Xbox Game Pass kemur til Íslands Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2023 11:47 Xbox Tölvuleikjaáskriftarþjónusta Microsoft, PC Game Pass, er orðin aðgengileg Íslendingum í gegnum prufuáskrift. Svo stendur til að opna þjónustuna að fullu á næstu mánuðum. Íslendingar hafa nú fengið aðgang að prufuáskrift að leikjapassa Microsoft, sem á ensku kallast PC Game Pass, og veitir þeim aðgang að miklum fjölda tölvuleikja í áskrift í gegnum PC tölvur. Game Pass nýtur töluverðra vinsælda og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Verið er að opna á prufuáskriftina í um fjörutíu nýjum löndum í dag en til stendur að opna á aðgengi að Game Pass í þessum löndum á næstu mánuði. Með áskrift fá áskrifendur PC Game Pass Preview aðgang að fjölda leikja Microsoft, Xbox, Bethesda og annarra fyrirtækja auk EA Play áskriftar. Sífellt er verið að bæta nýjum leikjum við. Íslendingar geta byrjað á PC Game Pass Preview með því að sækja forrit sem heitir Xbox Insider Hub og skrá sig. Þá fá þeir aðgang að PC Game Pass Preview, sem er á sérstöku tilboðsverði fyrsta mánuðinn, samkvæmt tilkynningu. Game Pass hefur spilað rullu í tilraun forsvarsmanna Microsoft til að kaupa leikjarisann Activision Blizzard. Yfirvöld víðsvegar um heim telja að samrunni fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Microsoft í desember með því markmiði að stöðva samrunann. Var þá sérstaklega vísað til sífellt aukinna vinsælda Xbox Game Pass. Leikjavísir Microsoft Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Íslendingar hafa nú fengið aðgang að prufuáskrift að leikjapassa Microsoft, sem á ensku kallast PC Game Pass, og veitir þeim aðgang að miklum fjölda tölvuleikja í áskrift í gegnum PC tölvur. Game Pass nýtur töluverðra vinsælda og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Verið er að opna á prufuáskriftina í um fjörutíu nýjum löndum í dag en til stendur að opna á aðgengi að Game Pass í þessum löndum á næstu mánuði. Með áskrift fá áskrifendur PC Game Pass Preview aðgang að fjölda leikja Microsoft, Xbox, Bethesda og annarra fyrirtækja auk EA Play áskriftar. Sífellt er verið að bæta nýjum leikjum við. Íslendingar geta byrjað á PC Game Pass Preview með því að sækja forrit sem heitir Xbox Insider Hub og skrá sig. Þá fá þeir aðgang að PC Game Pass Preview, sem er á sérstöku tilboðsverði fyrsta mánuðinn, samkvæmt tilkynningu. Game Pass hefur spilað rullu í tilraun forsvarsmanna Microsoft til að kaupa leikjarisann Activision Blizzard. Yfirvöld víðsvegar um heim telja að samrunni fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Microsoft í desember með því markmiði að stöðva samrunann. Var þá sérstaklega vísað til sífellt aukinna vinsælda Xbox Game Pass.
Leikjavísir Microsoft Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira