Árnar varla vatnslausar 2023 Karl Lúðvíksson skrifar 9. janúar 2023 08:49 Veiðimenn fagna því að sjá snjó sem vonandi tryggir okkur gott vatn í ánum á komandi sumri Nú eru Íslendingar líklega að verða pínu þreyttir á kulda og snjó en í sömu anndrá erum við meðvituð um að það eru líklega tveir til þrír mánuðir eftir af vetri. Það eru þó í það minnsta tveir hópar sem fagna snjókomu og vilja helst hafa nóg af henni en það er skíðafólk og veiðimenn. Líklega er einhver veiðimaður ekki sammála þessu fyrr en bent hefur verið á að snjóþyngsli í fjöllum og á heiðum tryggir svo gott sem næst að gott vatn verði í ánum á komandi sumri. Það er nefnilega ekki nema fjögur ár síðan árnar voru margar hverjar svo vatnlitlar, þá sérstaklega á vestur og norðvesturlandi, að þær voru óveiðandi yfir stærstam part af sumrinu. Göngur voru þá víða ágætar en veiðin var afspyrnuléleg einfaldlega vegna þess að árnar voru varla að renna og laxinn sem var gengin lagðist í dýpstu hyljina og tók sama og ekkert. Ég þykist nokkuð viss um að veiðimenn og veiðikonur landsins kjósi frekar nokkra leiðindardaga í ófærð, nokkrar vikur þar sem það þarf að moka sig út, mánuð eða mánuði í að vakna og skafa bílinn heldur en að upplifa annað sumar eins og 2018 í vatnsleysi. Veiðitímabilið er skammt undan en veiði hefst samkvæmt venju 1. apríl og þangað til skulum við bara fagna snjókomu og öllu því sem flestir skilgreina sem leiðindi því það segir okkur bara að við komum til með að kasta flugu fyrir lax og silung í sumar í flottu vatni. Stangveiði Mest lesið 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði
Það eru þó í það minnsta tveir hópar sem fagna snjókomu og vilja helst hafa nóg af henni en það er skíðafólk og veiðimenn. Líklega er einhver veiðimaður ekki sammála þessu fyrr en bent hefur verið á að snjóþyngsli í fjöllum og á heiðum tryggir svo gott sem næst að gott vatn verði í ánum á komandi sumri. Það er nefnilega ekki nema fjögur ár síðan árnar voru margar hverjar svo vatnlitlar, þá sérstaklega á vestur og norðvesturlandi, að þær voru óveiðandi yfir stærstam part af sumrinu. Göngur voru þá víða ágætar en veiðin var afspyrnuléleg einfaldlega vegna þess að árnar voru varla að renna og laxinn sem var gengin lagðist í dýpstu hyljina og tók sama og ekkert. Ég þykist nokkuð viss um að veiðimenn og veiðikonur landsins kjósi frekar nokkra leiðindardaga í ófærð, nokkrar vikur þar sem það þarf að moka sig út, mánuð eða mánuði í að vakna og skafa bílinn heldur en að upplifa annað sumar eins og 2018 í vatnsleysi. Veiðitímabilið er skammt undan en veiði hefst samkvæmt venju 1. apríl og þangað til skulum við bara fagna snjókomu og öllu því sem flestir skilgreina sem leiðindi því það segir okkur bara að við komum til með að kasta flugu fyrir lax og silung í sumar í flottu vatni.
Stangveiði Mest lesið 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði