„Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 11:31 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Arnar Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, fagnar nýjustu viðbót Hafnfirðinga við hópinn. Kjartan Henry Finnbogason samdi við liðið í gær. „Við töluðum saman á föstudaginn, þar sem við áttum mjög gott samtal og fórum yfir hlutina. Eftir það talaði ég við yfirmann knattspyrnumála, Davíð Þór Viðarsson, hann fór í málið og þeir kláruðu þetta um helgina,“ segir Heimir um aðdraganda samnings FH við Kjartan Henry. Kjartan verið iðinn í Kaplakrika En Kjartan hefur hins vegar verið án liðs um hríð. Var Heimir ákveðinn í að klófesta kauða frá því að hann var látinn fara frá KR í haust? „Auðvitað þarf að huga að mörgu þegar maður fær leikmann. Ég hef alltaf verið hrifinn af Kjartani Henry, hann er góður leikmaður, góður senter sem skorar mikið af mörkum og sérstaklega hefur hann verið erfiður hérna í Kaplakrika,“ „Hann hefur skorað mikið þar og við vonum að það verði framhald á því. En hann gefur liðinu ákveðna vigt, hann er stór prófíll og öflugur leikmaður í fínu formi svo við erum spenntir,“ segir Heimir. Klippa: Hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna Vilji láta gott af sér leiða Heimir er jafnaldri Rúnars Kristinssonar og þeir félagar léku saman upp yngri flokka hjá KR á sínum tíma og eru því fínustu félagar. Aðspurður hvort vinur hans Rúnar hafi gert mistök með því að láta Kjartan fara segir Heimir: „Það er ekki mitt að svara því. Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því.“ Heimir kveðst þá ekki búast við neinum vandræðum frá Kjartani Henry, aðspurður í ljósi stormasamra síðustu vikna á tíma Kjartans í Vesturbænum. „Nei, alls ekki. Þessi meintu agabrot hafa nú öll vera dregin til baka á endanum. Það kom fram í samtalinu sem við áttum að hann vill koma og láta gott af sér leiða, hann ber mikla virðingu fyrir klúbbnum og er tilbúinn að hjálpa yngri leikmönnum líka,“ segir Heimir. „Tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna“ Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í samtali við Fótbolti.net í gær að Kjartan Henry byggi yfir svokölluðu FH attitude-i, það er að segja FH hugarfari. En hvað felst í því? „Það sem FH hefur haft, þegar FH var að vinna titla, var gríðarlega gott skipulag. Menn voru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan og eins og ég hef sagt áður var ekkert endilega alltaf fallegasti fótboltinn sem skóp sigrana, heldur samstaða,“ segir Heimir og bætir við: „Kjartan Henry hefur svolítið þetta hugarfar, eins og Davíð kom inn á, hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna.“ Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla KR Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
„Við töluðum saman á föstudaginn, þar sem við áttum mjög gott samtal og fórum yfir hlutina. Eftir það talaði ég við yfirmann knattspyrnumála, Davíð Þór Viðarsson, hann fór í málið og þeir kláruðu þetta um helgina,“ segir Heimir um aðdraganda samnings FH við Kjartan Henry. Kjartan verið iðinn í Kaplakrika En Kjartan hefur hins vegar verið án liðs um hríð. Var Heimir ákveðinn í að klófesta kauða frá því að hann var látinn fara frá KR í haust? „Auðvitað þarf að huga að mörgu þegar maður fær leikmann. Ég hef alltaf verið hrifinn af Kjartani Henry, hann er góður leikmaður, góður senter sem skorar mikið af mörkum og sérstaklega hefur hann verið erfiður hérna í Kaplakrika,“ „Hann hefur skorað mikið þar og við vonum að það verði framhald á því. En hann gefur liðinu ákveðna vigt, hann er stór prófíll og öflugur leikmaður í fínu formi svo við erum spenntir,“ segir Heimir. Klippa: Hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna Vilji láta gott af sér leiða Heimir er jafnaldri Rúnars Kristinssonar og þeir félagar léku saman upp yngri flokka hjá KR á sínum tíma og eru því fínustu félagar. Aðspurður hvort vinur hans Rúnar hafi gert mistök með því að láta Kjartan fara segir Heimir: „Það er ekki mitt að svara því. Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því.“ Heimir kveðst þá ekki búast við neinum vandræðum frá Kjartani Henry, aðspurður í ljósi stormasamra síðustu vikna á tíma Kjartans í Vesturbænum. „Nei, alls ekki. Þessi meintu agabrot hafa nú öll vera dregin til baka á endanum. Það kom fram í samtalinu sem við áttum að hann vill koma og láta gott af sér leiða, hann ber mikla virðingu fyrir klúbbnum og er tilbúinn að hjálpa yngri leikmönnum líka,“ segir Heimir. „Tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna“ Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í samtali við Fótbolti.net í gær að Kjartan Henry byggi yfir svokölluðu FH attitude-i, það er að segja FH hugarfari. En hvað felst í því? „Það sem FH hefur haft, þegar FH var að vinna titla, var gríðarlega gott skipulag. Menn voru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan og eins og ég hef sagt áður var ekkert endilega alltaf fallegasti fótboltinn sem skóp sigrana, heldur samstaða,“ segir Heimir og bætir við: „Kjartan Henry hefur svolítið þetta hugarfar, eins og Davíð kom inn á, hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna.“ Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla KR Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn