Tekur því ekki lengur sem sjálfsögðum hlut að spila fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2023 11:30 Hilmar Árni Halldórsson er klár í slaginn á nýjan leik. vísir/sigurjón Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla tekur Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson því að spila fótbolta ekki lengur sem sjálfgefnum hlut. Hilmar Árni er kominn aftur á ferðina eftir krossbandsslit og skoraði tvö mörk þegar Stjarnan sigraði Njarðvík, 3-1, í Lengjubikarnum um helgina. „Maður er bara spenntur. Ég er búinn að taka einhverja fjóra leiki. Það er ótrúlega gaman að vera hluti af þessu aftur og það er mikil spenna fyrir komandi tímabili,“ sagði Hilmar Árni í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var erfitt en samt lærdómsríkt. Þetta neyðir þig til að horfa á leikinn með öðrum augum. Eins og ég sagði einhvers staðar þá tekur maður þessu vonandi ekki sem sjálfsögðum hlut.“ Þrátt fyrir að vera meiddur var Hilmar Árni þó hluti af Stjörnuliðinu á síðasta tímabili og var jafnan á varamannabekk liðsins. „Það er öðruvísi að spila ekki leikinn, bæði hvernig maður les leikinn á hliðarlínunni og síðan tilfinningin að vera ekki inni í klefanum en vera hluti af þessu dags daglega. Það er erfitt og á köflum svolítið sárt en það er lærdómur í því. Þess vegna er maður þeim mun glaðari að vera kominn aftur.“ Hilmar Árni er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild með 59 mörk.vísir/bára Stjörnunni hefur gengið vel í Lengjubikarnum og Hilmar Árni kveðst fullur tilhlökkunar fyrir næsta tímabili. „Ég er bjartsýnn. Liðið lítur ágætlega út og við höfum náð ágætis úrslitum. Núna horfir maður á hvernig við tökum næsta skref. Við sýndum á köflum frábæran fótbolta á síðasta tímabili og það er fullt af ungum og skemmtilegum leikmönnum í þessu liði. Núna, korter í mót, er spennandi að sjá hverjir stíga upp,“ sagði Hilmar Árni. Viðtalið við Hilmar Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Hilmar Árni er kominn aftur á ferðina eftir krossbandsslit og skoraði tvö mörk þegar Stjarnan sigraði Njarðvík, 3-1, í Lengjubikarnum um helgina. „Maður er bara spenntur. Ég er búinn að taka einhverja fjóra leiki. Það er ótrúlega gaman að vera hluti af þessu aftur og það er mikil spenna fyrir komandi tímabili,“ sagði Hilmar Árni í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var erfitt en samt lærdómsríkt. Þetta neyðir þig til að horfa á leikinn með öðrum augum. Eins og ég sagði einhvers staðar þá tekur maður þessu vonandi ekki sem sjálfsögðum hlut.“ Þrátt fyrir að vera meiddur var Hilmar Árni þó hluti af Stjörnuliðinu á síðasta tímabili og var jafnan á varamannabekk liðsins. „Það er öðruvísi að spila ekki leikinn, bæði hvernig maður les leikinn á hliðarlínunni og síðan tilfinningin að vera ekki inni í klefanum en vera hluti af þessu dags daglega. Það er erfitt og á köflum svolítið sárt en það er lærdómur í því. Þess vegna er maður þeim mun glaðari að vera kominn aftur.“ Hilmar Árni er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild með 59 mörk.vísir/bára Stjörnunni hefur gengið vel í Lengjubikarnum og Hilmar Árni kveðst fullur tilhlökkunar fyrir næsta tímabili. „Ég er bjartsýnn. Liðið lítur ágætlega út og við höfum náð ágætis úrslitum. Núna horfir maður á hvernig við tökum næsta skref. Við sýndum á köflum frábæran fótbolta á síðasta tímabili og það er fullt af ungum og skemmtilegum leikmönnum í þessu liði. Núna, korter í mót, er spennandi að sjá hverjir stíga upp,“ sagði Hilmar Árni. Viðtalið við Hilmar Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira