Andri Snær: „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Árni Gísli Magnússon skrifar 15. febrúar 2023 20:15 Andri Snær var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir/Getty Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, gat ekki annað en verið sáttur með sigur síns lið gegn Haukum í Olís deild kvenna í leik sem fram fór í KA-heimilinu nú í kvöld. KA/Þór komst mest níu mörkum yfir en Haukar náðu að laga stöðuna og fjögurra marka sigur var niðurstaðan. Lokatölur 32-28. „Bara algjörlega kaflaskiptur leikur. Fyrst og fremst mjög gott að vinna og við sýndum mjög góðar rispur inn á milli. Varnarlega inn á milli vorum við frábærar og duttum svo líka niður á mjög lágt plan þannig að það er fullt af möguleikum að gera betur þar.“ „Sóknarlega fannst mér við frábærar eiginlega allan leikinn og fórum með fullt af góðum færum þannig við vorum í ágætis málum allan tímann sóknarlega en við getum samt hlaupið betur upp og til baka þannig ég sé strax bara tækifæri í að bæta okkar leik en mjög góður sigur.“ Ida Margrethe Hoberg gekk nýverið til liðs við KA/Þór frá danska liðinu Randers. Ida er 19 ára mjög frambærileg skytta og spilaði virkilega vel í dag en hún meiddist í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið högg á andlitið. Hún spilaði þó seinn hálfleikinn eftir að hafa fengið aðhlynningu í hálfleik. „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Sagði Andri glettinn og hélt áfram. „Hún er nagli og við erum ánægð með að hafa náð að tjasla henni saman í seinni hálfleik því hún er skemmtilegur leikmaður og hjálpar okkur mikið.“ Tröppugangur hefur verið hjá norðankonum eftir brösuga byrjun á tímabilinu og horfir Andri bjartsýnisaugum á framhaldið. „Þetta var fyrsti leikurinn í langan tíma og þess vegna kannski var eðlilegt að við vorum svolítið kaflaskiptar en við sjáum allavega tækifæri í að bæta okkar leik og það eru bara sex leikir eftir fram að úrslitakeppni og ég held að við, eins og önnur lið, viljum bæta okkur og vera í standi síðustu mánuðina á tímabilinu.“ KA/Þór lyftir sér upp fyrir Hauka í töflunni með sigrinum og sitja nú í 5. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Fram í fjórða sætinu sem hafa leikið einum leik meira. Er Andri að horfa á fjórða sætið til að komast beint inn í úrslitakeppnina? „Nei, ég held í raun að það sé vonlaust að ná fjórða sætinu ef ég á að segja alveg eins og er, en við munum bara fyrst og fremst horfa í okkar frammistöðu það sem við getum lagað og bætt af því að þetta snýst allt um úrslitakeppnina og við verðum þar væntanlega í fimmta eða sjötta sæti, þetta er enn þá barátta við Haukana og gott að vera komin með innbyrðis á þær núna,“ sagði Andri að lokum. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
KA/Þór komst mest níu mörkum yfir en Haukar náðu að laga stöðuna og fjögurra marka sigur var niðurstaðan. Lokatölur 32-28. „Bara algjörlega kaflaskiptur leikur. Fyrst og fremst mjög gott að vinna og við sýndum mjög góðar rispur inn á milli. Varnarlega inn á milli vorum við frábærar og duttum svo líka niður á mjög lágt plan þannig að það er fullt af möguleikum að gera betur þar.“ „Sóknarlega fannst mér við frábærar eiginlega allan leikinn og fórum með fullt af góðum færum þannig við vorum í ágætis málum allan tímann sóknarlega en við getum samt hlaupið betur upp og til baka þannig ég sé strax bara tækifæri í að bæta okkar leik en mjög góður sigur.“ Ida Margrethe Hoberg gekk nýverið til liðs við KA/Þór frá danska liðinu Randers. Ida er 19 ára mjög frambærileg skytta og spilaði virkilega vel í dag en hún meiddist í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið högg á andlitið. Hún spilaði þó seinn hálfleikinn eftir að hafa fengið aðhlynningu í hálfleik. „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Sagði Andri glettinn og hélt áfram. „Hún er nagli og við erum ánægð með að hafa náð að tjasla henni saman í seinni hálfleik því hún er skemmtilegur leikmaður og hjálpar okkur mikið.“ Tröppugangur hefur verið hjá norðankonum eftir brösuga byrjun á tímabilinu og horfir Andri bjartsýnisaugum á framhaldið. „Þetta var fyrsti leikurinn í langan tíma og þess vegna kannski var eðlilegt að við vorum svolítið kaflaskiptar en við sjáum allavega tækifæri í að bæta okkar leik og það eru bara sex leikir eftir fram að úrslitakeppni og ég held að við, eins og önnur lið, viljum bæta okkur og vera í standi síðustu mánuðina á tímabilinu.“ KA/Þór lyftir sér upp fyrir Hauka í töflunni með sigrinum og sitja nú í 5. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Fram í fjórða sætinu sem hafa leikið einum leik meira. Er Andri að horfa á fjórða sætið til að komast beint inn í úrslitakeppnina? „Nei, ég held í raun að það sé vonlaust að ná fjórða sætinu ef ég á að segja alveg eins og er, en við munum bara fyrst og fremst horfa í okkar frammistöðu það sem við getum lagað og bætt af því að þetta snýst allt um úrslitakeppnina og við verðum þar væntanlega í fimmta eða sjötta sæti, þetta er enn þá barátta við Haukana og gott að vera komin með innbyrðis á þær núna,“ sagði Andri að lokum.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira