Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. janúar 2023 10:01 Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX segist ekki geta upplýst um playlista morgungöngunnar. Svo furðulegur sé hann. Kristín segir að hún væri alveg til í að sofa lengur á morgnana en hún sé hins vegar svo mikil A týpa að hún þurfi ekki vekjaraklukku. Vísir/Vilhelm Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna svona sex til hálf sjö. Er ferleg A týpa og þarf ekki vekjaraklukku. Vildi stundum að ég gæti sofið lengur.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta sem ég geri á morgnana er að hoppa í útivistarföt og fara út með hundinn minn hana Arabíu. Við löbbum oftast niður á Ægisíðu. Mér finnst það frábært. Stundum hlusta ég á tónlist eða hljóðbækur. Er þessa dagana að hlusta á Trevor Noah - Born a Crime. Frábær frásögn. Ég myndi hins vegar aldrei upplýsa um playlistana sem ég hef sett saman fyrir morgungöngurnar, veit að þeir eru stórfurðuleg samsuða. En stundum hlusta ég ekki á neitt og finnst gott að skipuleggja daginn í huganum eða að pæla í hvernig sé best að leysa hin og þessi verkefni.“ Hvaða atvik eða augnablik kemur upp í hugann þegar þú rifjar upp eitthvað hláturskast sem þú fékkst þar sem þú hreinlega grenjaðir úr hlátri? „Ég á mjög auðvelt með að fara að grenja úr hlátri og oft er það vegna eigin klaufaskapar eins og þegar ég tók raunverulega einn og hálfan kollhnís á gönguskíðum í brekku á Ísafirði um árið. Gat ekki staðið aftur upp af hlátri. En nær í tíma er eitt af mörgum skiptum í ferð sem við vinkonurnar úr Álftamýraskóla fórum í síðastliðið haust. Þar rigguðu herrarnir okkar einn daginn upp óvæntu skemmtiatriði á sundlaugarbakkanum sem fékk okkur allar til að grenja úr hlátri. Held ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra.“ Pikknikk og gönguskíði: Fyrir utan vinnuna reynir Kristín meðvitað að hreyfa sig utandyra eins mikið og kostur er. Jafn mikill Apple aðdáandi og hún er, segir hún Microsoft To Do listann algjöra snilld fyrir skipulagið og þótt hún hljómi mjög skipulögð og sé það almennt, finnst henni mikilvægt að það komi fram að hún geti líka verið spontant!Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana er ég að undirbúa málflutning í Hæstarétti ásamt því að sinna öðrum verkefnum í vinnunni. Ég er líka að reyna að komast sem oftast í hreyfingu utandyra, sérstaklega á gönguskíðin, er ekki hægt að skilgreina það sem verkefni annars?“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er mjög skipulögð týpa og nýti mér tæknina eins og ég get. Er bæði með dagbók fyrir vinnuna og líka sameiginlega dagbók með fjölskyldunni svo ég hafi yfirsýn yfir allt sem ég þarf að hafa yfirsýn yfir. Ég er algjör Apple aðdáandi en verð að viðurkenna að Microsoft To Do er algjör snilld, virkar þvert Outlook og iOS og gerir mér mögulegt að halda mörgum boltum á lofti en sofna samt róleg á kvöldin. Ég hef líka tamið mér að ljúka vinnudeginum með því að fara yfir hvernig morgundagurinn lítur út. Vá hvað þetta hljómar samt þurrt. Ég get sko verið mjög spontant líka, svo það komi fram!“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? (virk kvöld) „Ég er frekar kvöldsvæf og er yfirleitt alltaf komin upp í rúm milli klukkan tíu og ellefu á virkum dögum. Dóttir mín myndi samt gera athugasemdir við þetta svar því hún heldur því fram að það þýði ekkert að hringja í mig á kvöldin eftir klukkan níu. Ég er nú ekki alveg sammála því.“ Kaffispjallið Lögmennska Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna svona sex til hálf sjö. Er ferleg A týpa og þarf ekki vekjaraklukku. Vildi stundum að ég gæti sofið lengur.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta sem ég geri á morgnana er að hoppa í útivistarföt og fara út með hundinn minn hana Arabíu. Við löbbum oftast niður á Ægisíðu. Mér finnst það frábært. Stundum hlusta ég á tónlist eða hljóðbækur. Er þessa dagana að hlusta á Trevor Noah - Born a Crime. Frábær frásögn. Ég myndi hins vegar aldrei upplýsa um playlistana sem ég hef sett saman fyrir morgungöngurnar, veit að þeir eru stórfurðuleg samsuða. En stundum hlusta ég ekki á neitt og finnst gott að skipuleggja daginn í huganum eða að pæla í hvernig sé best að leysa hin og þessi verkefni.“ Hvaða atvik eða augnablik kemur upp í hugann þegar þú rifjar upp eitthvað hláturskast sem þú fékkst þar sem þú hreinlega grenjaðir úr hlátri? „Ég á mjög auðvelt með að fara að grenja úr hlátri og oft er það vegna eigin klaufaskapar eins og þegar ég tók raunverulega einn og hálfan kollhnís á gönguskíðum í brekku á Ísafirði um árið. Gat ekki staðið aftur upp af hlátri. En nær í tíma er eitt af mörgum skiptum í ferð sem við vinkonurnar úr Álftamýraskóla fórum í síðastliðið haust. Þar rigguðu herrarnir okkar einn daginn upp óvæntu skemmtiatriði á sundlaugarbakkanum sem fékk okkur allar til að grenja úr hlátri. Held ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra.“ Pikknikk og gönguskíði: Fyrir utan vinnuna reynir Kristín meðvitað að hreyfa sig utandyra eins mikið og kostur er. Jafn mikill Apple aðdáandi og hún er, segir hún Microsoft To Do listann algjöra snilld fyrir skipulagið og þótt hún hljómi mjög skipulögð og sé það almennt, finnst henni mikilvægt að það komi fram að hún geti líka verið spontant!Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana er ég að undirbúa málflutning í Hæstarétti ásamt því að sinna öðrum verkefnum í vinnunni. Ég er líka að reyna að komast sem oftast í hreyfingu utandyra, sérstaklega á gönguskíðin, er ekki hægt að skilgreina það sem verkefni annars?“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er mjög skipulögð týpa og nýti mér tæknina eins og ég get. Er bæði með dagbók fyrir vinnuna og líka sameiginlega dagbók með fjölskyldunni svo ég hafi yfirsýn yfir allt sem ég þarf að hafa yfirsýn yfir. Ég er algjör Apple aðdáandi en verð að viðurkenna að Microsoft To Do er algjör snilld, virkar þvert Outlook og iOS og gerir mér mögulegt að halda mörgum boltum á lofti en sofna samt róleg á kvöldin. Ég hef líka tamið mér að ljúka vinnudeginum með því að fara yfir hvernig morgundagurinn lítur út. Vá hvað þetta hljómar samt þurrt. Ég get sko verið mjög spontant líka, svo það komi fram!“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? (virk kvöld) „Ég er frekar kvöldsvæf og er yfirleitt alltaf komin upp í rúm milli klukkan tíu og ellefu á virkum dögum. Dóttir mín myndi samt gera athugasemdir við þetta svar því hún heldur því fram að það þýði ekkert að hringja í mig á kvöldin eftir klukkan níu. Ég er nú ekki alveg sammála því.“
Kaffispjallið Lögmennska Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira