Besta kvenna hefst á risaleik og Besta karla á Kópavogsslag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2022 13:13 Landsliðskonurnar Agla María Albertsdóttir og Elísa Viðarsdóttir í leik Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda í sumar. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar síðustu fimm ára, Valur og Breiðablik, mætast í 1. umferð Bestu deildar kvenna. Í Bestu deild karla hefst titilvörn Breiðabliks á Kópavogsslag gegn HK. Í dag voru drög að leikjaniðurröðun í Bestu deildunum birt. Hægt er að sjá þau á heimasíðu KSÍ. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Breiðabliki í upphafsleik Bestu deildar kvenna. Hann fer fram 25. apríl. Hinir fjórir leikirnir í 1. umferðinni fara fram degi seinna. Silfurlið Stjörnunnar fær Þór/KA í heimsókn, ÍBV og Selfoss mætast í Suðurlandsslag, nýliðar Tindastóls taka á móti Keflavík og hinir nýliðarnir, FH, fara í Laugardalinn og mæta þar Þrótti. Svona lítur 1. umferð Bestu deildar kvenna 2023 út.ksí Sú breyting verður á Bestu deild kvenna á næsta ári að tekin verður upp úrslitakeppni eins og var í Bestu deild karla á síðasta tímabili. Reiknað er með að hefðbundinni deildarkeppni ljúki 27. ágúst. Síðan hefst úrslitakeppni efstu sex liðanna og fjögurra neðstu. Sjá má leikjaniðurröðun í Bestu deild kvenna með því að smella hér. Keppni í Bestu deild karla 2023 hefst á öðrum degi páska, 10. apríl, en þá fer 1. umferðin fram í heilu lagi. Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, kemur í veg fyrir að Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, nái til boltans í leik liðanna í Kórnum á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Þar mæta Íslandsmeistarar Breiðabliks nýliðum HK. Þessi lið mættust í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins síðasta sumar þar sem Blikar unnu 0-1 sigur í hörkuleik. KA, sem endaði í 2. sæti á síðasta tímabili, fær KR í heimsókn og bikarmeistarar Víkings sækja Stjörnuna heim, Valur og ÍBV eigast við á Hlíðarenda, nýliðar Fylkis taka á móti Keflavík og Fram og FH leiða saman hesta sína í Úlfarsárdal. Svona lítur 1. umferð Bestu deildar karla 2023 út.ksí Gert er ráð fyrir því að hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild karla ljúki 3. september. Í ár kláraðist hún 17. september. Sjá má leikjaniðurröðun í Bestu deild karla með því að smella hér. Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira
Í dag voru drög að leikjaniðurröðun í Bestu deildunum birt. Hægt er að sjá þau á heimasíðu KSÍ. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Breiðabliki í upphafsleik Bestu deildar kvenna. Hann fer fram 25. apríl. Hinir fjórir leikirnir í 1. umferðinni fara fram degi seinna. Silfurlið Stjörnunnar fær Þór/KA í heimsókn, ÍBV og Selfoss mætast í Suðurlandsslag, nýliðar Tindastóls taka á móti Keflavík og hinir nýliðarnir, FH, fara í Laugardalinn og mæta þar Þrótti. Svona lítur 1. umferð Bestu deildar kvenna 2023 út.ksí Sú breyting verður á Bestu deild kvenna á næsta ári að tekin verður upp úrslitakeppni eins og var í Bestu deild karla á síðasta tímabili. Reiknað er með að hefðbundinni deildarkeppni ljúki 27. ágúst. Síðan hefst úrslitakeppni efstu sex liðanna og fjögurra neðstu. Sjá má leikjaniðurröðun í Bestu deild kvenna með því að smella hér. Keppni í Bestu deild karla 2023 hefst á öðrum degi páska, 10. apríl, en þá fer 1. umferðin fram í heilu lagi. Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, kemur í veg fyrir að Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, nái til boltans í leik liðanna í Kórnum á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Þar mæta Íslandsmeistarar Breiðabliks nýliðum HK. Þessi lið mættust í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins síðasta sumar þar sem Blikar unnu 0-1 sigur í hörkuleik. KA, sem endaði í 2. sæti á síðasta tímabili, fær KR í heimsókn og bikarmeistarar Víkings sækja Stjörnuna heim, Valur og ÍBV eigast við á Hlíðarenda, nýliðar Fylkis taka á móti Keflavík og Fram og FH leiða saman hesta sína í Úlfarsárdal. Svona lítur 1. umferð Bestu deildar karla 2023 út.ksí Gert er ráð fyrir því að hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild karla ljúki 3. september. Í ár kláraðist hún 17. september. Sjá má leikjaniðurröðun í Bestu deild karla með því að smella hér.
Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira