„Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 11:31 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Arnar Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, fagnar nýjustu viðbót Hafnfirðinga við hópinn. Kjartan Henry Finnbogason samdi við liðið í gær. „Við töluðum saman á föstudaginn, þar sem við áttum mjög gott samtal og fórum yfir hlutina. Eftir það talaði ég við yfirmann knattspyrnumála, Davíð Þór Viðarsson, hann fór í málið og þeir kláruðu þetta um helgina,“ segir Heimir um aðdraganda samnings FH við Kjartan Henry. Kjartan verið iðinn í Kaplakrika En Kjartan hefur hins vegar verið án liðs um hríð. Var Heimir ákveðinn í að klófesta kauða frá því að hann var látinn fara frá KR í haust? „Auðvitað þarf að huga að mörgu þegar maður fær leikmann. Ég hef alltaf verið hrifinn af Kjartani Henry, hann er góður leikmaður, góður senter sem skorar mikið af mörkum og sérstaklega hefur hann verið erfiður hérna í Kaplakrika,“ „Hann hefur skorað mikið þar og við vonum að það verði framhald á því. En hann gefur liðinu ákveðna vigt, hann er stór prófíll og öflugur leikmaður í fínu formi svo við erum spenntir,“ segir Heimir. Klippa: Hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna Vilji láta gott af sér leiða Heimir er jafnaldri Rúnars Kristinssonar og þeir félagar léku saman upp yngri flokka hjá KR á sínum tíma og eru því fínustu félagar. Aðspurður hvort vinur hans Rúnar hafi gert mistök með því að láta Kjartan fara segir Heimir: „Það er ekki mitt að svara því. Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því.“ Heimir kveðst þá ekki búast við neinum vandræðum frá Kjartani Henry, aðspurður í ljósi stormasamra síðustu vikna á tíma Kjartans í Vesturbænum. „Nei, alls ekki. Þessi meintu agabrot hafa nú öll vera dregin til baka á endanum. Það kom fram í samtalinu sem við áttum að hann vill koma og láta gott af sér leiða, hann ber mikla virðingu fyrir klúbbnum og er tilbúinn að hjálpa yngri leikmönnum líka,“ segir Heimir. „Tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna“ Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í samtali við Fótbolti.net í gær að Kjartan Henry byggi yfir svokölluðu FH attitude-i, það er að segja FH hugarfari. En hvað felst í því? „Það sem FH hefur haft, þegar FH var að vinna titla, var gríðarlega gott skipulag. Menn voru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan og eins og ég hef sagt áður var ekkert endilega alltaf fallegasti fótboltinn sem skóp sigrana, heldur samstaða,“ segir Heimir og bætir við: „Kjartan Henry hefur svolítið þetta hugarfar, eins og Davíð kom inn á, hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna.“ Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla KR Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
„Við töluðum saman á föstudaginn, þar sem við áttum mjög gott samtal og fórum yfir hlutina. Eftir það talaði ég við yfirmann knattspyrnumála, Davíð Þór Viðarsson, hann fór í málið og þeir kláruðu þetta um helgina,“ segir Heimir um aðdraganda samnings FH við Kjartan Henry. Kjartan verið iðinn í Kaplakrika En Kjartan hefur hins vegar verið án liðs um hríð. Var Heimir ákveðinn í að klófesta kauða frá því að hann var látinn fara frá KR í haust? „Auðvitað þarf að huga að mörgu þegar maður fær leikmann. Ég hef alltaf verið hrifinn af Kjartani Henry, hann er góður leikmaður, góður senter sem skorar mikið af mörkum og sérstaklega hefur hann verið erfiður hérna í Kaplakrika,“ „Hann hefur skorað mikið þar og við vonum að það verði framhald á því. En hann gefur liðinu ákveðna vigt, hann er stór prófíll og öflugur leikmaður í fínu formi svo við erum spenntir,“ segir Heimir. Klippa: Hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna Vilji láta gott af sér leiða Heimir er jafnaldri Rúnars Kristinssonar og þeir félagar léku saman upp yngri flokka hjá KR á sínum tíma og eru því fínustu félagar. Aðspurður hvort vinur hans Rúnar hafi gert mistök með því að láta Kjartan fara segir Heimir: „Það er ekki mitt að svara því. Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því.“ Heimir kveðst þá ekki búast við neinum vandræðum frá Kjartani Henry, aðspurður í ljósi stormasamra síðustu vikna á tíma Kjartans í Vesturbænum. „Nei, alls ekki. Þessi meintu agabrot hafa nú öll vera dregin til baka á endanum. Það kom fram í samtalinu sem við áttum að hann vill koma og láta gott af sér leiða, hann ber mikla virðingu fyrir klúbbnum og er tilbúinn að hjálpa yngri leikmönnum líka,“ segir Heimir. „Tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna“ Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í samtali við Fótbolti.net í gær að Kjartan Henry byggi yfir svokölluðu FH attitude-i, það er að segja FH hugarfari. En hvað felst í því? „Það sem FH hefur haft, þegar FH var að vinna titla, var gríðarlega gott skipulag. Menn voru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan og eins og ég hef sagt áður var ekkert endilega alltaf fallegasti fótboltinn sem skóp sigrana, heldur samstaða,“ segir Heimir og bætir við: „Kjartan Henry hefur svolítið þetta hugarfar, eins og Davíð kom inn á, hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna.“ Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla KR Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira