„Ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2023 23:00 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sitt lið hafi ekki átt skilið að vinna leik sinn gegn Haukum í Olís-deild kvenna í kvöld. Valur, sem er á toppi Olís-deildarinnar, vann ansi nauman sigur á liðinu sem er í fimmta sæti. Þegar hann var spurður að því eftir leik hvort þetta hefði verið naumari sigur en hann átti von á, þá sagði hann: „Já, ég skal alveg viðurkenna það.“ „En ég átti von á hörkuleik. Haukar voru yfir meiripart leiksins og í raun áttum við ekki skilið að vinna þennan leik. Við sýndum karakter í lokin, rifum okkur upp og fengum góða markvörslu. Það var líklega það sem skóp þennan sigur.“ Ágúst tók leikhlé snemma leiks þar sem hans lið var ekki að byrja vel. Lét hann leikmenn sína heyra það? „Nei, ég var ekkert að því. Ég var bara aðeins að spjalla við þær og fá fólk til að ræsa á sér. Það heppnaðist ekki alltof vel en við náðum að éta þetta aðeins niður fyrir hálfleikinn. Þetta var járn í járn í seinni hálfleik og ég er guðslifandi feginn að við fengum tvö stig.“ Hann viðurkennir að hann hafi verið orðinn stressaður á því að þetta myndi ekki detta með Val í dag. „Auðvitað var ég það. Haukar eru með gott lið, þær eru í mjög góðu formi og geta hlaupið mikið. Þær áttu alveg skilið að vinna en við stálum og ég er mjög ánægður með það.“ Það vakti athygli að Sara Sif Helgadóttir byrjaði á bekknum hjá Val en hún kom svo inn í markið og varði mjög vel. „Sara er búin að vera að glíma við meiðsli og við erum að spara hana aðeins. Hrafnhildur hefur líka verið að standa sig vel. Sara kom vel inn í dag og var kannski ástæðan á bak við að við náum í þessi tvö stig.“ Ágúst er tiltölulega nýkominn til baka eftir að hafa farið með karlalandsliðinu til Svíþjóðar á HM. Hann er þar í þjálfarateyminu. Var erfitt að vera fjarri Valsliðinu á meðan? „Já, það er ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum. Þetta kom ekki upp korter í mót sko. Ég nenni ekki að vera að velta því fyrir mér.“ Hann var gagnrýndur fyrir þetta, en Valsliðið náði aðeins í þrjú stig úr þremur leikjum á meðan hann var fjarri. „Þetta er eitthvað sem ég og félagið erum með samkomulag um. Þess vegna er ekkert meira um það að segja,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
Þegar hann var spurður að því eftir leik hvort þetta hefði verið naumari sigur en hann átti von á, þá sagði hann: „Já, ég skal alveg viðurkenna það.“ „En ég átti von á hörkuleik. Haukar voru yfir meiripart leiksins og í raun áttum við ekki skilið að vinna þennan leik. Við sýndum karakter í lokin, rifum okkur upp og fengum góða markvörslu. Það var líklega það sem skóp þennan sigur.“ Ágúst tók leikhlé snemma leiks þar sem hans lið var ekki að byrja vel. Lét hann leikmenn sína heyra það? „Nei, ég var ekkert að því. Ég var bara aðeins að spjalla við þær og fá fólk til að ræsa á sér. Það heppnaðist ekki alltof vel en við náðum að éta þetta aðeins niður fyrir hálfleikinn. Þetta var járn í járn í seinni hálfleik og ég er guðslifandi feginn að við fengum tvö stig.“ Hann viðurkennir að hann hafi verið orðinn stressaður á því að þetta myndi ekki detta með Val í dag. „Auðvitað var ég það. Haukar eru með gott lið, þær eru í mjög góðu formi og geta hlaupið mikið. Þær áttu alveg skilið að vinna en við stálum og ég er mjög ánægður með það.“ Það vakti athygli að Sara Sif Helgadóttir byrjaði á bekknum hjá Val en hún kom svo inn í markið og varði mjög vel. „Sara er búin að vera að glíma við meiðsli og við erum að spara hana aðeins. Hrafnhildur hefur líka verið að standa sig vel. Sara kom vel inn í dag og var kannski ástæðan á bak við að við náum í þessi tvö stig.“ Ágúst er tiltölulega nýkominn til baka eftir að hafa farið með karlalandsliðinu til Svíþjóðar á HM. Hann er þar í þjálfarateyminu. Var erfitt að vera fjarri Valsliðinu á meðan? „Já, það er ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum. Þetta kom ekki upp korter í mót sko. Ég nenni ekki að vera að velta því fyrir mér.“ Hann var gagnrýndur fyrir þetta, en Valsliðið náði aðeins í þrjú stig úr þremur leikjum á meðan hann var fjarri. „Þetta er eitthvað sem ég og félagið erum með samkomulag um. Þess vegna er ekkert meira um það að segja,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni