Chad Ramey leiðir eftir fyrsta dag á Players en McIlroy byrjaði hræðilega Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 23:35 Chad Ramey lék fyrsta hringinn frábærlega. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey er í forystu eftir fyrsta hring á Players mótinu í golfi sem fram fer á TPC Sawgrass vellinum í Flórída. Players mótið er eitt af risamótunum fjórum í golfheiminum og þar að auki fyrsta risamót ársins. Mótið fer fram á Sawgrass vellinum í Flórída en mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Að loknum fyrsta hring er Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey í fyrsta sætinu en hann lék fyrsta hringinn á átta höggum undir pari. Hann fékk engan skolla og lék frábærlega. Ramey er í 225.sæti á heimslistanum og því nokkuð óvænt að hann leiði eftir fyrsta hring. Í öðru sæti er Colin Morikawa einu höggi á eftir. Morikawa er í 9.sæti heimslistans og talinn líklegur til afreka. Rory McIlroy var í miklum vandræðum í dag og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. Ekki nóg með að hann sé tólf höggum á eftir Ramey heldur verður hann í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Jon Rahm, efsti maður heimslistans, var í holli með McIlroy og lauk keppni á einu höggi undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler var sömuleiðis í þessu sannkallaða stjörnuholli og er með í baráttunni eftir að hafa fengnið fugl á þremur af síðustu fjórum holunum og lokið keppni á fjórum undir pari. Högg dagsins átti hins vegar Hayden Buckley sem fór holu í höggi á 17. brautinni. Efstu menn: Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Players mótið er eitt af risamótunum fjórum í golfheiminum og þar að auki fyrsta risamót ársins. Mótið fer fram á Sawgrass vellinum í Flórída en mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Að loknum fyrsta hring er Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey í fyrsta sætinu en hann lék fyrsta hringinn á átta höggum undir pari. Hann fékk engan skolla og lék frábærlega. Ramey er í 225.sæti á heimslistanum og því nokkuð óvænt að hann leiði eftir fyrsta hring. Í öðru sæti er Colin Morikawa einu höggi á eftir. Morikawa er í 9.sæti heimslistans og talinn líklegur til afreka. Rory McIlroy var í miklum vandræðum í dag og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. Ekki nóg með að hann sé tólf höggum á eftir Ramey heldur verður hann í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Jon Rahm, efsti maður heimslistans, var í holli með McIlroy og lauk keppni á einu höggi undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler var sömuleiðis í þessu sannkallaða stjörnuholli og er með í baráttunni eftir að hafa fengnið fugl á þremur af síðustu fjórum holunum og lokið keppni á fjórum undir pari. Högg dagsins átti hins vegar Hayden Buckley sem fór holu í höggi á 17. brautinni. Efstu menn: Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4
Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4
Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira