„Hann var mjög hissa að fá símtal frá mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2023 12:00 Ragnheiður Sveinsdóttir í leik með Haukum. Hér er hún í miðjunni með þeim Elínu Klöru Þorkelsdóttur og Sonju Lind Sigsteinsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Haukakonan Ragnheiður Sveinsdóttir var gestur í Kvennakastinu hjá Sigurlaugu Rúnarsdóttur og ræddi meðal annars þann tíma þegar hún skipti óvænt yfir í Val á miðju tímabili. Sigurlaug vildi fá að vita af hverju Ragnheiður skipti yfir í Val á sínum tíma en það kom mörgum á óvart enda búin að vera Haukakona alla tíð. „Þetta var 2020 þegar Covid kemur. Þetta byrjar eiginlega á því að ég meiðist illa á baki snemma á tímabilinu. Ég er frá í kjölfarið í nokkrar vikur og svo kem ég til baka. Þá vildi þáverandi þjálfari ekkert nota mig sem bara kemur fyrir,“ sagði Ragnheiður Sveinsdóttir. Átti mjög erfitt og leið ekki vel „Þá tekur við tími þar sem mér leið ekki vel andlega. Ég átti mjög erfitt,“ sagði Ragnheiður en þjálfari Hauka á þessum tíma var Árni Stefán Guðjónsson. „Ég upplifði líka vanlíðan á æfingum og leið ekki vel. Ég fer á fund með Þorgeiri (Haraldssyni) formanni í byrjun desember. Ég læt hann vita af stöðunni og um að mér líði ekki vel og að ég vildi hætti. Ég ætlaði ekki að fara í einhverju reiðikasti. Ég var ekki reið en þetta var langur tími,“ sagði Ragnheiður. „Ég vildi bara láta hann vita af stöðunni og hvernig ég var. Svo er það í janúar þá erum við að spila við Aftureldingu sem voru neðstar í deildinni. Ég fær ekkert að koma við sögu þar og fékk lítið að vera með á æfingum. Þetta var augljóst fyrir mig eftir þennan leik,“ sagði Ragnheiður. Fékk engin svör frá þjálfaranum sem vildi ekki nota hana „Ég við þá um fund með þjálfaranum og vildi tala við hann. Hvað ég ætti að vinna í og ætti að vera betri í. Ég fékk þannig séð engin svör og það var ljóst að hann vildi ekki vinna með mér,“ sagði Ragnheiður. „Þótt að handboltinn skipti mann rosalega miklu máli þá setur maður þetta í fyrsta sæti og eyðir rosalega miklum tíma í þessu. Ef manni líður ekki sérstaklega vel andlega í því sem maður er að gera þá verður maður að gera einhverjar breytingar,“ sagði Ragnheiður. „Þetta var meira kvöð og mér kveið frekar fyrir því að mæta á æfingar heldur en ekki. Ég fer á fund með Aroni Kristjánssyni og segi bara að ég vilji hætta eða prófa eitthvað annað. Það var eiginlega fjölskylda mín sem talaði mig til um að hætta ekki. Þetta væri ekki rétta leiðin til að hætta í handbolta,“ sagði Ragnheiður. Haukarnir studdu alltaf mjög vel við mig „Frekar að skipta um umhverfi og reyna að líða betur. Eftir að ég tala við Aron þá fæ ég að rifta samningnum en það var alls ekki sjálfsagt að fá að rifta honum á miðju tímabili. Haukarnir studdu alltaf mjög vel við mig,“ sagði Ragnheiður. „Ég hringi í Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfara Vals) og tala við hann. Hann var mjög hissa að fá símtal frá mér en tók vel við mér. Þetta var mjög erfið ákvörðun enda búin að vera í Haukum frá sex ára aldri. Hvað þá að fara á miðju tímabili sem enginn vill gera,“ sagði Ragnheiður. „Ég fór því yfir í Val þegar voru tveir dagar í að glugginn lokaðist. Svo var mín meiðslasaga rosaleg eftir að ég fer í Val. Svo