrinum á laugardaginn var og eru efstir í Olís-deildinni. Liðið hefur unnið alla titla sem í boði eru síðustu tvö ár og eiga enn góða möguleika á áframhaldi í Evrópudeildinni sem heldur áfram eftir áramót. Þjálfari ársins samkvæmt Óskari Bjarna Óskarssyni.Vísir/Hulda Margrét Óskar segir liðið vera það besta á landinu, burt séð frá íþróttagrein. „Ég held að þegar þeir ert búinn að vinna dálítið af titlum, þá eru þetta orðnir miklir sigurvegarar. Það hefur komið okkur í gegnum ansi mikið. Maður fann það á leikmönnum að þeir ætluðu bara að koma sér í gegnum leikinn,“ „Ég held þeir séu búnir að taka einhverja sjö titla í röð. Að mínu mati er þetta bara lið ársins og Snorri Steinn er þjálfari ársins á Íslandi. Þannig að ég er mjög stoltur af Snorra og strákunum,“ segir Óskar Bjarni.
Valur Olís-deild karla Coca-Cola bikarinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira