Alfreð fann ástina: „Þetta gerðist bara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2023 10:01 Alfreð Gíslason og Hrund Gunnsteinsdóttir. instagram síða alfreðs gíslasonar Í viðtali við þýska blaðið Bild lýsir Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, því hvernig hann fann ástina á nýjan leik. Eiginkona Alfreðs, Kara Guðrún Melstað, lést eftir baráttu við krabbamein í maí 2021. Þau höfðu verið saman frá því á unglingsaldri. Í viðtalinu við Bild segir Alfreð að það hafi ekki verið á dagskránni að finna ástina en það það gerðist samt. „Það var ekki á áætluninni. Þetta gerðist bara,“ sagði Alfreð. Kærasta hans, Hrund Gunnsteinsdóttir, hafði samband við hann eftir að hafa hlustað á viðtal við Alfreð í hlaðvarpi Snorra Björnssonar. „Hún skrifaði mér og bað um viðtal. Ég sagðist geta svarað henni næst þegar ég væri á Íslandi. Ég veitti henni viðtal og sagðist vera að fara til Akureyrar að hitta fjölskylduna á morgun en myndi koma aftur í næstu viku og þá ættum við að fá okkur að borða. Þannig byrjaði þetta; alls ekki planað.“ Hrund er af miklum handboltaættum. Systkini hennar, Skúli og Guðný, léku bæði handbolta, lengst af með Stjörnunni, og með íslenska landsliðinu. Þá þjálfaði Skúli karlalið Aftureldingar sem varð þrefaldur meistari tímabilið 1998-99. Faðir þeirra er svo Gunnsteinn Skúlason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Í fyrsta samtali Alfreðs og Hrundar kom í ljós að Gunnsteinn hafði verið aðstoðarþjálfari landsliðsins í fyrstu ferð hans með því. Alfreð segist líða vel um þessar mundir. „Við pössum mjög vel saman. Ég get talað við hana um allt,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar hafa spilað vel á HM undir stjórn Alfreðs og mæta Frökkum í kvöld í átta liða úrslitum mótsins. HM 2023 í handbolta Ástin og lífið Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Eiginkona Alfreðs, Kara Guðrún Melstað, lést eftir baráttu við krabbamein í maí 2021. Þau höfðu verið saman frá því á unglingsaldri. Í viðtalinu við Bild segir Alfreð að það hafi ekki verið á dagskránni að finna ástina en það það gerðist samt. „Það var ekki á áætluninni. Þetta gerðist bara,“ sagði Alfreð. Kærasta hans, Hrund Gunnsteinsdóttir, hafði samband við hann eftir að hafa hlustað á viðtal við Alfreð í hlaðvarpi Snorra Björnssonar. „Hún skrifaði mér og bað um viðtal. Ég sagðist geta svarað henni næst þegar ég væri á Íslandi. Ég veitti henni viðtal og sagðist vera að fara til Akureyrar að hitta fjölskylduna á morgun en myndi koma aftur í næstu viku og þá ættum við að fá okkur að borða. Þannig byrjaði þetta; alls ekki planað.“ Hrund er af miklum handboltaættum. Systkini hennar, Skúli og Guðný, léku bæði handbolta, lengst af með Stjörnunni, og með íslenska landsliðinu. Þá þjálfaði Skúli karlalið Aftureldingar sem varð þrefaldur meistari tímabilið 1998-99. Faðir þeirra er svo Gunnsteinn Skúlason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Í fyrsta samtali Alfreðs og Hrundar kom í ljós að Gunnsteinn hafði verið aðstoðarþjálfari landsliðsins í fyrstu ferð hans með því. Alfreð segist líða vel um þessar mundir. „Við pössum mjög vel saman. Ég get talað við hana um allt,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar hafa spilað vel á HM undir stjórn Alfreðs og mæta Frökkum í kvöld í átta liða úrslitum mótsins.
HM 2023 í handbolta Ástin og lífið Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti