Sigurður Egill Lárusson kom Valsmönnum í forystu eftir tæplega hálftíma leik og það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.
Gestirnir þurftu að leika seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri eftir að Aron Jóhannsson nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Það kom hins vegar ekki að sök og Kristinn Freyr Sigurðsson tvöfaldaði forystu liðsins með marki úr vítaspyrnu á seinustu mínútu venjulegs leiktíma og þar við sat.
Niðurstaðan því nokkuð öruggur 2-0 sigur Valsmanna sem eru með fullt hús stiga á toppi riðilsins eftir tvo leiki. Skagamenn eru hins vegar með þrjú stig, líkt og HK, og sitja í þriðja sæti.