Heimamenn höfðu yfirhöndina strax frá fyrstu mínútu og héldu þriggja marka forskoti stærstan hluta fyrri hálfleiks. Liðið gaf svo í fyrir hlé og staðan var 18-12 þegar gengið var til búningsherbergja.
Teitur og félagar náðu svo mest ellefu marka forskoti í síðari hálfleik og sigur þeirra var því aldrei í hættu. Flensburg vann að lokum öruggan sjö marka sigur, 35-28 og er því á leið í átta liða úrslit bikarsins.
Teitur skoraði tvö mörk fyrir liðið sem er þó ekki komið í jólafrí alveg strax. Flensburg tekur á móti Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni þann 27. desember áður en HM-pásan tekur við.