Stólpagrín gert að Monsa eftir klúðrið ótrúlega: „Vissi ekki að þetta væri hægt“ Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2023 11:30 Úlfar Páll Monsi Þórðarson hafði góðan húmor fyrir klúðrinu sínu, einn gegn galtómu marki. Skjáskot-Vísir/Arnar „Fyrst langaði mig til að hlæja en svo hugsaði ég; þetta var kannski svolítið vont,“ segir Úlfar Páll Monsi Þórðarson, leikmaður Aftureldingar, eftir sennilega ótrúlegasta klúður í sögu íslensks handbolta og þó víðar væri leitað. Monsi, eins og hann er kallaður, fékk boltann í hraðaupphlaupi, einn gegn algjörlega tómu marki, í bikarleik gegn KA í vikunni en skaut boltanum einhvern veginn í þverslá. Atvikið má sjá í frétt Stefáns Árna Pálssonar úr Sportpakkanum hér að neðan. Staðan var 23-23 og spennan í KA-heimilinu þrúgandi, en sem betur fer fyrir Monsa og félaga náðu Mosfellingar að fagna sigri í framlengdum leik. Hann segist ekki hafa látið atvikið trufla sig mikið í leiknum sjálfum: „Mér fannst þetta bara fyndið og hafði ekki miklar áhyggjur, þannig séð. Ekki þegar við erum með leikmann eins og Árna Braga sem er alltaf „clutch“ í framlengingu. Þá er voða lítið sem maður þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Monsi en Árni Bragi leiddi Aftureldingu til sigurs og skoraði níu mörk á sínum gamla heimavelli. Myndbandið af klúðri Monsa hefur hins vegar vakið meiri athygli og því verið dreift víða. Er eitthvað búið að gera grín að honum? „Eitthvað? Alveg hrikalega mikið. Eðlilega líka. Þetta var ógeðslega fyndið. Ég vissi ekki að þetta væri hægt fyrr en að ég gerði þetta. Þegar ég heyrði boltann fara í slána þá trúði ég því eiginlega ekki sjálfur,“ segir Monsi en hann sér þó ekki fyrir sér að láta boltann rúlla laust í markið næst þegar hann stendur fyrir framan autt mark. „Ég reyni kannski að setja hann slána inn næst,“ segir Monsi léttur og bendir réttilega á að „slysin gerast hjá bestu leikmönnum.“ Afturelding komst með 35-32 sigri sínum áfram í Laugardalshöll, í undanúrslit Powerade-bikarsins sem fram fara eftir mánuð. Næsti leikur Monsa og félaga er hins vegar í Olís-deildinni á mánudagskvöld þegar þeir taka á móti Haukum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Powerade-bikarinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Monsi, eins og hann er kallaður, fékk boltann í hraðaupphlaupi, einn gegn algjörlega tómu marki, í bikarleik gegn KA í vikunni en skaut boltanum einhvern veginn í þverslá. Atvikið má sjá í frétt Stefáns Árna Pálssonar úr Sportpakkanum hér að neðan. Staðan var 23-23 og spennan í KA-heimilinu þrúgandi, en sem betur fer fyrir Monsa og félaga náðu Mosfellingar að fagna sigri í framlengdum leik. Hann segist ekki hafa látið atvikið trufla sig mikið í leiknum sjálfum: „Mér fannst þetta bara fyndið og hafði ekki miklar áhyggjur, þannig séð. Ekki þegar við erum með leikmann eins og Árna Braga sem er alltaf „clutch“ í framlengingu. Þá er voða lítið sem maður þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Monsi en Árni Bragi leiddi Aftureldingu til sigurs og skoraði níu mörk á sínum gamla heimavelli. Myndbandið af klúðri Monsa hefur hins vegar vakið meiri athygli og því verið dreift víða. Er eitthvað búið að gera grín að honum? „Eitthvað? Alveg hrikalega mikið. Eðlilega líka. Þetta var ógeðslega fyndið. Ég vissi ekki að þetta væri hægt fyrr en að ég gerði þetta. Þegar ég heyrði boltann fara í slána þá trúði ég því eiginlega ekki sjálfur,“ segir Monsi en hann sér þó ekki fyrir sér að láta boltann rúlla laust í markið næst þegar hann stendur fyrir framan autt mark. „Ég reyni kannski að setja hann slána inn næst,“ segir Monsi léttur og bendir réttilega á að „slysin gerast hjá bestu leikmönnum.“ Afturelding komst með 35-32 sigri sínum áfram í Laugardalshöll, í undanúrslit Powerade-bikarsins sem fram fara eftir mánuð. Næsti leikur Monsa og félaga er hins vegar í Olís-deildinni á mánudagskvöld þegar þeir taka á móti Haukum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Powerade-bikarinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira