Þrátt fyrir að hafa skorað átta mörk úr tíu skotum fyrir Magdeburg var Gísli aðeins næst markahæsti leikmaður liðsins í dag, en Kay Smits gerði sér lítið fyrir og skoraði tólf úr fimmtán skotum.
Gísli lagði einnig upp tvö mörk fyrir liðsfélaga sína og Magdeburg vann að lokum fjögurra marka sigur, 32-28, eftir að staðan var jöfn í hálfleik. Magdeburg situr í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fjórum stigum minna en topplið Füchse Berlin sem hefur leikið tveimur leikjum meira.
Heimsieg! 💚❤️
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) February 19, 2023
Wir gewinnen mit 32:28 gegen den HSV Handball in der LIQUI MOLY Handball-Bundsliga.
Danke, für die ausverkaufte Arena und die grandiose Stimmung!
Spielbericht ➡️ https://t.co/9RtkUkw0eY
Tickets ➡️ https://t.co/dxdt6cqcP6
_____#scmhuja I 📸 Franzi Gora pic.twitter.com/Y0bIJI9Vfk
Þá voru Teitur Örn Einarsson og Y´mir Örn Gíslason einnig í sigurliðum í dag. Teitur og félagar í Flensburg unnu öruggan 13 marka sigur gegn Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum í Bergischer, 30-17, og Ýmir og félagar unnu enn öruggari 14 marka sigur gegn Stuttgart, 41-27.
Að lokum vann Hannover-Burgdorf góðan fjögurra marka sigur gegn Göppingen, 28-24, en Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari liðsins.