Fór tvisvar úr að ofan til að slá golfhögg á PGA-móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2023 10:00 Akshay Bhatia hikaði ekki við að afklæðast til að passa upp á fötin fengju ekki á sig leðjuslettur. Getty/Sam Greenwood Bandaríski kylfingurinn Akshay Bhatia vakti mikla athygli á PGA golfmóti á Palm Beach á Flórída skaga um helgina. Bhatia klæddi sig nefnilega úr að ofan í tvígang á þriðja hringnum á laugardaginn eftir að hafa slegið út fyrir braut. Not just once, but twice during his third round, American golfer Akshay Bhatia was forced into an impromptu wardrobe change at the PGA National Resorthttps://t.co/nc7IwftrXi— CNN (@CNN) February 27, 2023 Fyrra skiptið var á sjöttu holunni þegar hann missti högg út vinstra megin. Hann fór úr að ofan og tókst að slá inn á braut og svo í framhaldinu bjarga parinu. Eftir höggið var hann með leðjuslettur á sér og því kannski skynsamlegt að fara úr að ofan. Bhatia hafði spilað annan hringinn vel en þarna fór allt að ganga á afturfótunum hjá honum. Hann var búinn að fá skolla, skramba og skolla á þremur af fjórum holum áður en hann kom á fimmtándu holuna. Þetta var par þrjú hola og Bhatia sló of langt, yfir holuna og út í mýrlendi fyrir aftan holuna. Hann reyndi að slá boltann úr mýrinni þar sem fæturnar hans voru á kafi í leðju. Það tókst hins vegar ekki eins vel og í fyrra skiptið og hann endaði á að fá skramba á holunni. Á endanum lék hann hringinn á fjórum höggum yfir pari. Bhatia þótti samt vænt um að fá klapp þegar hann mætti í klúbbhúsið eftir hringinn. „Ég fékk klapp og leið vel með það. Mér finnst líkaminn minn líta vel út og vonandi leit hann út fyrir að vera aðeins stærri í sjónvarpinu,“ sagði Akshay Bhatia léttur í viðtali. Whatever it takes, @AkshayBhatia_1 pic.twitter.com/Q8INnMHrUk— PGA TOUR (@PGATOUR) February 25, 2023 Golf Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Bhatia klæddi sig nefnilega úr að ofan í tvígang á þriðja hringnum á laugardaginn eftir að hafa slegið út fyrir braut. Not just once, but twice during his third round, American golfer Akshay Bhatia was forced into an impromptu wardrobe change at the PGA National Resorthttps://t.co/nc7IwftrXi— CNN (@CNN) February 27, 2023 Fyrra skiptið var á sjöttu holunni þegar hann missti högg út vinstra megin. Hann fór úr að ofan og tókst að slá inn á braut og svo í framhaldinu bjarga parinu. Eftir höggið var hann með leðjuslettur á sér og því kannski skynsamlegt að fara úr að ofan. Bhatia hafði spilað annan hringinn vel en þarna fór allt að ganga á afturfótunum hjá honum. Hann var búinn að fá skolla, skramba og skolla á þremur af fjórum holum áður en hann kom á fimmtándu holuna. Þetta var par þrjú hola og Bhatia sló of langt, yfir holuna og út í mýrlendi fyrir aftan holuna. Hann reyndi að slá boltann úr mýrinni þar sem fæturnar hans voru á kafi í leðju. Það tókst hins vegar ekki eins vel og í fyrra skiptið og hann endaði á að fá skramba á holunni. Á endanum lék hann hringinn á fjórum höggum yfir pari. Bhatia þótti samt vænt um að fá klapp þegar hann mætti í klúbbhúsið eftir hringinn. „Ég fékk klapp og leið vel með það. Mér finnst líkaminn minn líta vel út og vonandi leit hann út fyrir að vera aðeins stærri í sjónvarpinu,“ sagði Akshay Bhatia léttur í viðtali. Whatever it takes, @AkshayBhatia_1 pic.twitter.com/Q8INnMHrUk— PGA TOUR (@PGATOUR) February 25, 2023
Golf Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira