„Búin að vera að drepast í hásinunum í tvö og hálft ár“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 08:01 Lovísa Thompson getur fagnað því að fá loks bót meina sinna með aðgerð í næsta mánuði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er þungu fargi af mér létt að ég hafi ekki bara verið að ímynda mér eitthvað, því þetta hefur angrað mig mjög lengi,“ segir Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, sem hefur komist að rót meins sem hefur plagað hana í tvö og hálft ár. Lovísa fer í aðgerð vegna hásinameiðsla í næsta mánuði og þar með ætti að ljúka glímu við meiðsli sem þessi frábæra handboltakona segir hafa spilað inn í hve stutta viðkomu hún hafði í Danmörku og Noregi fyrir áramót. Lovísa, sem er samningsbundin Val fram á næsta ár, var nefnilega lánuð til Ringköbing í Danmörku síðasta haust en kom sér þaðan eftir aðeins fimm leiki fyrir liðið. Hún var svo viljug til að ganga í raðir Tertnes í Noregi fyrir jól en hætti við það á endanum. „Ég fór út til að skoða aðstæður þarna í desember og félagið vantaði leikmann til að spila, vegna meiðsla. Þeir buðu mér því bara samning á staðnum. Ég ákvað bara að slá til. En þá átti eftir að fara í gegnum viðræður við Ringköbing í Danmörku, þar sem ég hafði verið síðasta haust, svo þetta tók aðeins lengri tíma en við héldum. Leikheimildin kom aldrei í gegn og ég fór heim í jólafrí, og þá var ég alveg að drepast í fætinum. Ég ákvað þá loksins að fara í myndatöku til að sjá hvað væri í gangi, og það kom frekar illa út. Þá ákvað ég bara að hætta við þetta allt saman,“ segir Lovísa í samtali við Vísi. Lovísa Thompson er ein besta handboltakona landsins. Hún er samningsbundin Val til 2024 og reiknar með að spila á Hlíðarenda á næstu leiktíð.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Spilaði í gegnum sársaukann en jafnvel göngutúrar erfiðir En hvernig lýsa meiðslin sér sem angrað hafa þessa 23 ára landsliðskonu, sem þegar hefur orðið Íslandsmeistari í þrígang og bikarmeistari í þrígang? „Það er einhvers konar beinflís sem að ýtir í hásinina. Þetta er eitthvað sem hefur myndast út af of miklu álagi í langan tíma. Ég er búin að vera að drepast í hásinunum í tvö og hálft ár eða svo, en aldrei pælt meira í hvað þetta sé því ég hef alltaf náð að spila í gegnum sársaukann eða sjúkraþjálfari náð að halda þessu niðri. En þarna var komið nóg,“ segir Lovísa sem eins og fyrr segir fer í aðgerð í mars. Fram að því eru jafnvel göngutúrar sársaukafullir fyrir hana. „Mig verkjar rosalega í þetta og fyrst þetta er orðið þannig að ég get ekki farið í venjulegan göngutúr þá er ágætt að þetta [beinflísin] verði fjarlægt. Þetta hefur verið hræðilegt. Það er eitt það besta sem ég geri að labba um úti í íslensku náttúrunni. Kannski er svolítið galið að ég hafi ekki látið mynda þetta fyrr, því mögulega hefði mátt koma í veg fyrir þetta fyrir löngu, en þetta er fínn tímapunktur núna fyrst að ég er ekki að spila. Ég get þá byrjað í fyrsta lagi á næsta tímabili. Núna er bara bjartsýni framundan á að koma sér aftur á strik,“ segir Lovísa. Hlutirnir gengu ekki upp í Danmörku Það voru þó ekki aðeins meiðsli sem urðu til þess að hún fór svo snemma heim frá Ringköbing síðasta haust: „Ég og klúbburinn náðum ekki alveg saman. Ég var rosalega bjartsýn og til í allt en þegar ég kom út þá var þetta ekki alveg eins og ég bjóst við. Það er alveg eðlilegt og ég hefði alveg getað þraukað þarna en í þokkabót var mér illt í líkamanum út af þessum meiðslum. Þetta spilaði allt saman,“ segir Lovísa sem fyrri hluta vetrar hefur því nánast ekkert spilað handbolta og gaf ekki kost á sér í landsliðsverkefni. Meiðslin mögulega haft áhrif á andlegu hliðina Lovísa hafði áður tekið sér stutt hlé frá handbolta undir lok árs 2021, og sagðist þá einfaldlega búin að missa gleðina sem handboltinn hafði fært henni. Gætu meiðslin hafa haft eitthvað þar að segja? „Ég var að fara yfir þetta með sjálfri mér um daginn og ég held án gríns að þessi meiðsli hafi spilað inn í að mér leið ekki vel í líkamanum, og þegar manni finnst maður vera eitthvað „off“ og veit ekki hvað er í gangi þá fer hausinn með. Ég tók þessa pásu 2021 og svo aftur núna, og ég er rosalega fegin að það sé komin lausn í málið,“ segir Lovísa. Eins og staðan er núna eru því vonir til þess að handboltaáhugafólk fái að sjá Lovísu í Valstreyjunni næsta vetur. „Ég vona það. Það er allt annar bragur á mér en þegar ég tók pásuna. Þá var ég bara komin með ógeð á handbolta en núna vil ég vera í handbolta og vona að það hvetji mig áfram til að ná til baka sem fyrst.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Lovísa fer í aðgerð vegna hásinameiðsla í næsta mánuði og þar með ætti að ljúka glímu við meiðsli sem þessi frábæra handboltakona segir hafa spilað inn í hve stutta viðkomu hún hafði í Danmörku og Noregi fyrir áramót. Lovísa, sem er samningsbundin Val fram á næsta ár, var nefnilega lánuð til Ringköbing í Danmörku síðasta haust en kom sér þaðan eftir aðeins fimm leiki fyrir liðið. Hún var svo viljug til að ganga í raðir Tertnes í Noregi fyrir jól en hætti við það á endanum. „Ég fór út til að skoða aðstæður þarna í desember og félagið vantaði leikmann til að spila, vegna meiðsla. Þeir buðu mér því bara samning á staðnum. Ég ákvað bara að slá til. En þá átti eftir að fara í gegnum viðræður við Ringköbing í Danmörku, þar sem ég hafði verið síðasta haust, svo þetta tók aðeins lengri tíma en við héldum. Leikheimildin kom aldrei í gegn og ég fór heim í jólafrí, og þá var ég alveg að drepast í fætinum. Ég ákvað þá loksins að fara í myndatöku til að sjá hvað væri í gangi, og það kom frekar illa út. Þá ákvað ég bara að hætta við þetta allt saman,“ segir Lovísa í samtali við Vísi. Lovísa Thompson er ein besta handboltakona landsins. Hún er samningsbundin Val til 2024 og reiknar með að spila á Hlíðarenda á næstu leiktíð.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Spilaði í gegnum sársaukann en jafnvel göngutúrar erfiðir En hvernig lýsa meiðslin sér sem angrað hafa þessa 23 ára landsliðskonu, sem þegar hefur orðið Íslandsmeistari í þrígang og bikarmeistari í þrígang? „Það er einhvers konar beinflís sem að ýtir í hásinina. Þetta er eitthvað sem hefur myndast út af of miklu álagi í langan tíma. Ég er búin að vera að drepast í hásinunum í tvö og hálft ár eða svo, en aldrei pælt meira í hvað þetta sé því ég hef alltaf náð að spila í gegnum sársaukann eða sjúkraþjálfari náð að halda þessu niðri. En þarna var komið nóg,“ segir Lovísa sem eins og fyrr segir fer í aðgerð í mars. Fram að því eru jafnvel göngutúrar sársaukafullir fyrir hana. „Mig verkjar rosalega í þetta og fyrst þetta er orðið þannig að ég get ekki farið í venjulegan göngutúr þá er ágætt að þetta [beinflísin] verði fjarlægt. Þetta hefur verið hræðilegt. Það er eitt það besta sem ég geri að labba um úti í íslensku náttúrunni. Kannski er svolítið galið að ég hafi ekki látið mynda þetta fyrr, því mögulega hefði mátt koma í veg fyrir þetta fyrir löngu, en þetta er fínn tímapunktur núna fyrst að ég er ekki að spila. Ég get þá byrjað í fyrsta lagi á næsta tímabili. Núna er bara bjartsýni framundan á að koma sér aftur á strik,“ segir Lovísa. Hlutirnir gengu ekki upp í Danmörku Það voru þó ekki aðeins meiðsli sem urðu til þess að hún fór svo snemma heim frá Ringköbing síðasta haust: „Ég og klúbburinn náðum ekki alveg saman. Ég var rosalega bjartsýn og til í allt en þegar ég kom út þá var þetta ekki alveg eins og ég bjóst við. Það er alveg eðlilegt og ég hefði alveg getað þraukað þarna en í þokkabót var mér illt í líkamanum út af þessum meiðslum. Þetta spilaði allt saman,“ segir Lovísa sem fyrri hluta vetrar hefur því nánast ekkert spilað handbolta og gaf ekki kost á sér í landsliðsverkefni. Meiðslin mögulega haft áhrif á andlegu hliðina Lovísa hafði áður tekið sér stutt hlé frá handbolta undir lok árs 2021, og sagðist þá einfaldlega búin að missa gleðina sem handboltinn hafði fært henni. Gætu meiðslin hafa haft eitthvað þar að segja? „Ég var að fara yfir þetta með sjálfri mér um daginn og ég held án gríns að þessi meiðsli hafi spilað inn í að mér leið ekki vel í líkamanum, og þegar manni finnst maður vera eitthvað „off“ og veit ekki hvað er í gangi þá fer hausinn með. Ég tók þessa pásu 2021 og svo aftur núna, og ég er rosalega fegin að það sé komin lausn í málið,“ segir Lovísa. Eins og staðan er núna eru því vonir til þess að handboltaáhugafólk fái að sjá Lovísu í Valstreyjunni næsta vetur. „Ég vona það. Það er allt annar bragur á mér en þegar ég tók pásuna. Þá var ég bara komin með ógeð á handbolta en núna vil ég vera í handbolta og vona að það hvetji mig áfram til að ná til baka sem fyrst.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira