Dusty tryggði sér sæti í forkeppni Blast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 20:30 Dusty mun reyna fyrir sér í forkeppni Blast Premier. Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty unnu sér inn sæti á Blast Premier mótaröðinni með sigri gegn Þór síðastliðinn þriðjudag. Með sigrinum tryggði Dusty sér þátttökurétt í því sem er í raun forkeppni norðurlandanna fyrir BLAST mótaröðina, sem mætti líkja við Evrópukeppni í rafíþróttum. Það voru fjögur efstu lið Ljósleiðaradeildarinnar sem kepptust um þetta eina lausa sæti á Blast mótaröðinni, en ásamt Dusty mættu FH, Þór og Atlantic Esports til leiks. Í undanúrslitum mættust liðin sem höfnuðu í 1. og 4. sæti Ljósleiðaradeildarinnar annars vegar, og hins vegar liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti. Dusty sló því FH út í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum höfðu Þórsarar betur gegn Atlantic Esports. Það voru því Dusty og Þór sem mættust í úrslitum. Þessi tvö lið hafa barist á toppnum undanfarin tvö tímabil, en alltaf virðist Dusty hafa betur. Á því varð engin breyting í þetta skiptið og Dusty vann að lokum 2-0 sigur og er á leið í forkeppni Blast mótaraðarinnar. Dusty Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti
Með sigrinum tryggði Dusty sér þátttökurétt í því sem er í raun forkeppni norðurlandanna fyrir BLAST mótaröðina, sem mætti líkja við Evrópukeppni í rafíþróttum. Það voru fjögur efstu lið Ljósleiðaradeildarinnar sem kepptust um þetta eina lausa sæti á Blast mótaröðinni, en ásamt Dusty mættu FH, Þór og Atlantic Esports til leiks. Í undanúrslitum mættust liðin sem höfnuðu í 1. og 4. sæti Ljósleiðaradeildarinnar annars vegar, og hins vegar liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti. Dusty sló því FH út í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum höfðu Þórsarar betur gegn Atlantic Esports. Það voru því Dusty og Þór sem mættust í úrslitum. Þessi tvö lið hafa barist á toppnum undanfarin tvö tímabil, en alltaf virðist Dusty hafa betur. Á því varð engin breyting í þetta skiptið og Dusty vann að lokum 2-0 sigur og er á leið í forkeppni Blast mótaraðarinnar.
Dusty Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti