Danski heimsmeistarinn Magnus Saugstrup meiddist í lokin á bikarleik gegn Kiel á dögunum og spilar líklega ekki meira með Magdeburg á þessu tímabili.
Magdeburg þurfti því að hafa hraðar hendur til að finna staðgengil Saugstrups og samdi við Bergendahl sem var nýkominn til Stuttgart. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Magdeburg.
Der nächste Europameister für Magdeburg
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) February 10, 2023
Herzlich willkommen, Oscar Bergendahl!
Hier geht´s zur Meldung https://t.co/go1ZWq4PM0
_____
Weitere Informationen findet ihr in der SCM-App sowie auf https://t.co/GG0E8ZfMpc.
_____
| #SCMHUJA | Katja Müller | pic.twitter.com/OuPyVE7Lz8
Þar hittir hann fyrir íslensku landsliðsmennina Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon sem spilar reyndar ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla. Í stað hans fékk Magdeburg svartfellsku skyttuna Vladan Lipovina.
Bergendahl átti frábært ár í fyrra. Hann varð fyrst Evrópumeistari með sænska landsliðinu og valinn besti varnarmaður EM. Bergendahl varð svo danskur meistari með GOG.