var tímabilinu slúttað korteri eftir að ég kem í Val,“ sagði Ragnheiður. Það má heyra hana tala um framhaldið og hvað tók hjá henni í Val með því að hlusta á hlaðvarpið hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Sigurlaug vildi fá að vita af hverju Ragnheiður skipti yfir í Val á sínum tíma en það kom mörgum á óvart enda búin að vera Haukakona alla tíð. „Þetta var 2020 þegar Covid kemur. Þetta byrjar eiginlega á því að ég meiðist illa á baki snemma á tímabilinu. Ég er frá í kjölfarið í nokkrar vikur og svo kem ég til baka. Þá vildi þáverandi þjálfari ekkert nota mig sem bara kemur fyrir,“ sagði Ragnheiður Sveinsdóttir. Átti mjög erfitt og leið ekki vel „Þá tekur við tími þar sem mér leið ekki vel andlega. Ég átti mjög erfitt,“ sagði Ragnheiður en þjálfari Hauka á þessum tíma var Árni Stefán Guðjónsson. „Ég upplifði líka vanlíðan á æfingum og leið ekki vel. Ég fer á fund með Þorgeiri (Haraldssyni) formanni í byrjun desember. Ég læt hann vita af stöðunni og um að mér líði ekki vel og að ég vildi hætti. Ég ætlaði ekki að fara í einhverju reiðikasti. Ég var ekki reið en þetta var langur tími,“ sagði Ragnheiður. „Ég vildi bara láta hann vita af stöðunni og hvernig ég var. Svo er það í janúar þá erum við að spila við Aftureldingu sem voru neðstar í deildinni. Ég fær ekkert að koma við sögu þar og fékk lítið að vera með á æfingum. Þetta var augljóst fyrir mig eftir þennan leik,“ sagði Ragnheiður. Fékk engin svör frá þjálfaranum sem vildi ekki nota hana „Ég við þá um fund með þjálfaranum og vildi tala við hann. Hvað ég ætti að vinna í og ætti að vera betri í. Ég fékk þannig séð engin svör og það var ljóst að hann vildi ekki vinna með mér,“ sagði Ragnheiður. „Þótt að handboltinn skipti mann rosalega miklu máli þá setur maður þetta í fyrsta sæti og eyðir rosalega miklum tíma í þessu. Ef manni líður ekki sérstaklega vel andlega í því sem maður er að gera þá verður maður að gera einhverjar breytingar,“ sagði Ragnheiður. „Þetta var meira kvöð og mér kveið frekar fyrir því að mæta á æfingar heldur en ekki. Ég fer á fund með Aroni Kristjánssyni og segi bara að ég vilji hætta eða prófa eitthvað annað. Það var eiginlega fjölskylda mín sem talaði mig til um að hætta ekki. Þetta væri ekki rétta leiðin til að hætta í handbolta,“ sagði Ragnheiður. Haukarnir studdu alltaf mjög vel við mig „Frekar að skipta um umhverfi og reyna að líða betur. Eftir að ég tala við Aron þá fæ ég að rifta samningnum en það var alls ekki sjálfsagt að fá að rifta honum á miðju tímabili. Haukarnir studdu alltaf mjög vel við mig,“ sagði Ragnheiður. „Ég hringi í Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfara Vals) og tala við hann. Hann var mjög hissa að fá símtal frá mér en tók vel við mér. Þetta var mjög erfið ákvörðun enda búin að vera í Haukum frá sex ára aldri. Hvað þá að fara á miðju tímabili sem enginn vill gera,“ sagði Ragnheiður. „Ég fór því yfir í Val þegar voru tveir dagar í að glugginn lokaðist. Svo var mín meiðslasaga rosaleg eftir að ég fer í Val. Svo var tímabilinu slúttað korteri eftir að ég kem í Val,“ sagði Ragnheiður. Það má heyra hana tala um framhaldið og hvað tók hjá henni í Val með því að hlusta á hlaðvarpið hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti